Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Mýrdalshreppur auglýsir eftir starfsmönnum í Áhaldahús sveitarfélagsins

Framtíðarstarfsmaður 100% staða

Framtíðarstarfsmaður 100% staða

Meðal verkefna er viðhald húsnæðis í eigu sveitarfélagsins, umhirða opinna svæða, gatna og gangstétta, þátttaka í framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins.   

Iðnmenntun sem nýtist í starfi er æskileg en þó ekki skilyrði, svo og reynsla af sambærilegum störfum. Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum eru mikilvæg svo og sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Launakjör skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Mýrdalshrepps hvetur sveitarfélagið konur jafnt sem karla til þess að sækja um starfið.

Upplýsingar um starfið veitir verkstjóri í síma 897-8303 eða sveitarstjóri í síma 661-6343.

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2020

Prenta Prenta