Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Jólaþemasíðdegi í Víkurskóla - Fimmtudaginn 28. nóvember 2019

Að mörgu er að hyggja í  jólaundirbúningnum en foreldafélag Víkurskóla, nemendafélag Víkurskól ásamt Mýrdalshreppi og fleiri velgjörðarmönnum standa að jólaþemasíðdeginu.

Í skólanum verður opið hús frá kl. 16:00 – 18:30 þar sem hægt verður að taka sér ýmislegt fyrir hendur.

Í lok dags eða um kl. 18 förum við öll saman út á Guðlaugsblett þar sem ljósin á jólatré okkar Mýrdælinga verða tendruð.

Ýmis verkstæði verða í boði:

LAUFABRAUÐ: seld verða ósteikt laufabrauð, þau skorin og steikt á staðnum. Gott er að hafa með sér bretti, hnífa, laufskurðarjárn (þeir sem geta) og box undir laufabrauðin.

Margar hendur vinna létt verk og því væri afar vel þegið að fá sjálfboðaliða til að aðstoða við steikingu, pressum og fleira tengt laufabrauðinu.

Laufabrauðin þarf að panta - 10 stk 1.200 kr.

Pantanir berist á netfangið foreldrafelag@vik.is eða í síma 844-1142 (Kolla Magga) eigi síðar en föstudaginn 22. nóvember.

KERTASKREYTINGAR: kertið kostar 400 kr. og innifalið í því er málning og alls kyns efni til að mála og skreyta fallega jólakerti. 

PIPARKÖKUSKREYTINGAR: hægt er að setjast niður og mála og skreyta piparkökur.

JÓLAFÖNDUR: í boði verður að búa til skraut á jólatréð úr þæfðri ull, en þá er ullin þæfð ofan í piparkökumót, föndra jólakort eða annð jólaskraut, lita jólamyndir o.fl.

FÓÐURHENGI FYRIR SMÁFUGLANA: verkstæði þar sem hægt er að útbúa fóður fyrir smáfuglana, blanda af tólg, fræjum og korni er sett í píparkökumót og gert gat fyrir band. Þetta er svo hengt í trjágreinar svo smáfuglarnir geti fengið eitthvað gott í gogginn!

Nemendafélag Víkurskóla verður með hressingu til sölu gegn vægu gjaldi.

Hægt er að rölta á milli verkstæða og taka þátt í öllu, en tilgangur samverunnar er ekki síst sá að koma saman og eiga saman notalega stund í anda jólanna. Vinsamlegast athugið að börnin komi í fylgd með foreldrum / forráðamönnum 

Mætum með jólaskapið og eigum notalega stund!

Allir hjartanlega velkomnir.

Prenta Prenta