Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Heyrnarhjálp og Samherjar í Mýrdal - fræðslufundur

Heyrnarhjálp og Samherjar í Mýrdal bjóða upp á fræðslufund um heyrn og vandamál henni tengd í Félagsheimilinu Leikskálum í Vík mánudaginn 28. október 2019 kl. 13:00

Heyrnarhjálp er landssamtök þeirra sem eru heyrnarskertir, hafa misst heyrn að hluta eða alveg, þeirra sem þjást af eyrnasuði og öðrum vandamálum er snúa að heyrn. Að félaginu koma líka aðstandendur og annað áhugafólk um málefni heyrnarskertra. Félagið var stofnað 14. nóvember 1937.

Nokkur af markmiðum Heyrnarhjálpar: 

  • að gæta hagsmuna félagsmanna
  • að efla skilning á heyrnarfötlun
  • að hvetja til heyrnarverndar 
  • að fylgjast með framförum og nýjungum og efla notkun hjálparbúnaðar
  • að bæta aðgengi heyrnarskertra að samfélaginu 
  • að viða að okkur fræðsluefni er tengist heyrnarfötlun
  • að gefa út fréttabréf með fræðslu og kynningarefni
  • að gefa út bæklinga af ýmsu tagi

Allir sem áhuga hafa á okkar málefnum eru hjartanlega velkomnir til skrafs og ráðagerða.

Heyrnarhjálp - félag heyrnarskertra á Íslandi

Samherjar í Mýrdal - félag eldri borgara í Mýrdal

 

 

Prenta Prenta