Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Félagsmiðstöðin OZ og Ungmennaráð sveitarfélaganna

Eins og foreldrum barna í Mýrdalshrepp var tilkynnt þá liggur starfsemi félagsmiðstöðvarinnar OZ niðri tímabundið. Ástþór Jón Tryggvason starfsmaður hennar sagði upp störfum með stuttum fyrirvara, þannig að ekki var um annað að ræða en að starfsemin legðist af á meðan unnið er að ráðningu nýs starfsmanns. Það skýrist eftir 1. október nk. þegar umsóknarfrestur um starfið er liðinn, hvenær hægt verður að opna aftur. Ég vil nota tækifærið og þakka Ástþóri fyrir þá fórnfúsu vinnu sem hann hefur lagt í starfsemi OZ og óska honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur. Takk Ástþór.

Ungmennaráð sveitarfélaganna eru formleg ráð ungs fólks sem tjá sig sem fulltrúar ungmenna í samfélaginu. Þau geta verið af öllum stærðum og gerðum. Helsta starf ungmennaráða sveitarfélaganna er að koma skoðunum sínum sem varða sveitarfélagið á framfæri, auk þess að vera vettvangur þar sem ungmenni geta haft áhrif á þau málefni sem þau telja mikilvæg. Ungmennin sjálf velja sín málefni sem þau vilja kljást við hverju sinni.Stofnun ungmennaráðs í Mýrdalshreppi stendur fyrir dyrum, vil ég hvetja ungt fólk á aldrinum 14- 22 til að kynna sér út hvað það gengur og senda inn umsókn vilji þau hafa áhrif. Umsóknarfrestur er til 23. október nk.  Sjá nánar um starfsemi ungmennaráða. https://attavitinn.is/samfelagid/felog-og-hopar/ungmennarad-sveitarfelaganna/

 

 

Prenta Prenta