Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Sumar í Víkurkirkju 2019

Sumaropnun Víkurkirkju er lokið þetta árið og tókst afar vel. Gerð var tilraun á síðasta ári hvort hægt væri að hafa kirkjuna opna hluta úr degi með þátttöku nokkurra sjálfboðaliða og var þá opið í júní.

Mikil og almenn ánægja var með þessa þjónustuviðbót í Vík og gaman að geta sýnt gestum og gangandi ákaflega stílhreina og fagra íslenska kirkju, sem er vel við haldið, fallega staðsett og sannkölluð staðarprýði.

Í sumar var opið frá 1. júlí til 5. ágúst, frá kl. 11 til 15 alla daga. Gestir í Víkurkirkju á þeim 35 dögum sem hún var opin voru nálægt 6000 að tölu, frá 22 löndum, eða 165 á dag að meðaltali.

Fjölmargir einstaklingar styrktu kirkjuna að þessu sinni, með framlögum í sérstakan söfnunarbauk en auk þeirra styrktu Mýrdalshreppur og eftirtalin fyrirtæki opnun kirkjunnar: Framrás ehf, Guesthouse Gallery Vík, gistiheimilið Kosý Vík, gistiheimilið Like Vík og Sólheimahjáleiga Guesthouse. Mýrdalshreppur annaðist og gaf prentun bæklings um kirkjuna eins og síðasta ár, en að þessu sinni voru prentuð 600 eintök. Auk þess ákvað Menningarfélag um Brydebúð á fundi sínum í lok júlí að styrkja verkefnið um álitlega fjárhæð.

Líkt og á síðasta ári hafði Anna Björnsdóttir kennari frumkvæði að opnuninni og fékk til liðs við sig sjálfboðaliða sem stóðu vaktina með henni. Þau eru: Svavar Guðmundsson, Gunnar Halldórsson, Birgir Hinriksson, Þórir N. Kjartansson, Áslaug Kjartansdóttir, Guðný Guðnadóttir, Guðný Jónasdóttir og Lára Jóna Jónasdóttir.

Fyrir hönd Víkurkirkju vil ég nota tækifærið og þakka þá miklu og óeigingjörnu vinnu sjálfboðaliða sem hér liggur að baki, auk þeirra myndarlegu styrkja sem hér hafa verið nefndir. Sá mikli sómi sem kirkjunni hefur verið sýndur í verki með þessu, skiptir afar miklu og styrkir hana í sessi.

Hafið öll hjartans þökk og blessun Guðs fylgi ykkur.

 

Sr. Haraldur M. Kristjánsson


Víkurkirkja sumarið 2018 (myndina tók Egill Hübner)

Á myndinni sem hér fylgir, má sjá Guðrúnu Sigurðardóttur (t.v.) fyrir hönd Menningarfélagsins um Brydebúð afhenda Önnu Björnsdóttur (t.h.) styrkinn.

 

Prenta Prenta