Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Leikskólinn Mánaland óskar eftir deildarstjóra til starfa

 

Leikskólinn Mánaland óskar eftir deildarstjóra til starfa.

Leikskólinn er tveggja deilda leikskóli í Vík í Mýrdal og er fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. Mánaland vinnur að því að verða heilsueflandi leikskóli sem er verkefni á vegum Landlæknisembættisins. Við leggjum mikla áherslu á holla og góða næringu auk góðrar almennrar lýðheilsu. Við vinnum einnig með ART og erum með Vináttuverkefnið Blæ á báðum deildum leikskólans. Leikskólinn okkar er í sífelldri þróun og leitum við að deildarstjóra sem er tilbúinn til að ganga í liðið okkar og þróa starfið enn meira ásamt því að vera hluti af samfélaginu okkar.

Við leitum að deildarstjóra til að taka við yngri deild leikskólans þar sem eru börn á aldrinum 1-3 ára.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.
 • Að bera ábyrgð á uppeldis – og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni.
 • Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar.
 • Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá.
 • Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu.

Hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara.
 • Reynsla af uppeldis – og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg.
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Gerð er krafa um mjög góða íslenskukunnáttu.
 • Hreint sakavottorð.

Við óskum eftir að þú:

 • Sért menntaður leikskólakennari.
 • Sért áhugasöm/samur um starfið.
 • Vitir að börnin geti lært af þér.
 • Hafir gaman af útiveru, leika við börnin og að fara með börnin í ferðir utan leikskólalóðarinnar.
 • Leggir þitt af mörkum til að skapa gott vinnuumhverfi.
 • Sért lausnamiðuð/miðaður og vinnur alla daga með börnin í fókus.
 • Hafir heilsu til að starfa í leikskóla.

Við bjóðum upp á:

 • Að verða hluti af ungu, áhugasömu og faglegu vinnuumhverfi sem er í stöðugri þróun.
 • Möguleika á að leika sér allan daginn.
 • Möguleika á að þróa leikskólastarfið.
 • Tækifæri til að kenna börnum leikni og að upplifa gleði.
 • Tækifæri til símenntunar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara. Leiðbeinendur falla undir kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga og Foss.

Starfshlutfall: 100%

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður ráðinn leiðbeinandi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun.

Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf ekki síðar en 1. september 2019.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur 20. 7.2019

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergný Ösp Sigurðardóttir í síma 487 – 1241 og tölvupósti bergny@vik.is.

Umsóknir ásamt ferilskrá, meðmælendur, og afrit af leyfisbréfi auk sakavottorðs má senda inn hér: http://manaland.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn

Vík í Mýrdal er vaxandi bær í fallegu umhverfi

Mýrdalshreppur er vaxandi 700 manna sveitarfélag. Í Vík er öll almenn þjónusta svo sem leik-, grunn - , og tónskóli, heilsugæsla, dvalar- og hjúkrunarheimili og frábær aðstaða til allrar almennrar íþróttaiðkunar o.fl.

Náttúrufegurð er rómuð í Vík og nágrenni og samgöngur greiðar allt árið. Ferðaþjónusta er öflug og vaxandi í sveitarfélaginu og fjölbreyttir möguleikar á því sviði fyrir fólk með ferskar hugmyndir. Það er margt að gerast í hér á svæðinu og er Vík því áhugaverður staður fyrir öflugt og dugmikið fólk.

Prenta Prenta