Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Frístunda- og menningarfulltrúi

Ástþór Jón Tryggvason hefur verið ráðinn í starf frístunda- og menningarfulltrúa Mýrdalshrepps frá 7. júní sl. til eins árs. Um nýtt starf er að ræða, með því er verið að leitast við að auðga og efla félags- og tómstundastarf í Mýrdalshreppi. Starfið er tvíþætt eins og starfsheitið gefur til kynna og  helstu verkefni eru eftirfarandi.

Félagsheimilið Leikskálar

Almenn umsjón með húsinu , búnaði  og umhverfi þess.

Skipulagning og undirbúningur viðburða.

Skráning og umsjón með útleigu.

Þrif og eftirlit með viðhaldi.

Samskipti við félagssamtök sem nýta húsið og aðstoð við þau.

Vinna með ungmennum og menningarmál

Skipuleggja starfsemi og vinna með ungmennum í félagsmiðstöðinni OZ

Starfsmaður ungmennaráðs

Aðstoðar nefndir við framkvæmdir verkefna tengdum menningu og æskulýðsmálum.

Önnur menningartengd málefni.

 

Pantanir vegna Leikskála eru eftirleiðis í síma 841-0199 eða astthor@vik.is

 

Prenta Prenta