Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Hreinsunarátak

 

 

 

 

Hreinsunarátak

Eins og komið hefur fram í fyrri auglýsingum hér á síðunni þá hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands farið í hreinsunarátak sem miðar að lóðum og lendum í umdæmi þess. Átakið er áskorun til lóðarhafa, íbúa og landeigenda á Suðurlandi, að þeir  gangi í það að hreinsa af lóðum sínum og lendum, allt það sem getur valdið ónæði, mengun eða lýti á umhverfinu. Jafnframt verður hægt að krefjast lagfæringa og viðgerða á lóðum, girðingum og mannvirkjum ef nauðsynlegt þykir, auk þess sem heimilt er að láta fjarlægja númerslausar bifreiðar, bílflök, gáma og sambærilega hluti að undangenginni viðvörun, á kostnað eigenda. Ákveðið hefur verið að fyrstu skrefin í þessu átaki innan Mýrdalshrepps snúi að því að hreinsa til á þjónustulóðum í elstahluta Víkur. Með þessari auglýsingu er þeim lóðarhöfum sem eiga eða hafa til umráða lóðir sem eru merktar inná mynd sem fylgir þessari auglýsingu, gefin kostur á að hefjast nú þegar handa áður en til framkvæmda kemur af hálfu Heilbrigðiseftirlitsins. Einnig eru þeir aðilar sem eiga muni á lóðum sveitarfélagsins án þess að hafa til þess leyfi, hvattir til þess að fjarlægja þá.

Nánari upplýsingar má finna hér: Lóðahreinsun og númerslausar bifreiðar 

 

 

Prenta Prenta