Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Svetarstjórn Mýrdalshrepps

 

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti eftirfarandi bókun  vegna frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um dýrasjúkdóma, matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

 

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps mótmælir harðlega frumvarpi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir stuttu síðan og felur í sér heimild til þess að flytja inn hrátt ófrosið kjöt og fersk egg. Sveitarstjórnin skorar á íslensk stjórnvöld að semja um breytingar á EES samningnum sem heimila íslensku þjóðinni að viðhalda sérkennum íslensks landbúnaðar; heilbrigðum búfjárstofnum og heilnæmum matvælum.

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps skorar jafnframt á íslensk stjórnvöld að efla frekar íslenskan landbúnað og halda þannig öflugri byggð og blómlegum sveitum í öllu landinu. Það skiptir landsbyggðina miklu máli að atvinnulíf sé fjölbreytt og þar er landbúnaður lykilatriði, enda er ekki einungis um að ræða bænduna sjálfa heldur fylgja landbúnaði mörg afleidd störf. Þróunin hefur of víða verið í átt að einhæfu atvinnulífi og við því verður að bregðast.

Prenta Prenta