Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Grunnupplýsingar um raunfærnimat

 

 

Glaðir útskriftarnemendur úr raunfærnimati vorið 2014 

Raunfærnimat snýst um að veita fólki tækifæri til þess að fá hæfni sína metna til framhaldsskólaeininga sem aflað er út á vinnumarkaði. Viðurkenning á því að nám geti farið fram annars staðar en inn í formlega skólakerfinu. Einstaklingar sem hafa unnið við sama eða svipað starf árum saman hafa sem sagt orðið sér úti um mikla þekkingu og hæfni sem hægt er að meta til framhaldsskólaeininga. 

 

Hvað gerir raunfærnimat fyrir þig ? 

  • Vottar þá hæfni sem þú hefur aflað þér í atvinnulífinu 
  • Opnar fyrir nýja möguleika 
  • Hjálpar þér að gera þér grein fyrir stöðu þinni gagnvart námsmarkmiðum í Matartækni. 

Til þess að taka þátt í þessu verkefni þarf að mæta einu sinni á undirbúningsfund (um það bil 2 klst.)  og síðan geta einstaklingar lokið sínum undirbúningi heima á þeim tíma sem best hentar. Síðan er matssamtal sem tekur 1-2 klukkustundir.  Samanlagt má því segja að þátttaka í raunfærnimatsverkefni geti tekið 6-8 klukkustundir með öllu. Matið er  þátttakendum í markhópi framhaldsfræðslunnar  kostnaðarlausu. 

 

Upplýsingar veitir Sólveig R. Kristinsdóttir verkefnisstjóri solveig@fraedslunet.is eða  í síma 560-2030 

Prenta Prenta