Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignagjöldum handa tekjulágum eldri borgurum og öryrkjum

1. gr.
Reglur um niðurfellingu fasteignagjalda til elli- og örorkulífeyrisþega eru vegna íbúðarhúsnæðis þeirra til eigin nota og fyrir þá sem eiga lögheimili í Mýrdalshreppi. Niðurfellingin er tekjutengd og tekur einungis til fasteignaskatts og holræsagjalds.
2. gr.
Við ákvörðun afsláttar skulu notaðar eftirfarandi viðmiðanir:

Þessar fjárhæðir miðast við árstekjur (heildartekjur) 2017, sbr. álagningu skattstjóra 2018 og gilda fyrir lækkun fasteignaskatts 2019. Fjárhæðirnar skulu framreiknaðar árlega með tilliti til breytinga á
launavísitölu frá upphafi til loka þess tekjuárs sem miðað er við hverju sinni.
3. gr.
Við fráfall maka eða sambýlismanns tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega á eftirlifandi maki rétt á afslætti samkvæmt 2. gr.
4. gr.
Útreikningur á afslætti fer fram vélrænt í álagningarkerfi Þjóðskrár íslands með tengingu við skrár
Ríkisskattstjóra.
5. gr.
Aðilar sem falla undir tekjuviðmið skv. 2.gr. fá rétt til lækkunar fasteignaskatts frá og með því ári sem þeir ná 67 ára aldri.
Örorkulífeyrisþegar yngri en 67 ára, sem falla undir tekjuviðmið skv. 2.gr., skulu leggja fram gild örorkukort sem Tryggingarstofnun ríkisins gefur út sé þess óskað. Réttur til lækkunar fellur niður ef kortið rennur út.
6. gr.
Telji fasteignaeigendur sig eiga rétt á afslætti m.v. þessar reglur og hafi tekjur þeirra hafi lækkað milli
áranna 2017 og 2018 geta þeir óskað eftir endurreikningi miðað við tekjur ársins 2018 samkvæmt
staðfestu skattframtali þegar það liggur fyrir.
7. gr.
Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og 2. mgr. 7. gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005.

Prenta Prenta