Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Málverk eftir Skarphéðinn Haraldsson (1916-1998)

listmálara og kennara sem fæddur var í Kerlingardal í Mýrdal.

Það er hverju sveitarfélagi dýrmætt að eiga velunnara og velgjörðarmenn. Á nýársdag tók ég fyrir hönd Mýrdalshrepps á mót fallegri gjöf. Oddur Sigurbergsson (1917-2001) var kaupfélagsstjóri Kaupfélags vestur-Skaftfellinga í Vík í Mýrdal á árunum 1948-1964. Á þeim árum sat hann einnig í hreppsnefnd Hvammshrepps og var oddviti um skeið.

Félagssvæði Kaupfélagsins var víðfeðmt, frá Jökulsá á Sólheimasandi austur til Öræfasveitar. Starfsemi félagsins var afar fjölbreytt, allt frá verslunarrekstri til hótelreksturs. Kaupfélagið rak trésmíðaverkstæði, bílaverkstæði, sláturhús, vöruflutningabíla og langferðabíla.

Í verslunarsögu Vestur_Skaftfellinga segir: "Þau ár, sem Oddur stýrði verslunarrekstrinum í Vík mega með sanni kallast eitt samfellt blómaskeið og hefur vegur félagsins aldrei orðið meiri, hvorki fyrr né síðar".

Þegar Oddur lét af störfum gáfu starfsmenn Kaupfélagsins honum málverk eftir Skarphéðinn Haraldsson (1916-1998) listmálara og kennara sem fæddur var í Kerlingardal í Mýrdal.

Margrét dóttir Odds og konu hans Helgu Einarsdóttur færði Mýrdalshrepp umrætt málverk að gjöf á nýársdag. Málverkið sem er einstaklega fallegt og sýnir Vestur hluta Víkurþorps mun prýða veggi skrifstofu sveitarfélagsins.

Prenta Prenta