Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Úrgangsmál og endurvinnsla í Mýrdalshreppir frá 1. janúar 2019

 Í samningnum felst, að Ögmundur og hans fólk heldur áfram að sjá um sorphirðu og umsjón Gámavallanna eins og verið hefur. Sú nýbreytni sem kemur inn með þessum samning er að stigið er stórt skref í átt að umhverfisvænna sveitarfélagi.. Í lok janúar geta öll heimili sveitarfélagsins notað grænu tunnurnar undir mjúkt plast, plastílát, pappír, áldósir og lok. Ég hvet Mýrdælinga til að nýta þessa þjónustu til hins ýtrasta og leggja sitt af mörkum til að plastið endi ekki í sjónum eða í okkar fallegu náttúru. Ég hvet sérstaklega ferðaþjónustuaðila til að leggja sitt af mörkum til að greinin verði sjálfbær og innleiða í sína ferla flokkun á sorpi. Önnur nýjung sem kemur inn með þessum samning er að opnunartími Gámavallanna breytist. Frá 1. janúar verður opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 16 til 18 og laugardaga frá 10 til 14. Þannig er verið að koma til móts við óskir íbúa um opnunartíma utan vinnutíma. Á meðan að Gámvellirnir eru opnir verður starfsmaður á svæðinu til aðstoðar við þá sem þangað koma. Ráðist verður í að bæta merkingar og fyrsti áfangi að endurbótum á gámavallahúsinu hefst á þessu ári. Í janúar mun leiðbeinandi bæklingur berast inná heimili sveitarfélagsi.

Sveitastjóri Mýrdalshrepps - Þorbjörg Gísladóttir

Prenta Prenta