Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Jólaþemasíðdegi í Víkurskóla - Miðvikudaginn 28. nóvember 2018

Að mörgu er að hyggja í jólaundirbúningnum en foreldrafélag leik- og grunnskólans, nemendafélag Víkurskóla ásamt Mýrdalshreppi og fleiri velgjörðarmönnum standa að jólaþemasíðdeginu.

Í skólanum verður opið hús frá kl. 16:00 – 18:00 þar sem hægt verður að taka sér ýmislegt fyrir hendur.

Í lok dags eða um kl. 18 förum við öll saman út á Guðlaugsblett þar sem ljósin á jólatré okkar Mýrdælinga verða tendruð.

 

Ýmis verkstæði verða í boði:

 

LAUFABRAUÐ

Seld verða ósteikt laufabrauð, þau skorin og steikt á staðnum. Gott er að hafa með sér bretti, hnífa, laufskurðarjárn (þeir sem geta) og box undir laufabrauðin.

Margar hendur vinna létt verk og því væri afar vel þegið að fá sjálfboðaliða til að aðstoða við steikingu, pressun og fleira tengt laufabrauðinu. Kannski 10 mínútur í senn hver J

Áhugasamir gefi sig fram við Kollu Möggu á kmm1@keilir.net

 

Laufabrauðin þarf að panta - 10 stk 1.200 kr.

Pantanir berist á netfangið kmm1@keilir.net eða í síma 844-1142 (Kolla Magga) eigi síðar en föstudaginn 23. nóvember.

 

PIPARKÖKUSKREYTINGAR

Hægt að setjast niður og mála og skreyta piparkökur.

JÓLAFÖNDUR

Allskonar föndur í boði, jólakort, perla skraut á jólatréð og margt fjölbreytt í boði.

SPIL OG LEIKIR

Á jólum er víða mikið spilað og ætlum við að hita aðeins upp og spila ýmis borðspil.

 

Hægt er að rölta á milli verkstæða og taka þátt í öllu, en tilgangur samverunnar er ekki síst sá að koma saman og eiga saman notalega stund í anda jólanna. Vinsamlegast athugið að börnin komi í fylgd með foreldrum / forráðamönnum J

Mætum með jólaskapið og eigum notalega stund!

Allir hjartanlega velkomnir.

Prenta Prenta