Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Athugaverðir staðir

 

Áhugaverðir staðir – samantekt eftir Sigrúnu Lilju Einarsdóttur

 

Sólheimaheiði  mynd eftir Þ. N. Kjartansson

Sólheimaheiði er heiði sem er að miklum hluta basaltsvæði, frekar illa gróið og nema hlíðarnar að sunnan. Undir heiðinni standa Sólheimabæirnir og litlu vestan við bæina rennur lítil bergvatnsá er ber heitið Húsá. Áður fyrr voru miklu fleiri búendur á gjöfulum Sólheimajörðunum. Kirkja var á Sólheimum, nefndist sóknin Sólheimasókn en henni tilheyrðu bæir vestan Klifanda. Fyrir neðan bæina er Sólheimasandur og niður sandinn rennur Jökulsá á Sólheimasandi og á það landflæmi að vera enn eitt handverk Kötlu. En af því fara tvennar sögur. Sagan segir að Loðmundur á Sólheimum hafi verið fjölkunnugur mjög og ósjaldan átt í illdeilum við nágranna sinn, Þrasa í Skógum, sem ekki síður kunni ýmislegt fyrir sér í fjölkynngi. Hafi þeir oft á tíðum skipst á að veita ánni inná land hvors annars og þannig sé tilvera sandauðnarinnar tilkominn. Er uppá heiðina er komið er útsýnið stórfenglegt yfir þetta afkvæmi Loðmundar og Þrasa (eða Kötlu) og er hægt að aka langleiðina upp að Mýrdalsjökli á vel búnum bílum. Fyrir ævintýraþyrsta ferðalanga er rekin þar snjósleðaleiga yfir sumarmánuðina.

 


Pétursey 

mynd eftir Þ. N. Kjartansson

Pétursey er fallegt fjall, 275 metra hátt, með hamraflugum hið efra yfir blómskrúðugum brekkum, efnið er að mestu móberg með nokkrum basaltinnskotum. Eyjan hefur ekki farið varhluta af búsetu fýlsins, enda ber gróður hennar þess merki að víða hefur honum verið séð fyrir ærnum áburði, eins og reyndar í flestum hömrum í Mýrdalnum. Lengi vel og enn í dag er sá átrúnaður að í Pétursey sé að finna híbýli álfa og huldufólks enda eru þar margir álagablettir sem ekki má hrófla við.

 

 


Dyrhólaey 

mynd eftir Þ. N. Kjartansson

Dyrhólaey eða Portland eins og eyjan er oft nefnd af sjómönnum, er einstakur höfði, 110-120 fermeta hár með þverhníptu standbergi í sjó vestan, en meira aflíðandi og grasbrekkur að norðan. Suður úr henni klettatangi, Tóin, með gati í gegn, dyrunum sem eyjan ber nafn af. Sagan segir að einhvern tímann hafi margir bátar verið innilokaðir í höfninni af rauðkembingi sem teppti útkomuna. Hafi einn sá hugaðasti ráðist í að róa út úr höfninni en þá hafi rauðkembingurinn orðið hans var og elt hann. Komst hann nauðlega aftur í land en við lá að hvalurinn færði´þá í kaf eða bryti bátinn, þótt þeir réru lífróður. Var eini vegurinn að komast í gegnum Tónna en þá lá við að þeir brytu bátinn og árár tóku í beggja megin og komust þeir lífs af á land. Ekki lagði Rauðkembingurinn í að fara þar á eftir þeim enda hefur gatið verið mun minna þá en í dag og hafði aldrei verið róið þar í gegn nema einu sinni áður. Eyjan og allir drangarnir út af Dyrhólaey eru friðlýstir. Dyrhólaey er syðsti tangi landsins en lengi vel var Kötlutangi sem til var við Kötlugosið 1918 talinn skaga sunnar en eyjan.Mjög fjölbreytt fuglalíf er í eynni og hefur henni verið lokað undanfarin ár meðan á varptíma stendur. Vestan undir eyjunni er Dyrhólahöfn en þar var fyrrum útræði stundað. Margir drangar eru í sjó, einn þeirra er Háidrangur, Hann kleif Hjalti Jónsson, öðru nafni Eldeyjar-Hjalti og síðar konsúll 1893, og festi hann járnnagla og gadda svo hann hefur verið fær síðan. Þótti Hjalti sína við þetta mikla dirfsku og fræknleik.

 


Skeiðflatarkirkja 

mynd eftir Þ. N. Kjartansson

Skeiðflatarkirkja var reist nálægt síðustu aldamótum þegar Dyrhóla- og Sólheimakirkjur voru lagðar niður og sóknirnar sameinaðar. Við Skeiðflatarkirkju er Litli-Hvammur en þar reisti Stefán Hannesson kennari og hagyrðingur sér hús, en þar stóð barnaskóli þess hluta hreppsins sem er austan Klifanda. Skólahúsið var í áratugi aðalsamkomuhús hreppsins, þar sem þinghald var háð og dans stiginn.

 

 

 


Loftsalahellir 

mynd eftir Þ. N. Kjartansson

Loftsalahellir er í suðaustanverðu Geitafjalli, allstór hellisskúti. Þessi hellir er hinn forni þingstaður bænda í Mýrdal en nálægt honum er þúst ein í brekku er nefnist Gálgaklettur. Talið er að skv. nafngiftinni hafi farið þar fram aftökur sakamanna fyrr á öldum en ekki eru til beinar heimildir er bera því öruggt vitni. Árið 1886 samþykkti þingheimur bænda í Loftsalahelli tillögu þess efnis að skora á Vestmannaeyjakaupmenn að senda verslunarskip til Víkur.

 

 

 


Reynishverfi 

mynd eftir Þ. N. Kjartansson

Reynishverfi. Vestan Reynisfjalls liggur vegur suður með öllu fjallinu og ef hann er ekinn til enda þá er komið að syðsta bæ landsins Görðum. Rétt vestan við bæinn Garðar er jörðin Hellur en þar bjó síra Jón Steingrímsson eldklerkur ásamt bróður sínum, Þorsteini í tvo vetur. Bjuggu þeir í hellisskúta einum inní móbergsklöpp þeirri er þar stendur og má þar ennþá finna ummerki um búsetu í áðurnefndum helli. Síra Jón var einnig prestur á Felli í Mýrdal áður en hann hóf prestskap á Prestbakka á Síðu. Ef farið er niður í fjöru má sjá mjög fallegar stuðlabergsmyndanir syðst í Reynisfalli og er þar að finna forkunnafagran helli er nefnist Hálsanefshellir. Í Reynishverfinu stendur Reyniskirkja en í gamla kirkjugarðinum hvílir meðal annars Sveinn Pálsson læknir (1762-1840). Hann var einn kunnasti náttúrufræðingur Íslands fram til þess tíma.

 


Reynisfjall 

mynd eftir Þ. N. Kjartansson

Reynisfjall stendur við þorpið í Vík. Upp á fjallið liggur 340 m brattur og erfiður vegur sem er fær fjórhjóladrifsbílum upp frá Vík Þessi vegur var lagður í seinni heimsstyröldinni fyrir breska og bandaríska herinn og var í mörg ár rekin þar lóranstöð. Hægt er að keyra alla leið fram á brún á fjallinu. Þar er hægt að komast í seilingarfjarlægð frá lundanum og sést þar ofaná Reynisdrangana. Mjög mikið fuglalíf er í fjallinu og stunda heimamenn lundaveiði í nokkrum mæli. Sunnan í fjallinu að vestanverðu er óvenju fagurformaðar stuðlabergsmyndanir og hellisskútar sem vert er að skoða.

 


Heiðarvatn 

Heiðarvatn er inní Heiðardal sem er rétt fyrir norðan Vík. Náttúrufegurð er mikil í Heiðardalnum. Úr Heiðarvatni rennur Vatnsá sem er ein af fallegustu laxveiðiám landsins en einnig má geta þess, svona til gamans, að Vatnsá er eina áin á Suðurlandi sem rennur í norður.

 

mynd eftir Þ. N. Kjartansson

 


Reynisdrangar 

mynd eftir Þ. N. Kjartansson

Reynisdrangar eru allt að 66 metra háir drangar sem rísa úr sjó fyrir framan undir Reynisfjalli og sjást þeir mjög vel frá Vík. Stærsti drangurinn er hinn þrítyppti Langsamur sem minnir á þrímastrað skip. Áfastur honum er Landdrangur og sá þriðji er ýmist nefndur Háidrangur eða Skessudrangur. Um dranga þessa er sögð sú þjóðsaga, að þar hafi tröll tvö verið að draga þrísiglt skip að landi, en dögun náði þeim áður en þau náðu fjallinu, og bæði þau og skipið þá orðið að steini. Reglulega er siglt í kringum drangana og gefst gestum og gangandi tækifæri á að skoða hrikalega náttúrufegurðina og fjölskrúðugt fuglalí.

 


Vík  

mynd eftir P. Makowska

Vík. Kauptún, byggt í landi Víkurbæja og á Víkursandi. Íbúatala í dag er um 500 og er aðalatvinnuvegur þjónusta við bændur og ferðamenn ásamt ýmis konar framleiðslu. Útræði var fyrrum en erfitt sökum hafnleysu og brims. Verslun hófst í Vík upp úr 1890 og uppúr því hófst byggðarmyndun í kringum verslunarstörf, uppskipun og útræði. Fyrir ofan kauptúnin standa býlin Suður-Vík og Norður-Vík. Ef þú vilt fræðast nánar um sögu Víkur, smelltu þá á söguhnappinn.

 


Höfðabrekka 

mynd eftir Þ. N. Kjartansson

Höfðabrekka er austasti bær fyrir vestan Mýrdalssand. Höfðabrekka er gamalt höfðuból, kirkjustaður og stórbýli til forna. Í Kötluhlaupi árið 1660 tók bæin af og var hann þá fluttur upp á heiðina og var hann ekki fluttur niður aftur fyrr en 1964. Á 17. öld bjó fræg ætt á Höfðabrekku en talið erað í eigu þeirra hafi verið virtasta handrit Eddukvæða; Konungsbók Sæmundar-Eddu. Á Höfðabrekku fæddist Magnús Stephensen (1836-1917) landshöfðingi. Þar fæddist líka Einar Ólafur Sveinsson prófessor og fyrsti forstöðumaður Handritastofnunar Íslands 1899. Við Höfðabrekku er kenndur þekktasti draugur Mýrdalsins, Höfðabrekku-Jóka sem var alræmdur draugur fyrr á öldum og ganga af henni ýmsar sagnir. Var Jóka áður húsfreyja á Höfðabrekku en mislíkaði, er vinnumaður hennar, Þorsteinn að nafni, gat með dóttur hennar barn, og heitaðist við hann. Þegar Jóka var dáin tók fljótlega að bera á henni m.a. sást hún oft í búri, skammtaði þar mat en lét jafnan mold saman við. Að Þorsteinni vinnumanni sótti hún svo, að hann varð að flýja út í Vestmannaeyjar og hélst hann þar við í 19 vetur. Er hann kom loks í land, þá beið Jóka hans í fjörunni og þreif hún Þorsteinn á loft og færði hann svo hart niður að hann var jafnskjótt dauður.

Í dag er rekið myndarlegt hótel að Höfðabrekku.

 


Höfðabrekkuheiði  

mynd eftir Þ. N. Kjartansson

Höfðabrekkuheiði. Vegfarendur sem eru á ferð um Mýrdalshrepp ættu ekki að láta það fara framhjá sér að aka inn Höfðabrekkuheiðar sem er fær fjórhjóladrifsbílum. Þetta var þjóðleiðin austur að Mýrdalssandi í um það bil 20 ár, þangað til Jónsmessuhlaupið í Múlakvísl árið 1955 rauf hana. Ekki er hægt að lýsa öllu sem hægt er að sjá á þessari þessari stórkostlegu leið. Sjón er sögu ríkari.

 

 


Hjörleifshöfði 

mynd eftir Þ. N. Kjartansson

Hjörleifshöfði, klettahöfði úr móbergi á suðvestanverðum Mýrdalssandi 221m hár. Hefur áður náð í sjó fram, en nú nær sandurinn langt suður fyrir höfðann. Í Landnámu segir svo að Hjörleifur hafi numið land í Hjörleifshöfða. Þar var hann veginn og er haugur hans talinn vera efst á höfðanum. Hjörleifshöfði þótti mjög góð bújörð, rík af hlunnindum og með góðar en brattar slægjur. Lengst af var bæjarstæðið vestanundir Höfðanum en tók af í Kötluhlaupi árið 1660. Þá var bæjarstæðið fært uppá sunnanverðan höfðann og var þar þangað til Höfðinn fór í eyði er síðasti ábúandinn brá búi 1936. Meðal ábúenda í Hjörleifshöfðavar Markús Loftsson, sérmenntaður fræðimaður og vísindamaður. Bjó hann í fornum og þröngum húsakynnum og vildi ekki hrófla við neinu. Eftir lát hans byggði Hallgrímur Bjarnason nýtt íbúðarhús í Höfðanum og raskaði þannig gömlu hýbýlunum, þvert á vilja Markúsar og eftir það fara sögur af því að ekki hafi verið búandi í Höfðanum sökum draugagangs og annars konar hindurvitna. Segja menn að raskað hafi verið því jafnvægi sem Markús vildi við hafa við hin duldu öfl. Markús lét jarðsetja sig efst uppá Höfðanum við hlið Hjörleifshaugs og hvílir hann þar ásamt konu sinni, Áslaugu Skæringsdóttur, ónefndu barni þeirra og bróður Markúsar, Sigurði Loftssyni.

Heimildir:

Árbók Ferðafélags Íslands, 1975.

Guðmundur Páll Ólafsson:Perlur í náttúru Íslands. Mál og Menning, Reykjavík 1990.

Sunnlenskar Byggðir – Skaftárþing, VI. bindi. Búnaðarsamband Suðurlands, 1985.

Myndir eftir Þ.N. Kjartansýni, P. Makowska

 

Prenta Prenta