Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið í Vík
Tjaldsvæðið í Vík er rétt við Víkurþorp. Á tjald svæðinu er boðið upp á flesta þá þjónustu er tjaldgestir þurfa svo sem rafmagn fyrir húsbíla og í þjónustuhúsi eru salerni, heitt og kalt vatn, sturtur og aðstaða til að matast. Stutt er í alla þjónustu sem er í göngufjarlægð frá tjaldsvæðinu. Vík er aðeins í rúmlega tveggja klukkustunda keyrslufjarlægð frá Reykjavík. Mýrdalurinn skartar fögru, ósnortnu umhverfi og einstakri náttúrufegurð. Margar helstu náttúrperlur Íslands eru í og við Vík svo sem Dyrhólaey og Reynisdrangar. Mikið er til af fallegum gönguleiðum í Vík og nágrenni. Fuglalíf er með eindæmum enda er veðurfar einstaklega milt, jafnt á sumri sem að vetri.
Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 30. október. Á veturnar er tjaldsvæðið lokað.
Staðsetning:
Heimilisfang: Klettsvegur 7, 870 Vík
Netfang: vikcamping@vikcamping.is , vikcamping@gmail.com
Sími: 4871345
Heimasíða: www.vikcamping.is
Verðlist:
- Gisting: 1.500 kr. á mann
- Frítt fyrir börn yngri en 14 ára
- Rafmagn: 800 kr.
- Smáhýsi: 20.000 kr.
- WiFi: frítt
- Sturta: 300 kr.
- Þvottavél: 500 kr.
- Þurrkari: 500 kr.

Þakgil 
Náttúruperlan Þakgil er staðsett á Höfðabrekkuafrétti milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands 15 km frá þjóðveginum. Eins og nafn gilsins bendir til er þar mikil veðursæld og stórbrotin náttúra. Beygt er út af þjóðveginum við Höfðabrekku sem er 5 km austan við Vík. Ekið er sem leið liggur inn á heiðar, eftir vegi sem var þjóðvegur nr. 1 til 1955, þar til komið er að skilti sem bendir inn í Þakgil. Vegurinn inn í Þakgil er fær öllum bílum.
Á þessu svæði eru margar fallegar gönguleiðir við allra hæfi. Tjaldsvæði, snyrting og sturta eru á staðnum. Matsalurinn er náttúrulegur hellir og í honum eru borð og bekkir og bæði kamína og grill.
Svæðið er tilvalið til gönguferða hvort sem er á sléttlendi í Remundargili og út að Múlakvísl eða sem er meira krefjandi t.d. uppá Mælifell og fram Barð eða upp að jöklinum og út á Rjúpnagilsbrún en þaðan er ægifagurt útsýni yfir Kötlujökulinn, Huldufjöll og undirlendi suð-austurlands. Þaðan sérst m.a. til Lómagnúps og Vatnajökuls. Síðan er hægt að ganga eftir jöklinum í Huldufjöll en það er krefjandi og krefst sérstaks útbúnaðar og leiðsagnar.
Þakgil er opið frá 1. júní til 15. september 2020.
Staðsetning:
Heimilisfang: Höfðabrekkuafrétti, 871 Vík
Sími: 8934889
Netfang: helga@thakgil.is
Heimasíða: www.thakgil.is
Facebook: Þakgil Höfðabrekkuafrétti
Verðlist:
- Gisting: 2.300 kr. nóttin fyrir 12 ára og eldri
- 12-16 ára greiða fyrir 1 nótt þó að gist sé 2 nætur eða fleiri.
- 1 sturta innifalin fyrir hverja nótt
- Smáhýsi: 25.000 kr. nóttin
