Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Golfvölluruinn í Vík  

Golfklúbburinn í Vík var stofnaður 1992. Árið 1993 lét stjórn klúbbsins hanna níuvholu golfvöll fyrir klúbbinn á landssvæði í eigu Mýrdalshrepps. Til verksins var fenginn Hannes Þorsteinsson golfvallarhönnuður á Akranesi. Strax í fyrstu heimsókn sinni til Víkur varð Hannes heillaður af vallarstæðinu sem er um margt sérstakt og stórbrotið. 

Völlurinn liggur fast að tjaldsvæði Mýrdælinga í göngufæri frá þorpinu, girtur hamrabelti með útsýni á Hjörleifshöfða til austurs með sjóinn, Reynisdranga og Reynisfjall í suðri. Sex af níu brautum vallarins eru byggðar í sandbrekku undir Víkurhömrum, ofan gamla þjóðvegarins austur frá Vík sem sker völlinn eftir endilöngu. Reiknað er með að þessi gamla þjóðleið sé reiðvegur og göngustígur. Heildarlengd vallarins er um 2.720 metrar. Um er að ræða 3 brautir par 3, 4 brautir par 4, ein braut par 5 og 1. braut vallarins er par 6, sú eina á landinu. 

Við golfskálann er stórt pútt og vippsvæði. Þar er einnig æfingasvæði til að slá lengri högg en nauðsynlegt er að koma með sína eigin bolta. Lengdarmælingar og flaggstangir eru á svæðinu sem kylfingar geta nýtt sér.

Golfarar þurfa að sjá sjálfir um að greiða vallargjaldið í kassann sem er við hliðina á innganginum framan á golfskálanum. Vallargjaldið er 3.000 kr. Rástímapantanir fyrir stærri hópa í síma 6941700

Sími: 6941700

Heimasíða: www.golf.is/gkv

Netfang: golf@vik.is                                                         

Facebook: Golfklúbburinn Vík

 

                    

 

 

 

Prenta Prenta