Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Gönguleiðir 

Textar eru teknir af heimasíðu Kötlu Jarðvangs 

http://www.katlageopark.is/um-jardvanginn/kort/gonguleidakort/

Hægt er að nálgast má kortin í upplýsingarmiðstöðinni í Kötlusetri, en þar eru einnig til sölu göngukort fyrir Skaftárhrepp og Rangárþingi eystra. Þessi þrjú sveitarfélög mynda saman Kötlu UNESCO Global Geopark.  

 

Höfðabrekkuheiðar

Vegalengd: 11km            Hækkun: -20 m                                Tími: 4-5 klst                     

Upphafsstaður: Þakgil á Höfðabrekkuafrétti. Fært er á öllum bílum inn í Þakgil. Ekið er af þjóðvegi [1] um Kerlingardalsveg [214] og áfram inn heiðarnar (gamla þjóðveginn).

Leiðarlýsing: Gengið er frá Þakgili með veginum að Léreftshöfði. Þegar komið er upp á Léreftshöfuð er farið af veginum í efstu beygju og gengið til suðurs með brúnum. Gengið er fram Seldalsbrýr yfir Þuragil að Össuheiði. Fyrir framan Össuheiði er farið yfir Súgandagil sem er framhald af Illagili en eins og nafnið gefur til kynna getur það verið erfitt yfirferðar. Eftir Súgandagil verður brúnum fylgt áfram fram á Núpa, þar er gengið að vegi og honum fylgt þar til að komið er að skilti sem á stendur Reynisbrekka. Frá Reynisbrekku er veginum fylgt til Víkur. Hægt er þó að sameina þessa göngu hjá Núpum við leið G 11-Höfðabrekkuháls og halda svo áfram til Víkur. Það lengir leiðina um 8 km.


Austurafréttur

Vegalengd: 17 km           Hækkun: 500–600 m      Tími: 6-8 klst.    

 

Upphafsstaður: Þakgil. Fært er á öllum bílum inn í Þakgil. Ekið er frá þjóðvegi [1] um Kerlingardalsveg [214] og áfram inn heiðarnar (gamla þjóðveginn).

Leiðarlýsing: Gengið eftir Þakgili að Miðfellshelli en þar lágu gangnamenn við á haustin. Þaðan er gengið eftir vegarslóð með Miðfell á hægri  hönd, upp Miðafrétt austan Miðtungugils inn að fossinum Leyni, þaðan norður um Sker (749 m) austur á Rjúpnagilsbrýr , síðan er gengið niður Austurafrétt (Höfðabrekkuafrétt), að Iðrunarstandi, um Árnabotna og Vestureggjar og þaðan niður í Þakgil ( G-10) eða á vegarslóð austan Hvolhöfuðs.


Remundargil

Vegalengd: 12,5km        Hækkun: 250 m               Tími: 3-5 klst     

Upphafsstaður: Þakgil. Fært er á öllum bílum inn í Þakgil. Ekið er frá þjóðvegi [1] um Kerlingardalsveg [214] og áfram inn heiðarnar (gamla þjóðveginn).

Leiðarlýsing: Gengið er frá Þakgili fram gilið, farið er upp austan megin á móts við Miðfellshelli og yfir hálsinn í austur átt að Remundargili. Þegar komið er niður í gilið er gengið inn eftir því inn að Remundargilsfossi. Gengið er til baka sömu leið að hluta og fram úr gilinu fram fyrir Remundargilshöfuð. Gengið er inn með Remundargilshöfði inn gil milli þess og Vatnsrásarhöfuðs. Þar upp í skarðinu er stórkostlegt útsýni yfir Höfðabrekkujökul sem brýst fram úr Mýrdalsjökli. Til baka er gengið í gegnum Láguhvola, framan við Hvolhöfuð og veginum svo fylgt inn í Þakgil.


Höfðabrekkuháls

Vegalengd: 8 km             Hækkun: 210 m               Tími: 2-3 klst                     

Upphafsstaður: Ekið er frá þjóðvegi [1] um Kerlingardalsveg [214]. Beygt er að Hótel Kötlu á Höfðabrekku. Þar hefst gangan.

Leiðarlýsing: Gengið suður að þjóðveginum, austur með honum að Kötlugarði. Þar er sveigt að fjallsrótum austur með Höfðabrekkuhömrum og Runkakórum að Kaplagörðum. Þar gengið upp Kaplagarða eftir gamalli þjóðleið upp á brúnina. Fyrst er komið að Klukknahelli svo að gamla bæjarstæðinu og kirkjugarðinum. Niður af gamla bæjarstæðinu er Tíðabrekka. Af Háfelli (295 m) er gott útsýni. Loks er gengið vestur Höfðabrekkuháls að upphafsstað.


Reynisfjall

Vegalengd: 6 km             Hækkun: 250 m               Tími: 2-4 klst.                    

Upphafsstaður: Vík í Mýrdal - Hjá Kötlusetri (Brydebúð) í Vík.

Leiðarlýsing: Gengið um Reynisfjallsveg upp á Reynisfjall. Þegar komið er upp er leiðin stikuð. Gengið er með austurbrún fjallsins fram á bergið fyrir ofan Reynisdranga (eða veginn að gömlu Lóranstöðinni), síðan eftir vesturbrún til móts við Presthús. Þaðan austur yfir að veginn upp á fjallið og síðan niður sömu leið.

 – Ganga um norðurhluta fjallsins eftir austurbrúnum þess inn fyrir Innra Grafarhöfuð og síðan til baka með vesturbrúnum lengir gönguna um allt að 4 km.


Hatta

Vegalengd: 10 km           Hækkun: 500 m                               Tími: 4-5 klst                     

Upphafsstaður: Vík í Mýrdal - Bílastæði við Víkurkirkju. Leiðin er stikuð.             

Leiðarlýsing: Gengið um Bratthól upp á Víkurheiði og á Höttu (504 m). Gengið er sömu leið til baka með brúnum Víkurheiðar.


Grafargil

Vegalengd: 5,5 km         Hækkun: óveruleg         tími: 2-3 klst        

Upphafsstaður: Vík í Mýrdal – Bílastæði við Víkurkirkju. Leiðin er stikuð.

Leiðarlýsing: Gengið frá Víkurkirkju að hlíðum Víkurheiðar, inn með hlíðunum neðan við Bratthól, framhjá Norður-Víkurgerði upp á Bæjarhrygg. Með hryggnum norðanverðum,  framhjá gamalli sundlaug að Grafargili. Með gilinu að austanverðu og upp á Veðurháls. Farið á vaði (eða stiklað á steinum) yfir Víkurá og gengið vestur fyrir Grafarhól að norðan. Þar er farið framhjá hestaleiði og svo að Grafargili. Gengið eftir gilinu framhjá brúarstæði sauðabrúar sem þar var og sauðabóli fram á gamla þjóðveginn um Grafargil. Yfir brúna og eftir veginum upp á brún og síðan eftir Víkurgili og Syngjanda að upphafstað.


Hjörleifshöfði

Vegalengd: 4 km             Hækkun 200 m                 Tími: 1-2 klst                     

Upphafsstaður: Við miðjan sunnanverðan Hjörleifshöfða á áfangastað Kötlu Jarðvangs. Ekið er frá  þjóðvegi [1] um merktan veg niður að Hjörleifshöfða. Gönguleiðin er stikuð.

Leiðarlýsing: Mælt er með að ganga þessa leið réttsælis. Gengið upp úr Bæjarstaðagilinu sunnan megin. Þegar upp er komið er sveigt til suðurs. Fyrst er gengið um svæði sem heitir Hurðarbök en sunnar um svokallaða Dalabotna, með klettaborg sem heitir Sauðafell á vinstri hönd. Ekki er ólíklegt að þetta sé leiðin sem Ingólfur Arnarson og menn hans báru Hjörleif til greftrunar uppi á hæsta hnúk Höfðans. Eftir að hafa notið útsýnisins og skoðað grafreitinn og Hjörleifshaug er haldið til vesturs, niður Hjörleifshraun, eftir þýfðri grastorfu og þaðan sveigt til norðurs fram á brún svokallaðrar Bæjarbrekku. Þar blasir við gamla túnið ásamt bæjarrústunum tveim sem þar eru ásamt svörtu sandhafinu sunnan Höfðans. Áfram er haldið niður að rústunum og síðan niður Klifið og inn með rótum Sláttubrekku inn í Bæjarstað þar sem ferðin hófst.

Prenta Prenta