Upplýsingarmiðstöð

 

Kötlusetur - Menningar og ferðaþjónustumiðstöð 

Kötlusetur var stofnað árið 2010 og er menningarmiðstöð Mýrdælinga. Kötlusetur rekur upplýsinga- og öryggismiðstöð fyrir ferðamenn ásamt því að sinna ýmsum verkefnum tengdum menningu, ferðaþjónustu og ýmiss konar fræðastarfi. Í Kötlusetri er einnig náms- og kennsluver á vegum Háskólafélags suðurlands og Fræðslunets - símenntunar á Suðurlandi þar sem námsaðstaða er fyrir nemendur, góð aðstaða til fundahalda og fjarfundabúnaður. Öllum er heimilt að nýta náms- og kennsluverið og ekki er tekið gjald af námsmönnum. Einnig bjóðum við uppá ráðgjafaþjónustu, aðstoð við áætlanagerð, verkefnastjórnun og umsóknir í uppbyggingasjóð Suðurlands.

Kötlusetur er opið allt árið þó með breytilegum opnunartíma, yfir sumarmánuðina er lengri opnun en á öðrum árstímum. Alltaf er tekið á móti gestum, hvort sem er hópum eða einstaklingum, en best er að gera boð á undan sér með því að hringja eða senda tölvupóst. Gestir geta skoðað sýninguna um Kötlu Jarðvangs, Mýrdalinn, mannlífið og náttúruna og sé eikarbátinn Skaftfelling sem stendur til að búa til sýningu um. Endilega hafið samband ef þið viljið styrkja sýninguna. Í Kötlusetri er ávallt lagt upp með að selja handunnar vörur og bækur af svæðinu.

Heimilisfang: Víkurbraut 28, 870 Vík

Sími: 4871395 ; 8951395

netfang: info@vik.is

Heimasíða: www.kotlusetur.is

Facebook: Kötlusetur/Upplýsingarmiðstöðin Vík

 

 

 

Mırdalshreppur
Austurvegi 17 • 870 Vík
Sími: 4871210 • Fax: 4871205
myrdalshreppur@vik.is