Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Viðburðadagtal

Júlí 2020
SMŞMFFL
2829301234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Fyrri dagurFimmtudagurinn 2. júlí 2020Næsti dagur
02. júlí 2020 - kl. 18:00 - 02. júlí 2020 - kl. 19:30

BAKKABRÆÐUR

Stağsetning:

Tjaldsvæð við Kirkjubæ II

Leikhópurinn Lotta sýnir Bakkabræður á Kirkjubæjarklaustri 2. júlí 2020. Sýningin verður kl. 18:00 á Tjaldsvæðinu á Kirkjubæ II. Sýningin er í boði Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps og því um að gera að gera sér skemmtilega ferð á Klaustur og njóta sýningarinnar ykkur að kostnaðarlausu. Bakkabræður er sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman. Þar sem sýningarnar eru utandyra er um að gera að klæða sig eftir veðri, pakka smá nesti og hella vatni í brúsa og halda svo á vit ævintýranna í Ævintýraskóginum. Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Lotta hefur sérhæft sig í utandyra sýningum á sumrin og ferðast nú 14. sumarið í röð með glænýjan fjölskyldusöngleik. Í sumar setur Leikhópurinn Lotta upp frábæra sýningu byggða á þjóðsögunum um Bakkabræður. Í meðförum Lottu má segja að Bakkabræður fái tækifæri til að segja okkur sögu sína á sínum forsendum og leiðrétta þær rangfærslur sem hafa ratað í þjóðsögurnar. Bakkabræður eru 13. frumsamdi söngleikurinn sem Leikhópurinn Lotta setur upp, að venju er fjörið í fyrirrúmi, mikið af gríni, glensi og skemmtilegum lögum þó undirtónninn sé alvarlegur og boðskapurinn fallegur. Kirkjubæjarklaustur og Vík í Mýrdal hafa tekið sig saman og ákveðið að bjóða íbúum beggja sveitarfélaga frítt á sýningar Lottu í ár, bæði vetur og sumar. Í vetur kom Hans klaufi í heimsókn til Víkur og í sumar heimsækja Bakkabræður Klaustur! Leikstjórn: Þórunn Lárusdóttir Leikarar: Andrea Ösp Karlsdóttir, Huld Óskarsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson, Sigsteinn Sigurbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson og Viktoría Sigurðardóttir. Leikskáld: Anna Bergljót Thorarensen Höfundar tónlistar: Baldur Ragnarsson, Rósa Ásgeirsdóttir, Þórður Gunnar Þorvaldsson. Höfundar lagatexta: Anna Bergljót Thorarensen og Baldur Ragnarsson Hljóðhönnun og útsetningar: Þórður Gunnar Þorvaldsson Búningahönnun: Kristína R. Berman Danshöfundur: Viktoría Sigurðardóttir Leikmyndahönnun: Andrea Ösp Karlsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson Leikmunir: hópurinn Bestu kveðjur, Leikhópurinn Lotta
 
Prenta Prenta