Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Viðburðadagtal

Október 2019
SMŞMFFL
293012345
6789101112
13141516171819
20212223242526
272829303112
FyrriNúnaNæsti
Fyrri dagurLaugardagurinn 12. október 2019Næsti dagur
12. október 2019 - kl. 10:00 - 12. október 2019 - kl. 12:00

Björgun úr bílflökum: Opin æfing hjá Slökkviliðinu í Vík

Stağsetning:

Gámasvæðið í Vík

https://www.facebook.com/events/483628258908102/
Á laugardagsmorgun 12.október verður slökkviliðið í Vík með opna æfingu þar sem gestum býðst að fylgjast með björgun úr brennandi bílflökum. Þurfum við að segja meira? Þetta verður sjónarspil! Það passar fullkomlega að skella sér í fræðslugöngu með Möggu Steinu og kíkja svo á æfinguna, eða mæta fyrst á æfinguna og kíkja svo í kaffi á skrifstofu Mýrdalshrepps. Þá er við hæfi að kíkja á opnun myndlistarsýningar eftir kaffi. On Saturday October 12th, the fire department in Vík will have an open training where guests can watch as the firemen take on the challenge of putting out fires in flaming cars. Need we say more? This is a sight to see!
12. október 2019 - kl. 11:00 - 12. október 2019 - kl. 16:00

Regnbogamarkaður 2019

Stağsetning:

Leikskálar

https://www.facebook.com/events/1017005928645438/
Regnbogamarkaðurinn verður settur upp af miklum metnaði í ár og hafa flottir aðilar nú þegar staðfest komu sína. Ef þú vilt bóka söluborð á markaðnum, vinsamlega hafið samband í síma 8686441 eða á netfangið vik50@simnet.is fyrir laugardaginn 5.október. Eftirfarandi söluaðilar hafa staðfest komu sína: Verslunin Útgerðin í Vestmannaeyjum Litla skvísubúðin í Vestmannaeyjum Villt og alið á Hellu Kidda á Klaustrinu Addý, Aníta og Agnes
12. október 2019 - kl. 11:00 - 12. október 2019 - kl. 12:00

Opis hús skrifstofu Mýrdalshrepps

Stağsetning:

Austurvegur 17

facebook.com/myrdalshreppur/
Í tilefni af endurnýjun á skrifstofu Mýrdalshrepps langar okkur að bjóða gestum og gangandi í heimsókn. Opið hús verður á Regnbogahátíðinni, þann 12. október á milli 11-12, kaffi og með því. Við hlökkum til að sjá ykkur !!!
12. október 2019 - kl. 12:00 - 12. október 2019 - kl. 14:00

Er allt sem sýnist? - Sjónarhorn blinda augans í Mýrdalnum

Stağsetning:

Súpufélagið

https://www.facebook.com/events/833054230424900/
Augun eru myndavélin okkar út í lífið! Að því sögðu býður Svavar Guðmundsson regnbogagestum að koma og spreyta sig á nokkrum mismunandi SJÓNPRÓFUM. Hægt verður að kaupa SJÓNPRÓFIÐ til þess að æfa sig enn frekar heima fyrir. SJÓNPRÓFIÐ kostar kr. 1000,-....sjón er sögu ríkari. Samhliða sjónprófum mun Svavar opna ljósmyndasýningu sem nefnist SJÓNARHORN BLINDA AUGANS Í MÝRDALNUM en myndefnið er úr Vík og nágrenni. Staður og stund: Súpufélagið kl:12-14, laugardaginn 12 október. Smakk úr nærsveitinni verður í boði, vonast til að „sjá“ sem flesta.
12. október 2019 - kl. 12:00 - 12. október 2019 - kl. 13:00

Opnun myndlistasýningar: Viti project

Stağsetning:

Skaftfellingur

https://www.facebook.com/events/456988391566336/
Fyrir ári síðan ákvað Mathilde Morant að gera vatnslitamynd af hverjum einasta vita á Íslandi. Í sumar ferðaðist hún fjara á milli og í dag hefur hún lokið við 79 myndir. Samtals eru 104 virkir vitar á landinu svo hún er langt komin. Á Regnbogahátíðinni mun Mathilde sýna valin verk í Skaftfellingsbúð en þau tóna vel við skipið Skaftfelling ásamt sögu skipsstranda á hinni vandrötuðu, hafnlausu strönd Suðurlands. Sýningin opnar formlega á hádegi laugardaginn 12.október og mun listakonan sjálf mæta og kynna verkefnið í máli - og máluðum myndum. Mathilde heldur úti facebook og instagram síðu sem nefnist Viti Project. https://www.facebook.com/vitiproject/
12. október 2019 - kl. 13:00 - 12. október 2019 - kl. 17:00

Opin vinnustofa Ey collection og vöffluboð

Stağsetning:

Garðakot

https://www.facebook.com/events/2495106964051715/
EY- COLLECTION verður með opna vinnustofu og býður gestum upp á vöfflur með rjóma og sultu, laugardaginn 12. október frá kl 13:00 – 17:00.
12. október 2019 - kl. 15:00 - 12. október 2019 - kl. 17:00

80 ára afmæli Víkverja

Stağsetning:

Björgunarsveitarskýlið

https://www.facebook.com/events/2626892234043312/?notif_t=plan_user_invited¬if_id=1569580604913519
Í tilefni 80 ára afmælis björgunarsveitarinnar Víkverja verður opið hús með standandi veislukaffi frá kl 15 til 17 laugardaginn 12.oktober, Regnbogahelgina.
12. október 2019 - kl. 17:00 - 12. október 2019 - kl. 18:00

Töframaðurinn Jón Víðis / Magic show

Stağsetning:

Íþróttamiðstöð Vík

https://www.facebook.com/events/1621881921282803/
Töfrandi skemmtun fyrir alla fjölskylduna í Íþróttahúsinu í Vík. Jón Víðis Jakobsson hefur verið starfandi töframaður frá því fyrir aldamót! Magic show for the whole family in the sports hall in Vík. Jón Víðis has over twenty years' experience as a professional magician!
12. október 2019 - kl. 19:00 - 12. október 2019 - kl. 21:00

Skemmtikvöld Regnbogans

Stağsetning:

Íþróttamiðstöð Vík

https://www.facebook.com/events/411317099784390/
Laugardagskvöldið verður sannkölluð veisla á Regnboganum 2019! Tónlistarmaðurinn og veislustjórinn Keli mun koma og kæta mannskapinnM Birgir Þóris, Ragna Björg Ársælsdóttir og Rakel Pálsdóttir troða upp með hressum tónleikum, Umhverfisverðlaun verða veitt ásamt tilkynningu um sigurvegara í skreytingakeppni hátíðarinnar. Herlegheitunum lýkur svo með flugeldasýningu í boði Björgunarsveitarinnar Víkverja klukkan 21:00. Hótel Lundi sér um sölu drykkja og að sjálfsögðu verða óáfengir drykkir í boði jafnt sem áfengir. Að lokinni flugeldasýningu er tilvalið fyrir kvöldsvæfa að koma sér í háttinn á meðan við hin komum okkur í diskógallana og málum smettin fyrir alvöru sveitaball í Leikskálum.
 
Prenta Prenta