Fyrri mynd
Nęsta mynd
Ok
Velkomin į vef Mżrdalshrepps. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna.
Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsżsl
Stjórnsżsla
Mannlķf
Mannlķf
Žjónusta
Žjónusta
EN
PL
Mżrdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Žjónustuver
Opiš frį kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sķmi 487 1210

Viðburðadagtal

Október 2019
SMŽMFFL
293012345
6789101112
13141516171819
20212223242526
272829303112
FyrriNśnaNęsti
Fyrri mįnušurOktóber 2019Nęsti mįnušur
06. október 2019 - kl. 11:15 - 06. október 2019 - kl. 12:00

Kirkjuskólinn í Vík

Stašsetning:

Víkurskóli

Minni á næstu samveru Kirkjuskólans sunnudaginn 6. október kl. 11:15 í Víkurskóla Sóknarprestur
06. október 2019 - kl. 14:00 - 06. október 2019 - kl. 15:00

Messa í Eyvindarhólakirkju

Stašsetning:

Eyvindarhólakirkja

Messa í Eyvindarhólakirkju verður haldin á sunnudaginn 6. október, kl. 14:00
10. október 2019 - kl. 22:00 - 10. október 2019 - kl. 01:00

Bjor Bingo // Beer bingo

Stašsetning:

Smiðjan Brugghús

https://www.facebook.com/events/3014128268602921/
Bjór Bingó!!! Við ætlum að byrja þessa Regnbogahátíð á því að vera með bjór bingó, fullt af vinningum í boði. // Beer Bingó!!! We are going to start this rainbow festival with a beer bingo, you even might win something fun!
11. október 2019 - kl. 10:00 - 11. október 2019 - kl. 15:00

Hönnunarsmiðja fyrir krakka í boði Ey Collection

Stašsetning:

Garðakot

https://www.facebook.com/events/2383935855192480
EY- COLLECTION verður með opna hönnunarsmiðju fyrir grunnskólanemendur föstudaginn 11. október. 1.- 4. bekkur er velkomin kl. 10:00 - 12:00, hver og einn vinnur sitt listaverk í ramma, með blandaðri tækni, einnig geta þau handgert sín eigin gjafakort ásamt því að útbúa steinasegul. 5.-10. bekkur er velkomin kl. 13:00 – 15:00, hver og einn þæfir eina stólsessu úr íslenskri ull og hafa val um að gefa hana til afnota á útikennslusvæði á Syngjanda eða eiga hana sjálf, einnig geta þau unnið sín eigin gjafakort og steinasegul. Nemendur þurfa að skrá sig í hönnunarsmiðjuna fyrir miðvikudaginn 9. október. Hægt er að skrá sig hjá Þorbjörgu s. 8471858 eða Evu s. 8942877.
11. október 2019 - kl. 20:00 - 11. október 2019 - kl. 22:30

Skjálftavaktin Regnbogahátíð

Stašsetning:

Íþróttamiðstöð Vík

https://www.facebook.com/events/974498279554267/?notif_t=event_description_mention¬if_id=1569506762515102
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Skjálftavaktin og Regnboginn - List í fögru umhverfi verða umvafin hvort öðru föstudaginn 11. október. Við hlökkum gríðarlega til að leiða Mýrdalshreppinn allan í gleði og hamingju með eingöngu bestu lögum í heimi. Hvernig getur þú setið kyrr? Tónleikarnir fara fram í Íþróttahúsinu í Vík með bestu mögulegu hljómgæðum og verða tvískiptir. Klukkan 20:00 hefjast fjölskyldutónleikar þar sem allir eru hjartanlega velkomnir og um að gera að bjóða börnunum bara upp á það besta í tónlistaruppeldinu. U.þ.b. hálftíma síðar mun Smiðjan Brugghús bjóða til veislu, þau verða búin að koma sér upp topp aðstöðu í Íþróttahúsinu. Þar munu þau ,,frumsýna" nýjan mjöð, með viðhöfn, úr þeirra brunni sem verður spennandi að smakka. Einnig verða aðrar tegundir af myði í boði á fjölda dælna svo enginn ætti að þorna upp. Um og í kringum 21:00 tekur Skjálftavaktin aftur til við að flytja bestu lög í heimi og standa tónleikarnir til 22:30, mögulega með frávikum um einhverjar mínútur í sitthvora áttina. Við upphaf seinnihluta er vænlegt að yngri gestir séu haldnir heim á leið, enda verður veigum Smiðjunnar vonandi gerðar góð skil fram eftir kvöldi. Frítt er inn á þennan viðburð að sjálfsögðu og allir hjartanlega velkomnir. Við vonumst til að sjá sem flesta í góðum fílíng. -- With pleasure we can now announce that Hljómsveitin Skjálftavaktin will perform a beautiful concert at the Rainbow festival on the friday night of 11. October. We only play the best songs in the world, you don't want to miss this! Skjálftavaktin is a 10 piece big band that plays soul, funk, disco, funky pop and just all the best. The concert will be divided in to two parts. We begin at 20:00 with a family orientated concert where everybody from ages 0-99 can enjoy together in happiness and joy. At roughly 20:30 Smiðjan Brugghús takes over and premiers a new beer. Then at 21:00 Skjálftavaktin will start again with spreading musical orgasms to all. For the later concerts we hope younger guests have made there way home for we will enjoy all of the products of Smiðjan into the night. If everything goes to plan the concerts will come to an end around 22:30. Maybe later hopefully not sooner. Entry is free of charge and we welcome everybody who are fun and ready to have a good time... maybe even a perfect time.
12. október 2019 - kl. 10:00 - 12. október 2019 - kl. 12:00

Björgun úr bílflökum: Opin æfing hjá Slökkviliðinu í Vík

Stašsetning:

Gámasvæðið í Vík

https://www.facebook.com/events/483628258908102/
Á laugardagsmorgun 12.október verður slökkviliðið í Vík með opna æfingu þar sem gestum býðst að fylgjast með björgun úr brennandi bílflökum. Þurfum við að segja meira? Þetta verður sjónarspil! Það passar fullkomlega að skella sér í fræðslugöngu með Möggu Steinu og kíkja svo á æfinguna, eða mæta fyrst á æfinguna og kíkja svo í kaffi á skrifstofu Mýrdalshrepps. Þá er við hæfi að kíkja á opnun myndlistarsýningar eftir kaffi. On Saturday October 12th, the fire department in Vík will have an open training where guests can watch as the firemen take on the challenge of putting out fires in flaming cars. Need we say more? This is a sight to see!
12. október 2019 - kl. 11:00 - 12. október 2019 - kl. 16:00

Regnbogamarkaður 2019

Stašsetning:

Leikskálar

https://www.facebook.com/events/1017005928645438/
Regnbogamarkaðurinn verður settur upp af miklum metnaði í ár og hafa flottir aðilar nú þegar staðfest komu sína. Ef þú vilt bóka söluborð á markaðnum, vinsamlega hafið samband í síma 8686441 eða á netfangið vik50@simnet.is fyrir laugardaginn 5.október. Eftirfarandi söluaðilar hafa staðfest komu sína: Verslunin Útgerðin í Vestmannaeyjum Litla skvísubúðin í Vestmannaeyjum Villt og alið á Hellu Kidda á Klaustrinu Addý, Aníta og Agnes
12. október 2019 - kl. 11:00 - 12. október 2019 - kl. 12:00

Opis hús skrifstofu Mýrdalshrepps

Stašsetning:

Austurvegur 17

facebook.com/myrdalshreppur/
Í tilefni af endurnýjun á skrifstofu Mýrdalshrepps langar okkur að bjóða gestum og gangandi í heimsókn. Opið hús verður á Regnbogahátíðinni, þann 12. október á milli 11-12, kaffi og með því. Við hlökkum til að sjá ykkur !!!
12. október 2019 - kl. 12:00 - 12. október 2019 - kl. 14:00

Er allt sem sýnist? - Sjónarhorn blinda augans í Mýrdalnum

Stašsetning:

Súpufélagið

https://www.facebook.com/events/833054230424900/
Augun eru myndavélin okkar út í lífið! Að því sögðu býður Svavar Guðmundsson regnbogagestum að koma og spreyta sig á nokkrum mismunandi SJÓNPRÓFUM. Hægt verður að kaupa SJÓNPRÓFIÐ til þess að æfa sig enn frekar heima fyrir. SJÓNPRÓFIÐ kostar kr. 1000,-....sjón er sögu ríkari. Samhliða sjónprófum mun Svavar opna ljósmyndasýningu sem nefnist SJÓNARHORN BLINDA AUGANS Í MÝRDALNUM en myndefnið er úr Vík og nágrenni. Staður og stund: Súpufélagið kl:12-14, laugardaginn 12 október. Smakk úr nærsveitinni verður í boði, vonast til að „sjá“ sem flesta.
12. október 2019 - kl. 12:00 - 12. október 2019 - kl. 13:00

Opnun myndlistasýningar: Viti project

Stašsetning:

Skaftfellingur

https://www.facebook.com/events/456988391566336/
Fyrir ári síðan ákvað Mathilde Morant að gera vatnslitamynd af hverjum einasta vita á Íslandi. Í sumar ferðaðist hún fjara á milli og í dag hefur hún lokið við 79 myndir. Samtals eru 104 virkir vitar á landinu svo hún er langt komin. Á Regnbogahátíðinni mun Mathilde sýna valin verk í Skaftfellingsbúð en þau tóna vel við skipið Skaftfelling ásamt sögu skipsstranda á hinni vandrötuðu, hafnlausu strönd Suðurlands. Sýningin opnar formlega á hádegi laugardaginn 12.október og mun listakonan sjálf mæta og kynna verkefnið í máli - og máluðum myndum. Mathilde heldur úti facebook og instagram síðu sem nefnist Viti Project. https://www.facebook.com/vitiproject/
12. október 2019 - kl. 13:00 - 12. október 2019 - kl. 17:00

Opin vinnustofa Ey collection og vöffluboð

Stašsetning:

Garðakot

https://www.facebook.com/events/2495106964051715/
EY- COLLECTION verður með opna vinnustofu og býður gestum upp á vöfflur með rjóma og sultu, laugardaginn 12. október frá kl 13:00 – 17:00.
12. október 2019 - kl. 15:00 - 12. október 2019 - kl. 17:00

80 ára afmæli Víkverja

Stašsetning:

Björgunarsveitarskýlið

https://www.facebook.com/events/2626892234043312/?notif_t=plan_user_invited¬if_id=1569580604913519
Í tilefni 80 ára afmælis björgunarsveitarinnar Víkverja verður opið hús með standandi veislukaffi frá kl 15 til 17 laugardaginn 12.oktober, Regnbogahelgina.
12. október 2019 - kl. 17:00 - 12. október 2019 - kl. 18:00

Töframaðurinn Jón Víðis / Magic show

Stašsetning:

Íþróttamiðstöð Vík

https://www.facebook.com/events/1621881921282803/
Töfrandi skemmtun fyrir alla fjölskylduna í Íþróttahúsinu í Vík. Jón Víðis Jakobsson hefur verið starfandi töframaður frá því fyrir aldamót! Magic show for the whole family in the sports hall in Vík. Jón Víðis has over twenty years' experience as a professional magician!
12. október 2019 - kl. 19:00 - 12. október 2019 - kl. 21:00

Skemmtikvöld Regnbogans

Stašsetning:

Íþróttamiðstöð Vík

https://www.facebook.com/events/411317099784390/
Laugardagskvöldið verður sannkölluð veisla á Regnboganum 2019! Tónlistarmaðurinn og veislustjórinn Keli mun koma og kæta mannskapinnM Birgir Þóris, Ragna Björg Ársælsdóttir og Rakel Pálsdóttir troða upp með hressum tónleikum, Umhverfisverðlaun verða veitt ásamt tilkynningu um sigurvegara í skreytingakeppni hátíðarinnar. Herlegheitunum lýkur svo með flugeldasýningu í boði Björgunarsveitarinnar Víkverja klukkan 21:00. Hótel Lundi sér um sölu drykkja og að sjálfsögðu verða óáfengir drykkir í boði jafnt sem áfengir. Að lokinni flugeldasýningu er tilvalið fyrir kvöldsvæfa að koma sér í háttinn á meðan við hin komum okkur í diskógallana og málum smettin fyrir alvöru sveitaball í Leikskálum.
13. október 2019 - kl. 11:00 - 13. október 2019 - kl. 13:00

Krakkaþrautir í Syngjandanum

Stašsetning:

Syngjandinn

https://www.facebook.com/events/383911855611127/
Skátarnir á Selfossi eru meistarar í þrautum og útileikjum fyrir krakka á öllum aldri. Þau munu halda uppi tveggja tíma dagksrá með fjölreyttum þrautum og verkefnum sem reyna á útsjónasemi og samvinnu. Verkefnin eru fullkomin fyrir 10-12 ára en öllum aldursstigum er velkomið að taka þátt. Það er mikilvægt að allir mæti áður en dagskráin hefst svo hægt sé að skipta í hópa og útskýra gang leiksins. ---- The Scout group in Selfoss have mastered games and puzzles for kids of all ages. They will have a two-hour program with puzzles, projects and brain teasers that test our resourcefulness and co-operation. The games are ideal for 10-12 year-olds but all ages are welcome to participate. It is important that participants show up before the program starts, to divide everyone into groups and explain the game to everyone.
13. október 2019 - kl. 11:15 - 13. október 2019 - kl. 12:00

Kirkjuskólinn í Víkurprestakalli.

Stašsetning:

Víkurskóli

Minni á samveru Kirkjuskólans á Regnbogahátíðinni í Víkurskóla kl. 11:15 – 12:00, SUNNUDAGINN 13. október 2019 Sóknarprestur
13. október 2019 - kl. 13:30 - 13. október 2019 - kl. 14:30

Hátíðarmessa - Regnbogahátíð

Stašsetning:

Víkurkirkja

17. sunnudagur eftir Trinitatis – Regnbogahátíð Hátíðarmessa Regnboga verður haldin kl. 13:30 í Víkurkirkju. Eftir messu, allir eru boðnir í hátíðarkaffi í hótel Kötlu.
13. október 2019 - kl. 14:30 - 13. október 2019 - kl. 16:30

Hátíðarkaffi Regnbogans Hótel Katla - Festival Coffee

Stašsetning:

Hótel Katla (Hörfðabrekka)

https://www.facebook.com/events/481064745825596/
Á sunnudeginum mun Hotel Katla bjóða upp á Hátíðarkaffi Regnbogans þetta árið og verða ýmsar kræsingar í boði. Um að gera og skella sér í sætabrauð og fara svo á eftir og melta á Lokatónleikar Regnbogans. On Sunday will Hotel Katla invite everyone for this year's Rainbow Festival coffee and cakes. What would could be better than to go stuff yourself with some deliciousness and then digest it at the Final concert Lokatónleikar Regnbogans.
13. október 2019 - kl. 17:00 - 13. október 2019 - kl. 18:00

Lokatónleikar Regnbogans

Stašsetning:

Víkurkirkja

https://www.facebook.com/events/702358283564679/
Ætlum að ljúka Regnbogahátíðinni með ljúfum tónum í Víkurkirkju. Valborg Ólafs. er með ljúfa og heillandi rödd sem allir ættu að geta unað sér við. Frítt inn. We are going to finish off the Rainbow festival with sweet tunes at Víkurkirja. Valborg Ólafs has a sweet and charming voice that all should be able to enjoy. Free entrance
20. október 2019 - kl. 11:15 - 20. október 2019 - kl. 12:00

Kirkjuskólinn í Víkurprestakalli

Stašsetning:

Víkurskóli

Minni á samveru kirkjuskólans í Víkurskóla í Vík sunnudaginn 20. okt. nk kl. 11:15 - 12:00. Hlakka til að hitta ykkur. Sóknarprestur
26. október 2019 - kl. 20:00 - 26. október 2019 - kl. 00:00

Fýlaveislan

Stašsetning:

Ströndin, Vík

https://www.facebook.com/events/761904290896972/
Árlega Fýlaveislan verður á Ströndinni laugardagskvöld 26. október nk. kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30. Allt með nokkuð hefðbundnu sniði þar sem þetta er 10 Fýlaveislan og alltaf verið vel sótt . Borðapantanir sendist á elias@vikurskali.is
27. október 2019 - kl. 11:15 - 27. október 2019 - kl. 12:00

Kirkjuskólinn í Víkurprestakalli

Stašsetning:

Víkurskóli

Minni á samveru Kirkjuskólans í Vík nk. sunnudag, 27. október, kl. 11:15 - 12:00 í Víkurskóla Hlakka til að hitta ykkur. Sóknarprestur
31. október 2019 - kl. 16:30 - 31. október 2019 - kl. 19:00

Hrekkjavakan í Vík

Stašsetning:

Vík

https://www.facebook.com/groups/168501667432977/
Hugmyndin er að halda uppá Hrekkjavökuna í Vík 31.Október nk. á milli 16:30-19:00 Okkur langar til að kanna áhuga ykkar á að taka þátt í þessu. Þið sem viljið vera með megið endilega láta vita á síðunni okkar á facebook sem heitir Hrekkjavakan í Vík 2019 eða í skilaboðum. Hvetjum alla til að taka þátt og leyfa börnunum okkar að brjóta upp daginn og njóta. Krakkarnir fá að klæða sig upp í búninga og ganga á milli húsa og banka uppá hjá ykkur :-) Þau hús sem vilja fá heimsóknir og bjóða uppá grikk eða gott mega endilega setja kerti eða annað ljós fyrir framan húsið. Það væri líka frábært ef þið vilduð skreyta smá til að það verði meiri stemming. Væri þetta ekki bara rosalega skemmtilegt ? Foreldrar eru einnig hvattir til að ganga með krökkunum sínum á milli og klæða sig einnig upp í spennandi búninga (engin pressa þó) :-) Munum bara að hafa endurskin á krökkunum í skammdeginu Sjá nánari upplýsingar á: Hrekkjavakan í Vík Undirbúningshópurinn.
31. október 2019 - kl. 21:00 - 31. október 2019 - kl. 22:30

Jónína Ara á Suður-Vík

Stašsetning:

Suður-Vík

https://www.facebook.com/events/458647764741810/?notif_t=plan_user_invited¬if_id=1567714482711216
Ég verð með tónleika á Suður-Vík, Vík í Mýrdal, 31. október, kl. 21:00. Þetta verða lágstemmdir tónleikar þar sem ég deili með ykkur nokkrum vel völdum lögum úr lagasafni mínu í bland við falleg íslensk dægurlög. Hrafnhildur Ýr mun vera mér til halds og trausts og mun vera með eitthvað af sínum lögum í pokahorninu. Tónleikarnir byrja kl. 21:00 Aðgangur 2.000 kr. (Forsala verður á netinu, uppfæri viðburðinn með upplýsingum um það þegar nær dregur). Ég er söngkona og lagasmiður og er búsett í Noregi þar sem ég vinn að tónlistinni minni. Í október, nóvember mun ég ferðast um Ísland og halda tónleika á nokkrum vel völdum stöðum. Ég hef spilað og komið fram víða á Íslandi, sem og í Evrópu og einnig Bandaríkjunum. Ég stundaði nám við Musicians Institute í Los Angeles þar sem ég lauk Associate in Art and Performance gráðu árið 2013. Ég gaf út mína fyrstu smáskífu, EP, Jónína Aradóttir 2013 og síðan heila plötu, Remember, haustið 2019. Hægt er að hlusta á tónlistina á vefnum, t.d. Spotify og Soundcloud Upplýsingar á www.joninamusic.com Skoðið endilega Instagram: JoninaAra
 
Prenta Prenta