Regnboginn - Lista í fögru umhverfis 

Regnboginn - list í fögrum umhverfi er menningarhátíð eða menningarveisla okkar Mýrdælinga sem haldin er aðra helgi októbermánaðar ár hvert.

Upphaflega hugmyndin að Menningarveislunni var að Mýrdælingar sameinuðust í að koma á fót fjölbreyttri menningardagskrá, sem íbúum og gestum var boðið að upplifa í fögru umhverfi Víkur. Með sameiginlegu átaki einstaklinga, fyrirtækja og stofnana tókst búa til metnaðarfulla og ævintýralega dagskrá sem vekur athygli á umhverfi, sögu og mannlífi í Vík og nágrenni, en hefur einnig það hlutverk að hvetja til tengsla og vera jarðvegur fyrir frjóar hugmyndir til eflingar samfélaginu og til yndisauka fyrir íbúa.

Regnboginn- list í fögru umhverfi, er samstarfsverkefni Menningarmálanefndar Mýrdalshrepps, Grunnskóla Mýrdalshrepps, Tónskóla Mýrdælinga, sóknarnefndar Víkursóknar og fyrirtækja í hreppnum.

Regnbogahátíðin skipar orðið stóran sess í lífi Mýrdælinga, haldin aðra helgina í október ár hvert. Hátíðin er menningarhátíð og hafa fjölbreyttir viðburðir verið í gangi alla helgina þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

Regnbogahátíð verður haldin 9.-11. október 2020 

Ef þið ætlið að vera með opin hús, listasýningar, uppákomur, kynningu á ykkar starfsemi eða ef þið viljið leggja okkur lið á einn eða annan hátt hafið samband við nefnd gegnum nýs tölvupósts: regnbogi@vik.is fyrir 14. ágúst 2020!

Facebook: Regnboginn - Lista í fögru umhverfis

 

ENG.

The rainbow - art in a beautiful surrounding is our culture festival in Mýrdalur, which is held in the second weekend of October each year.

At first, the idea for the culture celebration was that people of Mýrdalur merged to establish a diverse cultural program where residents and guests were invited to experience in the beautiful surroundings of Vík. The joint efforts of individuals, companies and institutions made it possible to create an ambitious and exciting program that draws attention to the environment, history and daily life in Vík and its surroundings. It also had the role of creating a connection and being a fertile soil for creative ideas for the promotion of the society and added pleasure to locals.

The Rainbow - art in a beautiful surrounding is a collaborative project of the town‘s Cultural Committee, primary school, music school, Vík church‘s council of parish and companies in the Mýrdalshreppur municipality.

The Rainbow Festival, which is held on the second weekend of October, has become a staple in the life of people in Mýrdalur. It‘s a cultural festival where a variety of events go on over the whole weekend and everyone can find something to their liking.

 

Ljósmyndir: Þ.N. Kjartansson

Mırdalshreppur
Austurvegi 17 • 870 Vík
Sími: 4871210 • Fax: 4871205
myrdalshreppur@vik.is