Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Hátíðir og viðburðir

 

Á þessu ári 2018 verða haldnar þrjár menningarhátíðir í Mýrdal þar sem íbúar og aðrir minnast 100 ára afmælis Skaftfellings, 100 ár eru liðin frá því að Katla gaus síðast og 100 ára fullveldis Íslands verður minnst.

 

 

 


 

Ráðstefna um Kötlugosið 1918  

100 ár frá upphafi gossins 12. október 1918

Kötlugosið 1918 og afleiðingar þess á náttúru og samfélag þess tíma.

Hverjar myndu afleiðingar Kötlugos verða á samfélag dagsins í dag?

Þann 12 . október næstkomandi eru 100 ár síðan eldgos hófst í megineldstöðinni Kötlu í Mýrdalsjökli.  Kötlugosið 1918 var eitt af stærri eldgosum í Kötlu og fylgdu jökulhlaup og öskufall á stóru landssvæði umhverfis eldstöðina. Í tilefni þess að öld er liðin frá gosinu, verður þess minnst með veglegri ráðstefnu í Vík í Mýrdal dagana 12. - 13. október.  Til umfjöllunar verður megineldstöðin Katla og áhrif hennar  á náttúru og samfélag á Suðurlandi.

Ráðstefnan hefst með innritun kl 09:00, föstudaginn 12. október og verða erindi flutt af helstu sérfræðingum landsins sem best þekkja til og hafa rannsakað Kötlu. Vísindin verða færð til almennings og verða helstu umfjöllunarefni ráðstefnunar áhrif Kötlu á landslag, náttúrufar og mannlíf á svæðinu.  Einnig verða til sýnis veggspjöld frá Jarðfræðafélagi Íslands og munu sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands mæta með vöktunarbúnað og segja frá því hvernig fylgst er með Kötlu í dag.  Þann 13. október verður svo farið í stutta 3-4 klst skoðunarferð með leiðsögn um svæðið þar sem ummerki eftir gosið verða skoðuð. Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur.

 

Allir eru velkomnir á ráðstefnuna og er hún ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á Berglindi Sigmundsdóttur berglind@katlageopark.is (sími 862-4066) eða Beata Rutkowska beata@vik.is. með eftirfarandi upplýsingum, eigi síðar en 28. september. Föstudaginn 12. október verður hægt að kaupa súpu í hádeginu fyrir 1500 kr (panta og greiða fyrirfram).

Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:

  1. Nafn
  2. Heimilisfang
  3. Kennitala
  4. Verður þú í hádegismat 12. október (1500 kr fyrir súpu)
  5. Kemur þú í gönguferð 13. október (ókeypis)

 

Conference – The 1918 Katla eruption

100 years from the onset of eruption on the 12th of October 1918

Vík í Mýrdal, 12.-13. October 2018

Katla´s eruption in 1918 and its impact on the nature and society during and after the eruption.

What would the consequences of Katla‘s eruption be in today‘s society?

On 12th of October this year, a hundred years have passed since the eruption began in Katla Volcano. The eruption in 1918 was one of the larger in Katla‘s Caldera in historical times and caused a massive glacial outburst flood and produced huge amounts of ash.

The conference starts at 9:00 AM on October 12th. Leading experts in the field will present short talks with focus on Katla Volcano and the impact eruptions have and could have on nature and society.  There will also be an exhibition with posters from the Geological Society of Iceland as well as a display of volcanic monitoring equipment used by specialists at the Icelandic Meteorological Office. On the 13th of October there will be a short, 3-4 hour field trip, to witness Katla´s 1918 impact on the natural environment.

To register for the conference, send an email with the following information to Berglind Sigmundsdóttir berglind@katlageopark.is or Beata Rutkowska beata@vik.is, no later than the 28th of September with the following information. A light lunch (soup) will be offered on the 12th of October, for 1500 ISK (prepaid).
1. Name
2. Address/country
3. Id number/Kennitala
4. Will you be having lunch 1500 ISK
5. Will you take the field trip on 13th of october (free)

Registration is open until the 28th of September.

 

Nánari upplýsingar veitir Berglind Sigmundsdóttir hjá Kötlu jarðvangi í síma 862-4066.

For further information please contact Berglind Sigmundsdóttir from Katla Geopark, +354-862-4066

 

 

      


100 ára Fullveldi Íslands  

 

1 desember 2018 verður 100 ára Fullveldi Íslands. Er einhver með hugmynd hverning getum við haldið upp á þessa stóra hátið, hugmynd að vönduðu verkefni á dagskrá afmælisársins? Ef einhver með hugmynd, endilega senda mér tölvupóst: beata@vik.is 

1 decemebr 2018 will be the Centenary of Icelandic Independance and Sovereignty. If someone has some ideas of celebrating this special day, please contact with me via e-mail beata@vik.is

 

Prenta Prenta