Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Félagsamtök

SAMHERJAR - Félag eldri borgara í Mýrdal  

Í Mýrdalshreppi er mjög öflugt félagsstarf meðal eldri borgara, sem heitir SAMHERJAR - Félag eldri borgara í Mýrdal. Félagið var stofnað árið 29. október 1995 og nafnið þess var SAMHERJAR - Félag Eldri Borgara í Mýrdal og Austur-Eyjafjöll. Í fyrra var nafnið breytt í SAMHERJAR - Félag Eldri Borgara í Mýrdal.  Í félaginu eru 48 félagsmenn.

Félagsfundir voru haldnir fyrsta föstudag hvers mánaðar á tímabilinu september til maí. Fundur marsmánaðar var  aðalfundur. Mikil starfsemi var hjá félaginu á árinu:  Mánudaga og miðvikudaga  var opið hús í Félagsheimilinu  Leikskálum  frá  kl. 13 -15 með kaffispjalli, handavinnu, tekið í spil og spilað boccia. Á miðvikudögum var líka leikfimi og æfing hjá Syngjanda  -  kór eldri borgara; Þriðjudaga og fimmtudaga  höfðu félagsmenn aðgang að íþróttasal, sundlaug og heitum potti fyrir hádegi. Skemmtinefnd er alltaf starfandi og sér um að úthluta verkefnum til félagsmanna fyrir fundina s.s. umsjá veitinga eða ýmis konar skemmtiefni  t.d. upplestur, söngur, ljósmynda-  eða kvikmyndasýningar og spurningakeppnir svo eitthvað sé nefnt. 

Árlega er félögum Samherja boðið í kaffiveislu á kaffihúsinu „Svarta Fjaran“ sem er glæsileg í alla staði. Þess má geta að nokkuð hefur verið um að yngri eldri borgarar hafi gengið í félagið og er það vel.

Formaður er Birgir Hinriksson, sími: 8615692, netfang: birgirhi@hive.is     

Varaformaður er Anna Bjornsdóttir sími: 8650307, netfang: abvik@simnet.is

Gjaldkeri er Kolbrún Matthíasdóttir 

Ritari er Tómas Pálsson 

Meðstjórnandi er Margrét Guðmundsdóttir

Vetrarstarfið 2018-2019

      

Ljósmynd: Þ.N. Kjartansson


Félagsmiðstöð OZ   

OZ er félagsmiðstöð í Mýrdalshreppi sem bíður að jafnaði upp á félagsmiðstöð fyrir börn í 5-7 og 8-10 bekk yfir vetrartímann. Félagsmiðstöðinn er með aðild að Samfés og sækir viðburði á þeirra vegum. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir ungmenni og er félagsmiðstöðin alla jafna til húsa í Leikskálum. Umsjónarmaður félagsmiðstöðvar er að svo stöddu frístundafulltrúi Mýrdalshrepps. Félagsmiðstöðin er ungmennum að kostnaðarlausu.

Umsjónamaður: Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson

Netfang: oz@vik.is

Sími: 6919594

Facebook: Félagsmiðstöðin OZ


Ferðafélag Mýrdælinga 

Ferðafélag Mýrdælinga var stofnað þann 19. mars 2006 og er félagið 10 ára. Á hverju ári frá stofnun hefur verið lögð fram ferðaáætlun og hefur þátttaka í gönguferðir félagsins ávallt verið góð. Eitt af markmiðum félagsins frá upphafi að undanskildu því að ganga saman hefur verið endurgerð Deildarárskóla og gera hann að skála Ferðafélags Mýrdælinga. Ferðafélag Mýrdælinga er deild innan Ferðafélag Íslands. Innan Ferðafélags Mýrdælinga er starfandi ein deild auk stjórnar. Ferðanefnd gerir ferðááætlun á hverju ári og tryggir framkvæmd hennar.

Formaður: Guðjón Þ. Guðmundsson 

Gjaldkeri: Sigurður K. Hjálmarsson

Ritari: Gunnar Halldórsson

Heimasíða: Ferðafélag Mýrdælinga

Facebook: Ferðafélag Mýrdælinga

e-mail: myrdalur@gmail.com 


Kvennfélag Hvammshreppur 

Kvenfélag Hvammshrepps var stofnað þann 12.desember 1919 og verður því hundrað ára á næsta ári. Starfsemi félagsins miðast fyrst og fremst við menningar- og líknarmál. Fastir liðir í starfseminni yfir vetrarmánuðina eru notaðir til fjáröflunar, þar má nefna spilakvöld þar sem spiluð er félagsvist, blómasala á konudaginn og páskaeggjabingó. Á sumrin stendur kvenfélagið fyrir sölu á sumarblómum og matjurtum. Kvenfélagskonur funda einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og oftar er þörf þykir. Fundarstaður er breytilegur meðan aðstaða er ekki fyrir hendi í Leikskálum. Síðast liðið haust hófu konur að sauma poka með því markmiði koma á fót pokastöð í verslunum í Vík. Aðstöðuleysi hefur hamlað þeirri vinnu. Á jólaföstunni er hefð að hafa fund með heimilisfólkinu á Hjallatúni þar sem boðið eru upp á jólalegt uppbrot, heitt súkkulaði og jólabakkelsi.

Á yfirstandandi starfsári er Anna Lára Pálsdóttir formaður félagsins, gjaldkeri er Solveig Sigríður Gunnarsdóttir og Katrín Lára Hjaltested er ritari.

Facebook: Kvennfélag Hvammshreppur


Lionsklúbburinn Suðri 

Lionsklúbburinn Suðri í Vík var stofnaður 1968, enn eru starfandi í klúbbnum þrír stofnfélagar, þeir Einar Þorsteinsson, Sigþór Sigurðsson og Jón Valmundsson.

Klúbburinn heldur sína reglulegu fundi annan hvern mánudag kl. 20.30 og er reynt að hafa á hverjum fundi eitthvert áhugavert og/eða fræðandi erindi.  Klúbburinn stendur að fjáröflum með sölu á sælgæti fyrir jólin og einnig með útgáfu dagatals.  Allur ágóði af þessum fjáröflunum fer til góðgerðarmála bæði alþjóðlegra verkefna sem Lionshreyfingin stendur saman að og eins til verkefna hér í heimabyggð svo sem til tækjakaupa fyrir heilsugæsluna o.fl.

Klúbburinn hefur staðið myndarlega að landgræðsluverkefnum á sínu starfssvæði og sjást þess víða merki að grædd hafa verið upp rofabörð og sáð í foksvæði.

Í klúbbnum í dag eru 25 félagar

Árni Jóhannsson er formaður

Brynjar Ögmundsson gjaldkeri 

Ásgeir Magnússon ritari


Kvennfélag Dyrhólahrepps 

 

 


Kvennfélag Ljósbrá 

Kvenfélagið Ljósbrá var stofnað 29. desember 1940 í Deildarárskóla. Í félaginu eru 13 konur í dag. Félagið er með aðsetur í Reynishverfi. Fundað er á þriggja vikna fresti yfir veturinn og hittast konur heima hjá hver annarri. Félagið tekur að sér eftirdrykkjur og hin ýmsu fundarkaffi en er ekki með neina fasta fjáröflun. Félagið hefur styrkt eitt og annað í gegnum árin, jafnt einstaklinga og félagasamtök .

Stjórn Ljósbrár er þannig skipuð: 

Formaður: Petra Kristín Kristinsdóttir

Ritari: Bergþóra Ástþórsdóttir

Gjaldkeri: Carina Ek


Menningarfélag um Brydebúð

 

Prenta Prenta