Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Kirkjur og trúarlíf

 

Haraldur M. Kristjánsson - Ránarbraut 7 - 870 Vík
s. 487-1118 / 894-4018
Tölvupóstur:
srhmk@simnet.is

 

Viðtalstímar sóknarprests eftir samkomulagi.
Símaviðtalstímar og tímapantanir alla virka daga nema mánudaga

kl. 11:00 - 12:00

 

Kirkjuskólinn verður á sunnudögum fyrir jól – oftast í Víkurskóla kl. 11:15 – 12:00.

Fyrsta samveran verður samt laugardaginn 28. sept. kl. 11:15 í Víkurskóla.

 

 

 

Fermingarfræðslan fer fram í Vík og Heimalandi undir Eyjafjöllum

 

Helgihald í Víkurprestakalli - fyrri hluti 2020

 

Víkurkirkja (1934)     

mynd eftir Þ. N. Kjartansson

      Víkurkauptún tók að byggjast upp rétt fyrir og um aldamótin 1900 og stækkaði ört fyrstu árin. Íbúar þorpsins áttu frá upphafi kirkjusókn að Reyniskirkju.  Með vaxandi íbúafjölda í Vík og því hve erfitt gat reynst að sækja kirkju í Reynishverfi, sérstaklega yfir vetrarmánuðina, tók sóknarpresturinn sem þá var Þorvarður Þorvarðsson, það ráð að messa annað slagið í barnaskólahúsinu í Vík. Um 1920 er íbúafjöldinn í þorpinu um 300 og þjónustubyrðin allnokkur fyrir sóknarprestinn.

      Höfðabrekkukirkja sem var sóknarkirkja sjö bæja, austan Arnarstakksheiðar, var að falli komin þegar hér var komið sögu og sáu menn ekki ástæðu til að endurbyggja hana. Um tvennt var að ræða í þeirri stöðu. Annað hvort að sameinast Reynissókn og endurbyggja Reyniskirkju, sem þá var mjög hrörleg eða hitt sem eftir allnokkrar umræður varð ofan á, að reisa nýja kirkju í Vík. Nokkrar deilur urðu um þessi áform sem enduðu með því að Höfðabrekkusókn og íbúar Víkurkauptúns klufu sig frá Reynissókn og stofnuðu nýja kirkjusókn formlega á fundi 29. apríl 1928 og hlaut hún nafnið Víkursókn.

Á stofnfundi Víkursóknar 1928 kom í ljós að mjög almennur vilji var til þess að reisa kirkju í Vík. Forvígismenn málsins efndu til samskota meðal íbúa og höfðu þannig fengist vilyrði fyrir 6000 kr. framlagi til verksins (sem svarar til 15-20 milljóna (2014)).  Kosin var sérstök byggingarnefnd sem í áttu sæti: Gísli Sveinsson sýslumaður (formaður), Ólafur J. Halldórsson kaupmaður í Suður-Vík, Einar Erlendsson bókari hjá Kaupfélagi Skaftfellinga, Ólafur Jónsson bókari hjá verslun Halldórs Jónssonar og Þorsteinn Einarsson óðalsbóndi á Höfðabrekku. Þá var og kosin sóknarnefnd og urðu þeir Ólafur J. Halldórsson og Einar Erlendsson (sem báðir höfðu átt sæti í sóknarnefnd Reyniskirkju), auk Þorsteins Einarssonar frá Höfðabrekku fyrir valinu. Formaður nefndarinnar var kosinn Einar Erlendsson.

      Var nú gengið í að afla tilskilinna leyfa fyrir byggingu kirkjunnar, valin staðsetning á svonefndu Skeri og fengin teikning hjá Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins. Auk þeirrar upphæðar sem áður var nefnd, fékkst lánsloforð frá Hinum almenna kirkjusjóði að fjárhæð 5000 kr. Matthías Einarsson húsasmiður frá Þórisholti var ráðinn yfirsmiður við bygginguna og hófst smíðin vorið 1931. Lagður var vegur upp á Skerið og síðan hafist handa af fullum krafti við „að afla og flytja steypuefni, og var því og vegagjörðinni jafnað niður í skylduvinnu (eftir gjaldskyldu)“ .

Á þessu sumri var kirkjan steypt upp og fullgerð að utan og árið eftir (1932) lokið við að múra hana að innan. Var þá byggingarfé uppurið en bæði höfðu þá fengist lán hjá Sparisjóði Vestur-Skaftfellinga og Málfundafélaginu Ármanni í Vík.  Árið 1933 var því gert hlé á byggingunni.

Árið 1934 var ráðgert að ljúka verkinu en nú voru góð ráð dýr því ekkert fjármagn var til. „Þá var það ráð tekið, sem einstætt mun þykja. Forgöngumenn héldu með sér fund, áætluðu sjálfum sér, og þeim mönnum , sem þóttu fjárhagslega best staddir, ákveðnar upphæðir. Kvöddu síðan til fundar með þeim mönnum og báru upp fyrir þeim þessar tillögur. Og hvað skeður? Allir sögðu samstundis já. Komu þó 100 – 500 kr. á hvern, og það auk alls, sem áður var gefið, beint og óbeint.“ Í janúar árið 1934 höfðu því safnast að nýju um 7000 kr. og dugði það til að ljúka verkinu.

Víkurkirkja var vígð af Jóni Helgasyni þáverandi biskupi Íslands, 14. október 1934, að viðstöddu fjölmenni. Allir prestar prófastsdæmisins og sóknarprestur Holtsprestakalls auk Þorvarðar Þorvarðssonar fyrrum sóknarprests Mýrdalsþingaprestakalls og prófasts, þjónuðu til altaris. Sóknarpresturinn séra Jón Þorvarðsson predikaði. Í lok athafnar rakti Gísli Sveinsson sýslumaður byggingarsöguna.

      Heildarkostnaður við byggingu Víkurkirkju reyndist samkv. reikningi í júní 1935 hafa verið 33.585 kr. Inni í þeirri tölu voru ekki altarisklæði og dúkur, gólfteppi, númeratafla, hökull og rikkilín sem allt hafði verið gefið kirkjunni við vígsluna.  Skuldir voru eingöngu 10.000 kr. sem skiptust svo:  8.000 kr. við Hinn almenna kirkjusjóð og 2.000 kr. við Húsbyggingarsjóð Málfundafélagsins Ármanns. Hitt féð safnaðis allt með gjöfum í peningum og vinnu, með hlutaveltum, samkomum og áheitum. „Verður þetta að teljast þrekvirki af ekki stærri söfnuði – rúmlega 300 manns“ segir séra Jón Þorvarðsson í áðurnefndri grein sinni í Kirkjuritinu.

Samantekt: Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur í Vík

Stuðst við frumgögn í fórum Víkursóknar, auk blaðagreina eftir séra Jón Þorvarðsson í Kirkjuritinu 1934 og í Lesbók Morgunblaðsins í október 1934 (höf óþekktur) og predikun séra Gísla Jónassonar í Víkurkirkju 14.okt. 2014.


 

Reyniskirkja (1897)mynd eftir Þ. N. Kjartansson

     Fram til ársins 1897 stóð Reyniskirkja neðan við bæinn Suður-Reyni. Þar er nú afgirtur gamall kirkjugarður sem er vel við haldið.

     Árið 1897 var reist timburkirkja á þeim stað sem Reyniskirkja stendur í dag. Yfirsmiður var Samúel Jónsson frá Hunkubökkum (faðir Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins). Árið 1940 var hún orðin svo illa farin að ákveðið var að reisa nýja kirkju.

     Núverandi kirkja var reist á árunum 1940 – 1946 og vígð 26. maí 1946 af þáverandi biskupi yfir Íslandi, Sigurgeir Sigurðssyni.

     Kirkjan er steinsteypt og einangruð með vikurplötum og múruð að utan sem innan.  Hún er  11,0 m. x 6,30 m. að utanmáli og um 60 m² að innanmáli  og tekur um 70 manns í sæti.

     Yfirsmiður var Matthías Einarsson frá Þórisholti, trésmíðameistari í Vík, en teikningin er gerð af Húsameistara ríkisins.

 Samantekt: Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur í Vík  


 

Skeiðflatarkirkja (1900)  mynd eftir Þ. N. Kjartansson     

     Á 19. öld voru tvær kirkjusóknir í gamla Dyrhólahreppi, Sólheimasókn með kirkju á Ytri-Sólheimum og Dyrhólasókn með kirkju að Dyrhólum. Hreppurinn náði þá frá svonefndum Brandslæk (Þangbrandslæk) í austri, að Jökulsá á Sólheimasandi í vestri.

    Seinast á 19. öld koma fram sterkar raddir um sameiningu sóknanna tveggja, sem lyktaði með því að sóknarnefndir óskuðu eftir sameiningu. Málið var lagt fyrir héraðsfund prófastsdæmisins, 7. júní 1898.  Þar var það afgreitt með meðmælum til biskups og þann 15. nóvember veitti landshöfðingi samþykki sitt fyrir því að kirkjurnar á Sólheimum og á Dyrhólum verði lagðar niður með eftirfarandi skilyrðum.

    „1. að Dyrhólasókn og Sólheimasókn verði ein kirkjusókn og byggð verði ein kirkja fyrir hinar sameinuðu sóknir sem næst miðsvæðis, enda tilfalli þeirri kirkju tekjur þær allar, er áður hafa tilfallið Dyrhólakirkju og Sólheimakirkju;  og

    2. að byggja megi kirkju þessa með kirkjugarði í landi þjóðjarðarinnar Ketilsstaða eða Skeiðflatar í Mýrdal í þeim stað, er hentugur verður talinn og umboðsmaður vísar á í samráði við hlutaðeigandi sóknarnefnd.....“.

  Kirkjunni var valinn staður í óskiptu landi Hryggja og Skeiðflatar (við bæinn Litla-Hvamm) og undirbúningur að byggingu hennar hófst 1899. Yfirsmiður var Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu, en einnig unnu að byggingunni Ermenrekur bróðir hans og annar maður ónafngreindur, Umsjónarmaður kirkjubyggingarinnar var Guðmundur Þorbjarnarson bóndi á Suður - Hvoli og síðar á Stóra - Hofi á Rangárvöllum. Framkvæmdum lauk árið 1900 og var kirkjan vígð 16. september sama ár af séra Bjarna Einarssyni prófasti á Mýrum í Álftaveri.                                                                                                                                                                                                                                                                                                          Samantekt: Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur í Vík


 

Prenta Prenta