Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Safn og sýningar

Kötlusetur - Menningar og ferðaþjónustumiðstöð

Kötlusetur var stofnað árið 2010 og er menningarmiðstöð Mýrdælinga. Kötlusetur rekur upplýsinga- og öryggismiðstöð fyrir ferðamenn ásamt því að sinna ýmsum verkefnum tengdum menningu, ferðaþjónustu og ýmiss konar fræðastarfi. Í Kötlusetri er einnig náms- og kennsluver á vegum Háskólafélags suðurlands og Fræðslunets - símenntunar á Suðurlandi þar sem námsaðstaða er fyrir nemendur, góð aðstaða til fundahalda og fjarfundabúnaður. Öllum er heimilt að nýta náms- og kennsluverið og ekki er tekið gjald af námsmönnum. Einnig bjóðum við uppá ráðgjafaþjónustu, aðstoð við áætlanagerð, verkefnastjórnun og umsóknir í uppbyggingasjóð Suðurlands.

Kötlusetur er opið allt árið þó með breytilegum opnunartíma, yfir sumarmánuðina er lengri opnun en á öðrum árstímum. Alltaf er tekið á móti gestum, hvort sem er hópum eða einstaklingum, en best er að gera boð á undan sér með því að hringja eða senda tölvupóst. Gestir geta skoðað sýninguna um Kötlu Jarðvangs, Mýrdalinn, mannlífið og náttúruna og sé eikarbátinn Skaftfelling sem stendur til að búa til sýningu um. Í Kötlusetri er ávallt lagt upp með að selja handunnar vörur og bækur af svæðinu.


Skaftfellingur VE33 - Við hafnlausaströnd

Vorið 2017 var opnuð sýning um eikarbátinn Skaftfelling VE33 að Víkurbraut 17 (Skaftfellingskemman) sem er beint á móti Upplýsingamiðstöðinni í Vík (Kötlusetur-Víkurbraut 28). Ásamt þessu merka 300 tonna skipi og minjum, er hægt að sjá 20 mín. myndband um samgöngur á sjó og Skaftfelling. Einnig er eldri sýningu um 112 skipaströnd sem urður á Suðurströndinni. Í maí 2018 var opnuð sýning á verkum kirkjulistakonunnar Sigrúnar Jónsdóttur sem bjó í Vík sem barn. 

Skaftfellingur er skip með mikla sögu. Hann var farþega- og flutningaskip og þjónaði Skaftafellingum og Vestmanneyingum um fjögurra áratuga skeið, þ.e. til ársins 1959. Skaftfellingur flutti fisk frá Vestmanneyjum og Fleetwood í Bretlandi öll stríðsárin og bjargaði þýskum kafbáti 1942. Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona falaðist eftir skipinu af fjölskyldu Helga Benediktssonar og lét flytja það til Víkur árið 2001.

Árið 2018 fögnum við 100 ára afmæli Skaftfellings. 

Skaftfellingur 

Um miðja nítjándu öld urðu miklar framfarir í siglingatækni. Skipsskrúfan kom til sögunnar undir lok 4. áratugar aldarinnar og með henni varð vélskipum unnt að sigla um heimsins höf allt árið um kring.

Íslendingar tóku að nýta vélbáta sem samgöngutæki í upphafi 10. áratugar aldarinnar, en þá gengu nokkrir gufubátar frá Reykjavík til helstu byggðarlaga við Faxaflóa og á Suðurnesjum auk þess sem tilraunir voru gerðar með vöruflutininga með gufubátum austur á Eyrarbakka og til Víkur í Mýrdal svo dæmi séu tekin. Erfið hafnarskilyrði og frumstæðar samgöngur á landi urðu þó til þess að þessir gufubátar nýttust ekki sem skyldi.

Hafnleysið háði Mýrdælingu mjög en Vík varð löggiltur verslunarstaður árið 1887. Þar var bæði útræði og verslun en fyrir kom að skip sem áttu að fara til Víkur með vörur, fluttu þær til affermingar í Vestmannaeyjum vegna veðurs. Það var síðan undir hælinn lagt hvort þær komust á leiðarenda.

Um aldamótin 1900 var af og til farið að impra á nauðsyn þess að bæta þyrfti samgöngur á sjó við byggðarlög í Vestur Skaftafellssýslu. Það var þó ekki fyrr en 1916 að menn sammæltust um að Skaftfellingar þyrftu að eignast eigin vélbát sem annaðist flutninga á vörum eftir því sem Skaftfellingum hentaði sjálfum. Í kjölfarið fór af stað fjársöfnun sem gekk afar vel. „Hlutafjelagið Skaftfellingur“ var stofnað 7. febrúar 1917 í þeim tilgangi að bæta samöngur á sjó við Vestur Skaftafellssýslu og Öræfi.

Forstjóri Eimskipafélagsins hafði haft milligöngu um að útvega í Danmörku vélbát til vöruflutninga á Breiðafirði er kom til landsins 1916. Skömmu síðar var hafin smíði á öðrum bát á sama stað sem hið nýstofnaða hlutafélag festi kaup á. Í mars 1918 var skipinu hleypt af stokkunum og hlaut það nafnið Skaftfellingur. Það var 60 smálestir að stærð og búinn 48 hestafla Alfa-vél.

Á þeim tíma var Skaftfellingur fallegt skip, skínandi hvítt og setti bugspjótið skemmtilegan svip á skipið. Skaftfellingur virðist hins vegar hafa verið sviptur því skömmu eftir að hann kom til landsins því að á ljósmynd sem tekin var í Reykjavík 1920 eða 1921 virðist bugspjótið horfið. Stefnið var nokkuð íbjúgt enda var Skaftfellingur sérstaklega hannaður til siglinga í ís, en á þessum árum voru víkur og vogar full af íshroða á vetrum.                                                              Skaftfellingur VE 33 þjónaði Skaftfellingum og Vestmannaeyingum um fjögurra áratuga skeið. Fátítt mun, ef ekki einsdæmi að nokkurt skip á síðustu öld hafi jafnlengi gegnt hlutverki farþega- og flutningaskips sem Skaftfellingur, en hann hélt uppi samgöngum frá Reykjavík um Vestmannaeyjar austur í Skaftafellssýslur á árunum 1918-1939 og eftir það milli Vestmanaeyja og Reykjavíkur fram til ársins 1959.

Auk þess var Skaftfellingur í fisk- og vöruflutningum milli Vestmannayja og Fleetwood í Bretlandi öll stríðsárin og háði þá marga hildi við Ægi konung. Mesta frægðarverk áhafnar skipsins var björgun þýskra kafbátsmanna í ágúst 1942. Þá komst Skaftfellingur einnig undan þýskum kafbáti sem talinn var hafa skotið að skipinu nokkrum vikum eftir björgun áhafnar kafbátsins.

mynd eftir K. Deptuła

mynd eftir K. Deptuła

Gott strand eða vont ...?  

Sýningin gott strand eða vont..? var sett upp árið 2005 af Birni G. Björnssyni og Menningarfélagi um Brydebúð. Árið 2013 hefur hún verið tekið niður í Brydebúð. Vorið 2017 var á nýjan leik opnuð sýning hans Birnir G. Björnsson í Skaftfellingsskemmu.  

Sýningin segir frá 112 skipsströndum á 80 ára tímabili (1898 – 1982). Þessi skipsströnd áttu sér öll stað meðfram strandlengju Vestur-Skaftafellssýslu. Vitað er um nokkur til viðbótar þess 112 sem hafa sokkið fyrir utan strandlengjuna. Strandlengjan meðfram Vestur-Skaftafellssýslu hefur verið kölluð skipakirkjugarður Evrópu enda án efa hundruð skipa grafin í sandinn. Margar sögur eru til af hetjulegum björgunarafrekum sem báru árangur. Sýningin er mjög merkileg og áhrifarík.

mynd eftir Þ. N. Kjartansson

 mynd eftir Þ. N. Kjartansson

Sigrún Jónsdóttir - kirkjulistakona   

Hún var first íslenskra myndlistarmanna tilað læra og iðka kirkjulist og lagði allt í sölurnar til að afla sér traustrar menntunar á því sviði. Verk hennar eru í nær 40 kirkjum á Íslandi og fimm kirkjum erlendis og hún hélt tugi sýninga á list sinni víða um lönd. Sigrún Jónsdóttir hlaut margvíslega viðurkenningu fyrir listsköpun sína. Menningarfélag um Brydebúð í Vík í Mýrdal efnir til sýningar á list Sigrúnar Jónsdóttur til að minna á uppruna hennar í Vík og tryggð hennar við staðinn æ síðan.

Sigrún fæddist í Vík í Mýrdal 19.ágúst 1921 og ólst þar upp til fermingar. Þá fluttist hún til Reykjavíkur með foreldrum sínum, lauk námi við Kvennaskólann 1939 og hóf fljótlega að sækja námskeið í saumum og handavinnu, bæði í Handíða- og myndlistaskólanum og hjá einkakennurum. Haustið 1946 innritaðist Sigrún í Kennaraskólann til að afla sér réttinda til handavinnukennslu, en þá var hún 25 ára gömul, fráskilin með þrjú, ung börn. Fyrsti eiginmaður hennar var Sigurjón Sigurðsson, kaupmaður.

Að loknu námi vorið 1947 héldu nýútskrifaðir kennaranemar í kynnisferð til Danmerkur og þaðan lá leið Sigrúnar til Svíþjóðar þar sem hún kynntist í fyrsta skipti listrænu handverki og kirkjulist.

Dvölin í Svíþjóð varð tíu ár. Sigrún stundaði þar listnám næstu sjö vetur, m.a við Listiðnaskólann í Gautaborg. Í Svíþjóð kynntist hún Ragnari Emilssyni arkitekt og framundan var 36 ára hjónaband og tvö börn.

Sigrún hélt sína fyrstu einkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1955. Hún hafði þá verið til nám í nær tíu ár og lagt stund á kirkjulega myndlist, fyrst íslenskra listamanna. Sýningunni var vel tekið og var Sigrún m.a beðin að gera hátíðarhökul fyrir Skálholtsdómkirkju sem var vígð 1956 og hökla fyrir Borgarneskirkju og Bessastaðakirkju.

Sigrún flutti heim til Íslands 1957 og hóf kennslu við Handíða- og myndlistaskólann og barnaskóla auk námskeiðahalds og annarra verkefna. Árið 1966 opnaði hún eigin vinnustofu, skóla og sýningarsal og verslunina Kirkjumuni í Kirkjustræti 10 og hafði þar aðsetur fyrir list sína til ársins 1995.

Sigrún greindist með krabbamein á sjöunda ártungnum og aftur 1980. Hún leitaði sér lækningar í Svíþjóð og kynntist þá Thorsten Folin, sænskum ekkjumanni af frönskum aðalsættum, sem átti eftir að verða þriðji og síðasti eignmaður hennar. Í höll hans á Lidingö átti Sigrún heimili sitt síðustu tæpa tvo áratugina og hafði þar góða aðstöðu fyrir listsköpun sína.

Sigrún Jónsdóttir lést 22.nóvember 2001 og hvílir í kirkjugarðinum í Vík. Þaðan sér vítt yfir þorpið og til hafs. Í gömlu húsi gegnt Brydebúð bíður siglingar sá sem hún kallaði stundum ,,elskuhuga sinn“, skipið Skaftfellingur, smíðaður 1916-1917, sem hún lét flytja á heimaslóðirnar áður en yfir lauk. 

18.maí 2018 var opin nýja sýningu til heiðurs Sigrúnu í Skaftfellingsskemmu. En hún er ástæða þess að Skaftfellingur er í okkar höndum í dag. Heillaskipið, elskuhuginn og Vorboðinn voru allt nöfn sem Sigrún notaði um Skaftfelling.

Árið 2005 var á efri hæð í Brydebúð opnuð sýning um Sigrúnu. Sýndir voru hennar helstu munir og fékk Kötlusetur marga muni til varðveislu.

Í samvinnu við SASS, safnið útbjó fræðsluefni sem heitir ,,Maðurinn og sjórinn,, og sem eru boðin skólahópum og leikskólahópum uppá. Fræðsluefnið verður byggt á sögu skipsins Skaftfellings og sögu skipakirkjugarða Evrópu í sandfjörum Vestur- Skaftafellssýslu. Nánari upplýsingar má finna hér.

Aðgangseyrir sem fer fyrst og fremst í að halda áfram uppbyggingu safnsins er eftirfarandi:​

Fullorðnir: 500 kr.

Ungmenni (12-16 ára): 200 kr.

Börn (undir 12): FRÍTT

Hópar: 25% afsláttur

Hægt er fá leiðsögn en þá bætist við 500 kr. á mann

Hafa samband:

sími: +3544871395

e-mail: info@vik.is

heimasíða: www.kotlusetur.is 

facebook: Skaftfellingur Museum 

Opið daglega frá 12:00-18:00


Sýning Kötlu Jarðvangs

Sýning í Kötlusetri er gerð í þeim tilgangi að fræða gesti um jarðfræði sögu svæðisins (Geosögu) og síbreytilegt landslagið í Kötlu UNESCO Global Geopark og útskýra fyrir gestum svæðisins hvaða alþjóðlega mikilvægu jarðfræðiminjar er þar að finna og hvernig þau móta enn landið og byggðina:

Frítt er inn á sýninguna og hægt að bóka leiðsögn gegn vægu gjaldi.  

Hafa samband: 

sími: +3544871395

e-mail: info@vik.is 

heimasíða: www.kotlusetur.is  ;  www.katlageopark.is

facebook: Katla Geopark ; Kötlusetur

             

 

 

 

 

 


Icelandic Lava Show  

ICELANDIC LAVA SHOW er nýr og spennandi afþreyingarkostur sem á engan sinn líkan um víða veröld. Sýningin endurskapar gos undir jökli með því að bræða hraun og hella því inn í sýningarsal þar sem áhorfendur sitja. Sýningin, sem er einstök á heimsvísu, er sannkölluð veisla fyrir skilningarvitin. Fyrst er stuttlega farið yfir sögu íslenskrar eldvirkni og eldsumbrot í nágrenni Víkur. Því næst er sögð mögnuð og persónuleg frásögn manns sem slapp með ótrúlegum naumyndum undan Kötlugosinu 1918. Hápunktur sýningarinnar er svo þegar bráðnu hrauni (vikri úr Kötlugosinu 1918) er hellt inn í sýningarsalinn og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili. Áhorfendur sjá rauðglóandi hraunið vella áfram, heyra það krauma og finna lyktina og hitann sem stafar frá því. Þetta er í fyrsta skipti sem svona sýning er sett á laggirnar og hvergi annars staðar í heiminum er hægt að upplifa rennandi hraun á öruggan hátt í svo miklu návígi. Magnþrungin og ógleymanleg sýning sem endurspeglar kraftinn sem býr í landi og þjóð.


The Perfect Circle 

Made by Iceland

 

 

 

 

 

 

 

Prenta Prenta