Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Vinnuskóli

Vinnuskóli Mýrdalshrepps 2020

Vinna-leika-læra

Vinnuskóli Mýrdalshrepps tekur til starfa 2. júní nk. í vinnuskólanum verður unnið, leikið og lært. Lögð verður áhersla á að nemendur læri almennar reglur og siðferði á vinnumarkaði, einnig verður lögð áhersla á að nemendur tileikni sér kurteisi, stundvísi og vinnusemi.

Helstu verkefni tengd vinnuhlutanum eru málningarvinna og önnur fegrun sveitarfélagsins. En við ætlum líka að fræðast og hafa gaman.  Meðal þess sem við stefnum á að gera er að búa til sápurennibraut/völl, taka þátt í útivistarnámskeiði, fá fræðslu í útikennslustofu hjá Kötlu Geopark, grilla saman og svo stefnum við á að fara í lokadaginn til Vestmannaeyja í skemmtiferð. Við vonumst til að vinnuskólinn verði bæði skemmtilegur og lærdómsríkur.

Reglur vinnuskólans eru einfaldar og skýrar:

Tímakaup í vinnuskóla 2020

 


Mýrdalshreppur óskar eftir umsóknum um störf í skemmtilegri og lærdómsríkri sumarvinnu við vinnuskóla Mýrdalshrepps í sumar.

Vinnuskólinn verður starfræktur frá 8. júní til 24. júlí 2020

Vinnutími:

Nemendur í 8. bekk starfa frá 8. júní til 3. júlí– Daglegur vinnutími er frá klukkan 8:00 til 12:00.

Nemendur í 9. bekk starfa frá 8. júní til 3. júlí – Daglegur vinnutími er frá 8:00 til 15:00

Nemendur í 10. bekk og og unglingar í árgangi 2003 starfa frá 8. júní til 24. júlí - Daglegur vinnutími er frá 8:00 til 15:00.

Athugið að nemendur í 10. bekk og unglingar í árgangi 2003 þurfa að skila inn staðfestingu á rafrænum persónuafslætti og greiða lífeyrissjóð. Iðgjöld reiknast frá næstu mánaðarmótum eftir 16. ára afmælisdag.

Vinnuskólinn er eingöngu ætlaður fyrir börn sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu eða eiga foreldri með lögheimili í sveitarfélaginu.

Umsóknarfrestur er til 20. maí nk.

Nemendur í vinnuskóla mæta til vinnu í Áhaldahúsið í Vík stundvíslega.

Reglur vinnuskólans eru einfaldar og skýrar:

Umsækjendur eru beðnir að senda umsókn á vinnuskoli@vik.is eða skila henni á skrifstofu Mýrdalshrepps.

Umsókn um starf við vinnuskóli Mýrdalshrepps 2020

Í umsókninni þarf að koma fram fullt nafn, kennitala og símanúmer. Umsóknarfrestur er til 20. maí nk.

 

Prenta Prenta