Dýrahald

 

Í samræmi við samþykkt um hunda- og kattahald í Mýrdalshreppi nr. 757/2008, ber öllum sem halda vilja hund eða kött að sækja um leyfi til þess til sveitarstjórnar á þar til gerðum eyðublöðum og jafnframt greiða til sveitarsjóðs leyfisgjald kr. 8.200.- árlega fyrir hvert dýr.

Samþykkt um hunda og kattahald er að finna hér og eru allir hunda og kattaeigendur hvattir til að kynna sér hana.

Þar sem nokkur misbrestur er á því að heimilisdýr séu rétt skráð eru eigendur þeirra hvattir til að ganga frá skráningu sinna dýra hið fyrsta.

 

Smelltu á eyðublöðin hér að neðan til þess að opna.

 

Mırdalshreppur
Austurvegi 17 • 870 Vík
Sími: 4871210 • Fax: 4871205
myrdalshreppur@vik.is