Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Slökkvilið Mýrdalshrepps  

 

Útkallssvæði - Landfræðilegt þjónustusvæði Slökkviliðs Mýrdalshrepps nær frá Blautukvísl á Mýrdalssandi að Jökulsá á Sólheimasandi.

Í liðinu eru 19 einstaklingar

Stjórnendur:
Ívar Páll Bjartmarsson slökkvliðsstjóri

Netfang: slokkvilid.vik@gmail.com

Heimasíða: slokkvilid.vik.is/

Facebook: Slökkviliðið Vík

Ágúst Freyr Bjartmarsson varaslökkviliðsstjóri

 

Þjónusta

Vatnsöflun og slökkvistarf utanhúss
Slökkvistarf innanhúss og reykköfun
Björgun fólks með klippum, glennum og öðrum útbúnaði, m.a. úr bílflökum
Viðbrögð við mengunar- og eiturefnaslysum
Eldvarnareftirlit

 

Bílaflotinn

MAN TGM 18.340. Árgerð 2017 (Nýskráður á íslandi), 340 hestöfl Euro VI, beinskiptur, tvöfalt hús (6 manna), 5000 l tankur, 4000 l dæla, eitt háþrýsihjól 50 metrar, mónitor á þaki 2000 l, led ljósamastur, led lýsing í skáp, led vinnu lýsing, miðstöð í skáp, 9 tonna spil, myndavél að aftan.

Mercedes Bens 1225 slökkvi- og tækjabíll árgerð 1984 (kom notaður til liðsins 2001)

Bíllinn er sjálfskiptur með drif á öllum hjólum. Í yfirbyggingu bílsins er 4000 l vatnstankur og 500 l froðutankur báðir úr plasti. Þá er í bílnum ný Hale slökkvidæla 2800 l/mín með Nissan vél ásamt þeim fylgihlutum sem með henni þarf. Í bílnum er einnig rafstöð 5 kva, loftdrifið ljósamastur með 2x1000W ljóskösturum, björgunarstigi úr áli, 4 hlutar og Lucas björgunartæki (klippur, glennur og tjakkur). Allur þessi búnaður er nýr nema björgunartækin.

MAN 19.403 FAK gerð með 400 hestafla vél,árgerð 1999 fjórhjóladrif með sídrif, háu og lágu drifi, læsingum og rafmagnsgírskiptingu. Mannskapshús er einfalt eða fyrir tvo menn. Tankur er á bílum sem tekur 6000 l af vatni. Bifreiðin er með  Travel Power 4,5 kW rafal við vél, loftdrifið ljósamastur 3 x 500W 4,6 m., rafdrifið 6 tonna Warn spil, uppbyggt tvískipt pústkerfi ofl.

Ford Econoline tækjabíll. gamall sjúkrabíll sem breytt hefur verið fyrir björgunartæki. í bílnum eru nýjar klippur og glennur af Lukas stremliner gerð. Einnig er bifreiðin hugsuð til að ferja menn á brunastað.

Brunavarnaráætlun 2018-2022 

 

      

 

Prenta Prenta