Gámasvæði og sorphirða 
Ögmundur Ólafsson ehf.,
Heimilisfang: Víkurbraut 15b, 870 Vík
Sími: 892-9726/866-9247
Gámavöllurinn við Smiðjuveg, opnunartímar:
Mánudagur: 16:00-18:00
Þriðjudagur: lokað
Miðvikudagur: 13:00-18:00
Fimmtudagur: lokað
Föstudagur: 16:00-18:00
Laugardagur: 10:00-12:00
Reglur um flokkun á gámasvæðinu:
- Málmar: Í þar til merktan opin gám við rampinn. Stærri hlutir (t.d. bílar og grófir hlutir) eiga að fara í brotajárnshaug.
- Dekk: í merktan haug.
- Grófúrgangur/óendurvinnanlegur : í merktan opin gám við rampinn.
- Heimilisúrgangu/óendurvinnanlegur: í merktan lokaðan gám við rampinn. Í hann fer einnig úrgangur sem getur auðveldlega fokið svo sem einangrunarplast.
- Heyrúlluplast : í merktan opin gám við rampinn.
- Garðaúrgangur : í merktan opin gám við rampinn. Um helgar verður pallur utan við hliðið fyrir gras og garðaúrgang.
- Tré og afklippur trjáa: í haug inni á gámavellinum. Aðeins er tekið á móti þeim á opnunartíma gámavallarins.
- Húsið á gámavellinum er opið á opnunartíma: Þangað inn á gólf fer bylgjupappi, spilliefni, öll heimilis- og raftæki, plastfilmur, plastpokar og annað plastefni. (Sbr. merkingu á húsi)
- Móttaka endurvinnsluumbúða, er opin í húsinu á gámavellinum miðvikudaga frá kl. 15:00 til 18:00
Athugið: Miklvægt er að ekki fari annað í gámana en merkingar segja til um.
Öll umferð inn á gámavöllinn af varnargarðinum er stranglega bönnuð.
Gámar við Pétursey eru eingöngu ætlaðir fyrir grófúrgang og málma. Heimilstæki og spilliefni svo og endurvinnanlegur úrgangur á að koma á gámavöllin í Vík.
Munið að flokkun úrgangs og góð umgengni hjálpa okkur að vernda náttúruna og nýta verðmæti.

Hreinsunarátak
Eins og komið hefur fram í fyrri auglýsingum hér á síðunni þá hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands farið í hreinsunarátak sem miðar að lóðum og lendum í umdæmi þess. Átakið er áskorun til lóðarhafa, íbúa og landeigenda á Suðurlandi, að þeir gangi í það að hreinsa af lóðum sínum og lendum, allt það sem getur valdið ónæði, mengun eða lýti á umhverfinu. Jafnframt verður hægt að krefjast lagfæringa og viðgerða á lóðum, girðingum og mannvirkjum ef nauðsynlegt þykir, auk þess sem heimilt er að láta fjarlægja númerslausar bifreiðar, bílflök, gáma og sambærilega hluti að undangenginni viðvörun, á kostnað eigenda. Ákveðið hefur verið að fyrstu skrefin í þessu átaki innan Mýrdalshrepps snúi að því að hreinsa til á þjónustulóðum í elstahluta Víkur. Með þessari auglýsingu er þeim lóðarhöfum sem eiga eða hafa til umráða lóðir sem eru merktar inná mynd sem fylgir þessari auglýsingu, gefin kostur á að hefjast nú þegar handa áður en til framkvæmda kemur af hálfu Heilbrigðiseftirlitsins. Einnig eru þeir aðilar sem eiga muni á lóðum sveitarfélagsins án þess að hafa til þess leyfi, hvattir til þess að fjarlægja þá.
Nánari upplýsingar má finna hér: Lóðahreinsun og númerslausar bifreiðar
