Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Dvalarheimilið Hjallatúns

Hjallatún var formlega opnað sem dvalarheimili í ágúst 1989 en heimilið, sem telur 10 herbergi, var byggt við íbúðir aldraðra sem teknar voru í notkun 1986. Þetta voru fjórar íbúðir sem leigðar voru út til aldraðra hreppsbúa án sérstakrar þjónustu. Áður var vísir að dvalarheimili í húsinu Suður-Vík þar sem nú er veitingastaður. Bygging hjúkrunarheimilis í sveitarfélaginu var íbúum þess ákaflega hugleikin og margar hendur lögðust á eitt til að gera hana að veruleika, bæði einstaklingar og félagasamtök. Hjallatún var eins og önnur hjúkrunarheimili byggt og hugsað sem dvalarheimili en smátt og smátt hefur hjúkrunarrýmum fjölgað á kostnað dvalarrýma. Árið 2017 varð Hjallatún eingöngu hjúkrunarheimili og í dag eru búsettir hér 15 einstaklingar.

Á Hjallatúni er starfandi hjúkrunarforstjóri í fullu starfi og með honum hjúkrunarfræðingur í 80% starfi. Einnig tekur hjúkrunarfræðingur af heilsugæslu bakvaktir. Við umönnun starfa um 20 einstaklingar í mismunandi starfshlutfalli en þess má geta að starfsmenn í umönnun sjá einnig um þvotta, þrif, kvöldmat og annað sem gera þarf á stóru heimili. Í eldhúsi starfa þrír starfsmenn en einnig er matreitt fyrir skólann og leikskólann á svæðinu. Kötturinn Matthildur er í fullu starfi á heimilinu og er hún elskuð og dáð.

Á Hjallatúni er lögð áhersla á heimilislegt andrúmsloft og virðingu fyrir íbúum. Allir íbúar eru á einbýli. Tengingar eru fyrir sjónvarp og síma á öllum herbergjum  og þráðlaust net er í húsinu. Við leggjum mikið upp úr hreyfingu og að auka sjálfsbjargargetu íbúa. Við erum með sólríkan garð með frábærri aðstöðu til gönguferða. Í garðinum okkar ræktum við kartöflur, kál og jarðarber svo eitthvað sé nefnt. Tvisvar í viku koma sjálfboðaliðar á Hjallatún með ýmsar uppákomur svo sem upplestur eða Boccia og einnig er hér starfandi veðurklúbbur. Þá erum við með ýmsar stærri uppákomur svo sem þorrablót, jólaboð og opinn dag yfir sumartímann. Svo má nefna að kvenfélögin á svæðinu og kórar allstaðar að eru dugleg að heimsækja okkur.

 

Hjallatún, hjúkrunarheimili  
Hátúni 10-12
870 Vík í Mýrdal

Kennitala: 490589-1559

Sími: 4871348
Netfang: hjallatun@vik.is

Guðrún Berglind Jóhannesdóttir er forstöðumaður Hjallatúns.

Vetrarstarfið 2018-2019

Ársreikningur Hjallatúns: 

Fundargerðir Rekstrarnefndar Hjallatúns:

Mynd: Þ. N. Kjartansson

Prenta Prenta