Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Íþrótta- og tómstundafélag 

Í sveitarfélaginu eru starfandi ýmis íþrótta- og tómstundafélög sem ætíð eru opin fyrir nýjum félögum.  


Ungmennafélagið Katla  

Ungmennafélagið Katla var stofnað mánudaginn 17. maí 2008, þegar að Ungmennafélagið Drangur og Ungmennafélagið Dyrhólaey sameinuðust. Til að byrja með voru félögin sameinuð til reynslu í þrjú ár, en eftir gott samstarf varð sameiningin að fullu, og félagið starfar í dag sem eitt. Fyrsta stjórn félagsins var jafnframt kosin á stofnfundi, og skipuðu hana: Guðný Sigurðardóttir formaður, Sveinn Þorsteinsson varaformaður, Þorbjörg Kristjánsdóttir gjaldkeri, Petra K. Kristinsdóttir ritari og meðstjórnandi Andrína Erlingsdóttir.

Ungmennafélagið Katla stendur fyrir öflugu íþróttastarfi fyrir börn og fullorðna og hafa öll árin verið í boði Frjálsar íþróttir og Knattspyrna auk ýmissa annara greina sem boðið hefur verið upp á að hverju sinni eftir aðstæðum og má þar sem dæmi nefna: Box, Körfuknattleikur, Badminton, Ultimate Frisbee, Þrekæfingar, Fimleikar auk ýmissa annara námskeiða og eflaust annara greina sem hér gleymast. Auk íþróttastarfsins heldur Ungmennafélagið Katla þrettándagleði, sem jafnframt er uppskeruhátíð félagsins, þar sem farið er yfir starf fyrra árs og veittar viðurkenningar. Ungmennafélagið Katla heldur einnig árlegt Páskamót í Dymbilviku og sér um 17.júní skemmtun í Mýrdalshreppi. 

Sími: 8686441

Netfang: vik50@simnet.is

Heimasíða: umfkatla.wixsite.com/heimasida

Facebook: Ungmennafélagið Katla 


                                                   Hestamannafélagið Sindri  

Félagssvæði Hestamannafélagsins Sindri nær frá vestur Eyjafjöllum austur í Álftaver og félagsmenn eru rúmlega 150 talsins. Mótasvæðið stendur undir Pétursey í Mýrdal og er verið að breyta og bæta aðstöðuna jafnt og þétt.

Sími: 8671486

Netfang: isbud@simnet.is

Heimasíða: www.sindri.123.is

Facebook: Hestamannafélagið Sindra

 

 

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson    

Að ósk hins látna var stofnaður minningarsjóður um hann, til styrktar æskulýðsstarfs Hestamannafélagsins Sindra. Hægt er að styrkja minningarsjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000,- kr./stk. hjá eftirtöldum aðillum.

Hjördísi Rut sudur-foss@simnet.is gsm: 8610294

Vilborgu isbud@simnet.is gsm: 8671486

Ástu Öldu skasta_15@hotmail.com gsm: 8481861

 


                                                 Golfklúbburinn í Vík

Golfklúbburinn í Vík var stofnaður 1992. Árið 1993 lét stjórn klúbbsins hanna níu holu golfvöll fyrir klúbbinn á landssvæði í eigu Mýrdalshrepps. Til verksins var fenginn Hannes Þorsteinsson golfvallarhönnuður á Akranesi. Strax í fyrstu heimsókn sinni til Víkur varð Hannes heillaður af vallarstæðinu sem er um margt sérstakt og stórbrotið. Völlurinn liggur fast að tjaldsvæði okkar Mýrdælinga í  göngufæri frá þorpinu, girtur hamrabelti með útsýni á Hjörleifshöfða til austurs með sjóinn, Reynisdranga og Reynisfjall í suðri. Sex af níu brautum vallarins eru byggðar í sandbrekku undir Víkurhömrum, ofan gamla þjóðvegarins austur frá Vík sem sker völlinn eftir endilöngu. Reiknað er með að þessi gamla þjóðleið sé reiðvegur og göngustígur. Heildarlengd vallarins er um 2.720 metrar. Um er að ræða 3 brautir par 3, 4 brautir par 4, ein braut par 5 og 1. braut vallarins er par 6, sú eina á landinu.

Sími: 6941700

Heimasíða: www.golf.is/gkv

Netfang: golf@vik.is

Facebook: Golfklúbburinn Vík


Ungmennasamband  Vestur- Skaftafellsýslu

Ungmennasamband Vestur-Skaftafellsýslu, sammstafað USVS, er samtök ungmenna- og íþróttafélaga í Vestur-Skaftafellsýslu.Tilgangur þeirra er m.a.: að styðja allt þar er miðar að andlegri og líkamlegri orku hinnar íslensku þjóðar,að vinna að hverskonar menningar- og framfararmálum í héraðinu, að hjálpa félagsmönnum og öðrum æskulýð til aukins menningarþroska með fræðslu og líkamsþjálfun og til að rökhugsa þjóðnytjamál og vinna að framgangi þeirra, að hafa forystu um sameiginleg félagsmál og efla savinnu aðildarfélaga USVS í sýslunni, að vinna að sameiginlegum fjármálum með því að betra fram styrkbeiðnir og úthluta sameiginlegu styrktarfé til kennslustarfsemi og að útvega kennara og tæki til þjálfunar og fræðslu sé þess óskað. 

Sími: 4871340

Netfang: usvs@usvs.is

Heimasíða: www.usvs.is

Facebook: USVS

 

Prenta Prenta