Víkurskólinn
Sími: 4871242
Netfang: skolastjori@vikurskoli.is
Heimasíða: vikurskoli.is
Skólastjóri er Elín Einarsdóttir
Í grunnskólanum eru u.þ.b. 50 börn.
Um 12 kennarar starfa við skólann auk annars starfsliðs.
Nemendur eru úr þorpinu og sveitinni vestan og austan Víkur. Skólahverfið er Mýrdalshreppur.
Skóladagatal 2020-2021
Gjaldskrá Víkurskóla skólaárið 2019-2020
Merki skólans er sett saman af litum regnbogans og Reynisdröngum. Það er vísun í að Víkurskóli byggir á traustum grunni þar sem gjöful og fögur náttúra skapar umgjörð um skapandi stofnun sem leitast við að koma til móts við fjölbreytt litróf manneskjunnar í leik og starfi.

Gæði, gleði, gróska og gagn eru kjörorð Víkurskóla og marka þá framtíðarsýn sem við höfum mótað honum.
Gæði: felur í sér að ávallt er leitast við að gera hlutina vel og vanda til verka hvort sem um er að ræða framkvæmd kennslu, fræðslu starfsfólks eða ytri umgjörð.
Gleði: vísar í skapandi starfsanda þar sem samskipti mótast af virðingu, umburðarlyndi, bjartsýni og jákvæðni.
Gróska: felur í sér skapandi framvindu í að takast á við ný verkefni, bæta og fegra það sem fyrir er í víðu samhengi.
Gagn: vísar til ábyrgðar hvers og eins og hvernig hann getur með framlagi sínu lagt hönd á plóg til eflingar sjálfs sín og annarra.

