Störf í boði

Stuðningsfulltrúi / skólaliði

Víkurskóli Vík í Mýrdal auglýsir eftirfarandi stöðu lausa til umsóknar:

Staða stuðningsfulltrúa / skólaliða er laust til umsóknar fyrir skólaárið 2019-2020.

Umsóknarfrestur er til 3. júní 2019

Umsóknir skulu sendast á netfangið skolastjori@vik.is

Nánari upplýsingar veitir Elín Einarsdóttir skólastjóri í  síma  4871242 /7761320, jafnframt heimasíða skólans www.vikurskoli.vik.is


Sumarstarf í Íþróttamiðstöð 

Laust er til umsóknar 100% sumarstarf í vaktavinnu við Íþróttamiðstöðina í Vík í Mýrdal. Sundkunnátta, snyrtimennska og góð þjónustulund áskilin, við leitum að starfsmanni sem er traustur, reglusamur og vandvirkur. Íþróttamiðstöðin er reyklaus vinnustaður.

Starfið felur m.a. í sér: afgreiðslu, laugarvörslu, þrif og aðra almenna þjónustu við gesti Íþróttamiðstöðvarinnar.

Viðkomandi þarf að gangast undir öryggispróf sundstaða og hafa/taka skyndihjálparnámskeið, hreint sakavottorð skilyrði.

Laun eru skv. samningi launanefndar sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Suðurlands.

Nánari upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri í síma 487-1210

Umsóknir sendist á sveitarstjori@vik.is

Umsóknarfrestur til 26. maí nk.


Kennarar óskast við Víkurskóla, Vík í Mýrdal

Víkurskóli Vík í Mýrdal  auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar:

Staða sérkennara

Stöður umsjónarkennara, ýmsar kennslugreinar í boði

Við leitum að kennurum sem:

Víkurskóli er lítill samkennsluskóli með um 50 nemendur.

Í Víkurskóla er leitast við að búa nemendum hvetjandi námsumhverfi. Áhersla er lögð á teymisvinnu og fjölbreytta kennsluhætti. Víkurskóli er heilsueflandi skóli og vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar, Uppeldi til ábyrgðar. Víkurskóli er jafnframt einn af jarðvangsskólum Kötlu Geopark. Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans.

Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og hreint sakavottorð.

Möguleiki er á húsnæði á staðnum.

Stöðurnar eru lausar frá og með 1. ágúst 2019

Umsóknarfrestur er til  og með 8. maí 2019

Umsóknir skulu sendast á netfangið skolastjori@vik.is

Nánari upplýsingar veitir Elín Einarsdóttir skólastjóri í  síma  4871242 /7761320, jafnframt heimasíða skólans www.vikurskoli.vik.is


Mýrdalshreppur auglýsir starf Frístunda og

menningarfulltrúa Mýrdalshrepps laust til umsóknar

Tímabundin ráðning til eins árs.

Helstu verkefni :

Félagsheimilið Leikskálar

Almenn umsjón með húsinu , búnaði  og umhverfi þess.

Skipulagning og undirbúningur viðburða.

Skráning og umsjón með útleigu á húsinu.

Þrif og eftirlit með viðhaldi.

Samskipti við félagssamtök sem nýta húsið og aðstoð við þau.

Vinna með ungmennum og menningarmál

Vinna með ungmennum í félagsmiðstöðinni OZ

Starfsmaður ungmennaráðs

Aðstoðar nefndir við framkvæmdir verkefna tengdum menningu og æskulýðsmálum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri í síma 487-1210

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknir sendist á sveitarstjori@vik.is

Umsóknarfrestur til 1. maí nk.


Mýrdalshreppur auglýsir eftir starfsmönnum í

áhaldahús sveitarfélagsins

Sumarstarfsmaður 100% staða

Framtíðarstarfsmaður 100% staða

Meðal verkefna er viðhald húsnæðis í eigu sveitarfélagsins, umhirða opinna svæða, gatna og gangstétta, þátttaka í framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins.   

Iðnmenntun sem nýtist í starfi er æskileg svo og reynsla af sambærilegum störfum. Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum eru mikilvæg svo og sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Launakjör skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Mýrdalshrepps hvetur sveitarfélagið konur jafnt sem karla til þess að sækja um starfið.

Upplýsingar um starfið veitir verkstjóri í síma 897-8303

Umsóknarfrestur er til 1. maí 2019

Umsókn sendir á sveitastjóri@vik.is


Kennarar óskast við Víkurskóla, Vík í Mýrdal

Víkurskóli Vík í Mýrdal  auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar:

Stöður umsjónarkennara, ýmsar kennslugreinar í boði

Við leitum að kennurum sem:

Víkurskóli er lítill samkennsluskóli með um 50 nemendur.

Í Víkurskóla er leitast við að búa nemendum hvetjandi námsumhverfi. Áhersla er lögð á teymisvinnu og fjölbreytta kennsluhætti. Víkurskóli er heilsueflandi skóli og vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar, Uppeldi til ábyrgðar. Víkurskóli er jafnframt einn af jarðvangsskólum Kötlu Geopark. Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans.

Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og hreint sakavottorð.

Möguleiki er á húsnæði á staðnum.

Stöðurnar eru lausar frá og með 1. ágúst 2019

Umsóknarfrestur er til 22. apríl 2019

Umsóknir skulu sendast á netfangið skolastjori@vik.is

Nánari upplýsingar veitir Elín Einarsdóttir skólastjóri í  síma  4871242 /7761320, jafnframt heimasíða skólans www.vikurskoli.vik.is


Leikskólinn Mánaland 

Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólanum Mánalandi. Leikskólinn er tveggja deilda leikskóli í Vík í Mýrdal fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. Mánaland hefur sótt um aðild að verkefni Landlæknisembættisins, að verða heilsueflandi leikskóli og erum við að vinna að innleiðingu þess. Við leggjum áherslu á holla og góða næringu sem og góða almenna lýðheilsu. Við vinnum einnig með ART og Vináttuverkefnið Blæ.  Leikskólinn okkar er í sífelldri þróun og leitum við að leikskólakennara sem er tilbúinn til að vera með okkur í að þróa starfið enn meira og vera hluti af okkar faglega og skemmtilega samfélagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hæfniskröfur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara. Leiðbeinendur falla undir kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga  og FOSS.

Starfshlutfall: 100%

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður ráðinn leiðbeinandi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun.

Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur: 28. 2.2019

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergný Ösp Sigurðardóttir í síma 487-1241 og tölvupósti bergny@vik.is.

Umsóknir ásamt ferilskrá má senda inn hér: http://manaland.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn


 

Mırdalshreppur
Austurvegi 17 • 870 Vík
Sími: 4871210 • Fax: 4871205
myrdalshreppur@vik.is