Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Störf í boði

Kötlusetur forstöðumaður 

Laus er til umsóknar tímabundið, staða forstöðumanns Kötluseturs í Vík í Mýrdal

Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2021 til 1. september 2022.
Kötlusetur er miðstöð menningar, fræða og ferðamála í Vík. Markmið sjálfseignarstofnunarinnar er að efla menningarlíf í Mýrdalshreppi, auka gæði sveitarfélagsins sem ferðamannastaðar og stuðla að uppbyggingu menningarminja. Kötlusetur starfar í nánu samstarfi við Mýrdalshrepp, Kötlu UNESCO jarðvang, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og hagsmunaaðila ferðaþjónustunnar. 
Kötlusetur rekur gestastofu með sýningum um áttúru og sögu svæðisins ásamt upplýsingamiðstöð ferðamanna.

Starfið er fjölbreytt og felur í sér: 

Hæfniskröfur:

Starfið felur í sér mannaforráð.

Umsóknarfrestur er til 23. apríl 2021. 
Æskilegt viðkomandi geti hafið störf 1. júní eða sem fyrst samkvæmt samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Vala Hauksdóttir: kotlusetur@vik.is 
Umsóknir berist á sama netfang. 


Víkurskóli óskar eftir kennurum til starfa fyrir skólárið 2021-2022 

Víkurskóli er lítill samkennsluskóli með 60 nemendur. Í skólanum er leitast við að búa nemendum hvetjandi námsumhverfi. Áhersla er lögð á samstarf kennara og fjölbreytta kennsluhætti. Víkurskóli er heilsueflandi skóli og vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar, uppeldi til ábyrgðar. Víkurskóli er jafnframt einn af jarðvangsskólum Kötlu Geopark. Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans. Skólinn hefur um árabil tekið þátt í fjölþjóðlegu samstarfi í gegnum Erasmus+. Á næsta ári er gert ráð fyrir að húsnæði skólans stækki töluvert sem mun m.a. verða nýtt til að gera list- og verkgreinum hátt undir höfði.

Staða grunnskólakennara á mið- og/eða yngsta stigi, æskilegar kennslugreinar m.a: íslenska, danska, enska, tónmennt, heimilisfræði.

Staða grunnskólakennara í hönnun og smíði, auk kennslu valgreina á unglingastigi og upplýsingatækni.

Við leitum að starfsmönnum sem hafa:

 • leyfisbréf til kennslu eða aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • sértæka hæfni á grunnskólastigi.
 • gott vald á íslensku máli í ræðu og riti.
 • sveigjanleika og góða samskiptahæfni.
 • faglegan metnað til að takast á við ný og spennandi verkefni.
 • vilja til að taka þátt í samstarfi og teymisvinnu.
 • reynslu og þekkingu af upplýsingatækni í skólastarfi.
 • til að bera virðingu fyrir börnum og áhuga á að starfa með þeim.
 • hreint sakavottorð.

Við bjóðum uppá:

 • aðstoð við að útvega húsnæði.
 • flutningsstyrk.
 • tækifæri til símenntunar.
 • góðan starfsanda.

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og kjarasamningi KÍ. Stöðurnar eru lausar frá og með 1. ágúst 2021.

Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2021.

Umsóknir auk ferilskrár skulu sendar á netfangið skolastjori@vikurskoli.is

Nánari upplýsingar veitir Elín Einarsdóttir skólastjóri í síma 487-1242 /776-1320, jafnframt heimasíða skólans www.vikurskoli.vik.is


Leikskólinn Mánaland óskar eftir leikskólakennurum til starfa í störf sérkennara, deildarstjóra og á deild. 

Leikskólinn er tveggja deilda 30 barna leikskóli fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. Mánaland er heilsueflandi leikskóli. Við leggjum áherslu á holla og góða næringu auk góðrar almennrar lýðheilsu. Við vinnum einnig með ART og erum með vináttuverkefnið Blæ á báðum deildum leikskólans. Leikskólinn okkar er í sífelldri þróun. Við leitum að leikskólakennurum sem eru tilbúnir til að ganga í liðið okkar og þróa starfið enn meira ásamt því að vera hluti af samfélaginu okkar. Við hugsum stórt og erum að undirbúa byggingu nýs, þriggja deilda, 60 barna leik- skóla sem við áætlum að flytja inní á næsta ári.

Við leitum að starfsmönnum sem hafa:

 • leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara.
 • reynslu af uppeldis – og kennslustörfum með ungum börnum.
 • lipurð og sveigjanleika í samskiptum.
 • frumkvæði í starfi og faglegan metnað.
 • sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • gott vald á íslensku máli í ræðu og riti.

Við bjóðum upp á:

 • húsnæðishlunnindi.
 • aðstoð við að útvega húsnæði.
 • flutningsstyrk.
 • tækifæri til símenntunar.
 • þátttöku í þróun leikskólastarfsins.
 • að verða hluti af fersku, áhugasömu og faglegu vinnuumhverfi sem er í stöðugri þróun.
 • umfram allt skemmtilegan vinnustað.

 

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara.

Stöðurnar eru lausar frá og með 1. ágúst 2021

Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2021

Umsóknir auk ferilskrár skulu sendar á netfangið manaland@manaland.is. Nánari upplýsingar veitir Dagný Rut Grétarsdóttir leikskólastjóri í síma 487-1241


Sumarvinna á Hjallatúni 

Hjúkrunarheimilið Hjallatún auglýsir eftir fólki í sumarafleysingar við umönnun aldraðra. 

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í vaktavinnu og er æskilegt að umsækjandi hafi góðan grunn í íslensku og áhuga á samskiptum.  

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands 

Umsóknir sendist á hjallatun@vik.is 

Guðrún Berglind Jóhannesdóttir hjúkrunarforstjóri

 

 

Prenta Prenta