Störf í boði
Leikskólakennari óskast við leikskólann Mánaland, Vík í Mýrdal
Mýrdalshreppur er vaxandi tæplega 800 manna sveitarfélag. Síðastliðin þrjú ár hefur íbúafjölgun á landinu verið mest í Mýrdalshreppi á landsvísu. Í Vík er öll almenn þjónusta svo sem leik-, grunn - og tónskóli, heilsugæsla, dvalar- og hjúkrunarheimili og góð aðstaða til íþróttaiðkunar.
Náttúrufegurð er rómuð í Vík og nágrenni og samgöngur greiðar allt árið. Sutt í góðar göngu- og hjólaleiðir, golfvöllur og motorcrossbraut og er því alhliða paradís fyrir útivistarfólk. Ferðaþjónusta er öflug og vaxandi í sveitarfélaginu. Það er margt að gerast á svæðinu og er Vík því áhugaverður staður fyrir öflugt og dugmikið fólk.
Leikskólinn Mánaland óskar eftir leikskólakennara til starfa
Leikskólinn er tveggja deilda leikskóli í Vík í Mýrdal og er fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. Mánaland vinnur að því að verða heilsueflandi leikskóli sem er verkefni á vegum Landlæknisembættisins. Við leggjum áherslu á holla og góða næringu auk góðrar almennrar lýðheilsu. Við vinnum einnig með Lubba og erum með Vináttuverkefnið Blæ á báðum deildum leikskólans. Leikskólinn okkar er í sífelldri þróun og leitum við að leikskólakennara sem er tilbúinn til að ganga í liðið okkar og þróa starfið enn meira ásamt því að vera hluti af samfélaginu okkar.
Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður ráðinn leiðbeinandi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.á m.
- Að vinna að uppeldis – og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni undir stjórn deildarstjóra.
- Taka þátt í skipulagningu á faglegu starfi deildarinnar.
- Taka þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
- Vinna í nánu sambandi við foreldra/forráðamenn barnanna.
Hæfniskröfur:
- Leikskólakennaramenntun eða leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari.
- Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði.
- Reynsla af uppeldis – og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg.
- Lipurð, sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Hreint sakavottorð.
Við bjóðum upp á:
- Tækifæri til að taka þátt í að þróa leikskólastarfið.
- Tækifæri til að kenna börnum leikni og að upplifa gleði.
- Tækifæri til símenntunar.
- Að verða hluti af fersku, áhugasömu og faglegu vinnuumhverfi sem er í stöðugri þróun.
- Umfram allt skemmtilegan vinnustað.
Frekari upplýsingar um starfið:
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara. Leiðbeinendur falla undir kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga og Foss.
Starfshlutfall: 100%
Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.
Staðan er laus nú þegar.
Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2021
Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Rut Gretarsdóttir leikskólastjóri í síma 487-1241 eða á netfanginu manaland@manaland.is.
Umsóknir ásamt ferilskrá og afrit af leyfisbréfi auk sakavottorðs skal senda á manaland@manaland.is en einnig er hægt að senda inn umsókn ásamt fylgiskjölum hér; http://manaland.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn
Starf í Íþróttamiðstöð
Laust er til umsóknar starf í vaktavinnu við Íþróttamiðstöðina í Vík í Mýrdal. Um er að ræða 90% starf yfir vetrartímann og 100% yfir sumartímann. Sundkunnátta, snyrtimennska og góð þjónustulund áskilin. Við leitum að starfsmanni sem er traustur, reglusamur og vandvirkur. Íþróttamiðstöðin er reyklaus vinnustaður.
Starfið felur m.a. í sér: afgreiðslu, laugarvörslu, þrif og aðra almenna þjónustu við gesti Íþróttamiðstöðvarinnar.
Viðkomandi þarf að gangast undir öryggispróf sundstaða og hafa/taka skyndihjálparnámskeið, hreint sakavottorð skilyrði.
Laun eru skv. samningi launanefndar sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Suðurlands.
Nánari upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri í síma 487-1210
Umsóknir sendist á sveitarstjori@vik.is
Umsóknarfrestur til 2. janúar 2021
Tonlistakennari óskast í tónskóla Mýrdalshrepps
Tónskóli Mýrdalshrepps óskar eftir fjölhæfur tónlistarkennara í 80% starf í fæðingarorlofi frá 1. jan. 2021 til 31. maí. 2021 með möguleika á húsnæði.
Starfið felst í kennslu á gítar, rafmagnsgítar, rafbassa og trommusett auk annarrar kennslu í samræmi við menntun, áhuga og reynslu kennarans. Reynsla af kennslu á blásturshljóðfæri æskileg.
Tónskóli Mýrdalshrepps er í góðum tengslum við grunn og leikskólana.
Laun: samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra Sveitarfélaga og FÍH/FT
Menntun og reynsla:
- Réttindi til kennslu í tónlistarskóla og/eða haldgóð tónlistarmenntun sem nýtist í starfi
- Framhaldsmenntun er æskileg en ekki skilyrði
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og sveigjanleiki
- Góð færni í hljóðfæraleik
- Hreint sakavottorð
Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2020.
Umsóknir eða frekari upplýsingar berist á netfangið brian@vik.is, eða í síma hjá Briani 892-0390