Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Um sveitarfélagið 

Mýrdalurinn er hluti af Skaftárþingi en undir það lúta bæði Vestur – og Austur-Skaftafellssýsla.  Mýrdalurinn var að mestu numinn af Reyni-Birni og Loðmundi gamla að undanskildu svæðinu austan Kerlingadalsár og voru landamerkin við Hafursá. Hinn forni Dyrhólahreppur náði yfir allt landsvæði núverandi Mýrdalshrepps.

 

mynd eftir Þ.N.KjartanssonMýrdal var skipt í tvö sveitarfélög árið 1887: Dyrhólahrepp og Hvammshrepp. Í ársbyrjun 1984 voru hrepparnir sameinaðir að nýju og heitir sveitarfélagið nú Mýrdalshreppur. Hreppurinn afmarkast af Jökulsá á Sólheimasandi að vestan og Blautukvísl á Mýrdalssandi að austan. Mýrdalshreppur er einn af þremum sveitarfélagum í Katla UNESCO GLOBAL Geopark. Flatarmál sveitarfélagsins er 760,8 km ². Íbúar Mýrdalshrepps voru 630 í desember 2017.
Sveitin er grasi gróin, en beljandi jökulfljótt og víðáttumiklir sandar mynda mótvægi við gróðurlendið. Víða til heiða eru fjöllin mjög sundurskorin af hrikalegum gljúfrum. Mest eru þetta fornar sprungumyndanir sem skriðjöklar og jökulár hafa mótað. Í megindráttum er um að ræða móbergssvæði, ung jarðmyndun, sem ýmist er mynduð við neðansjávargos eða gos undir jökli. Í Mýrdalshreppi eru margar stórbrotnar náttúruperlur og má þar nefna Dyrhólaey, Víkur- og Reynisfjöru, Reynisdranga, Hjörleifshöfða, Mýrdalsjökul en í honum er eldstöðin Katla, Sólheimajökull er skriðjökull sem gengur út frá Mýrdalsjökl, Heiðardalinn, Höfðubrekkuheiði, Höfðubrekkuafrétt, Þakgil, Gæsavatn.Helstu atvinnugreinar í Mýrdalshreppi er ferðaþjónusta, landbúnaður, verslun og opinber þjónusta.

Ferðaþjónustan hefur þróast mjög hratt undanfarin ár og hefur fjöldi hótela, gistiheimila og heimagistinga aukist mikið. Einnig hafa nýir veitingastaðir opnað, afþreyingin hefur aukist og má þar nefna jeppaferðir, hestaleigur, Jöklagöngur, svifvængjaflug, Zip line og fleira.
Í þorpinu í Vík eru nokkur gömul hús sem hafa verið gerð upp í upphaflegri mynd og má þar nefna Brydebúð sem hýsir nú upplýsingamiðstöð, skrifstofur og er nú miðstöð menningarmála og ferðamála í Mýrdalshreppi. Skipið Skaftfellingur er hýstur í skemmu sem stendur í gamla hluta þorpsins og er þar einnig sýning sem sýnir sögu skipsins og skipsstranda í Vestur – Skaftafellssýslu.

Fjölbreytt menningarlíf er í Mýrdalnum, hér starfa þrjú kvenfélög, Lionsklúbburinn Suðri, björgunarsveitin Víkverji o.fl. Aðra helgina í október ár hvert er haldin menningarhátíð sem ber nafnið Regnboginn líst í fögru umhverfi. Tónlistarviðburðir eru haldnir í kirkjunni og einnig í Skaftfellingsskemmunni. Það er orðin árleg hefð að halda fýlaveislu á Ströndinni í Víkurskála en þá koma saman heimamenn og brottfluttir og borða saman saltaðan fýl. 

Prenta Prenta