Fyrri mynd
Næsta mynd
 
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
English

Aðalskipulag 2005-2025 - tillaga í smíðum

29.06.2007

Skipulags- og byggingarnefnd og sveitarstjórn hafa nú ákveðið hvaða veglína verði færð inn á aðalskipulagstillögu.

Kort sem lá til grundvallar við umræður í nefndunum má sjá hér...

Skipulagsráðgjafi lýkur nú gerð aðalskipulagstillögu og vonast má til að hún verði hæf til auglýsingar á haustmánuðum.  Almenningur fær þá möguleika að að gera athugasemdir við tillöguna eins og lög gera ráð fyrir.

31.03.2006

Skipulags- og byggingarnefnd hefur nú mótað tillögu um nýja veglínu um Mýrdal að fengnum umsögnum sem borist hafa þ.m.t. umsögnum Vegagerðar og Umhverfisstofnunar.  Gera má ráð fyrir að í tillögu að aðalskipulagi sem brátt verður tilbúin til auglýsingar verið veglínan í líkingu við þessa. 

Áréttað skal að málið er á umræðustigi - formleg tillaga hefur ekki litið dagsins ljós.  Tillaga að aðalskipulagi verður formlega auglýst þegar hún verður tilbúin að mati skipulags- og byggingarnefndar, sveitarstjórnar og Skipulagsstofnunar.  Íbúum og öðrum áhugasömum gefst þá kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna.

Hinar nýju tillögur má skoða hér:

Eldri hugmyndir eru hér að neðan.

Texti frá nóv 2005

Unnið hefur verið að gerð aðalskipulags fyrir Mýrdalshrepp um alllangt skeið og hefur Benedikt Björnsson skipulagsráðgjafi séð um þá vinnu ásamt skipulags- og byggingarnefnd.  Tillaga að aðalskipulagi 2002-2022 hefur verið auglýst og var nánast tilbúin til lokaafgreiðslu en sveitarstjórn ákvað að láta gera tillögu að nýrri legu Hringvegar um Mýrdal þannig að hann færi um jarðgöng í gegnum Reynisfjall.  Þar sem um er að ræða verulega breytingu frá fyrri tillögu hefur verið ákveðið að tillagan verði auglýst að nýju skv. skipulags- og byggingarlögum og gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.  Tillagan verði jafnframt uppfærð og taki til tímabilsins 2005-2025.

Á almennum fundi í Leikskálum 14. nóvember s.l. voru kynntar nokkrar hugmyndir að legu nýs vegar um Mýrdal og óskað eftir umsögnum um þær og jafnframt nýjum hugmyndum.  Nokkrar umsagnir bárust og einnig undirskrifuð formleg mótmæli hagsmunaðila og undirskriftalisti áhugamanna um öruggar samgöngur í Mýrdal.

Fyrirliggjandi gögn hafa nú verið send Umhverfisstofnun og Vegagerðinni og vonast er eftir viðbrögðum þessara stofnana öðru hvoru megin við áramótin. 

Áréttað skal að málið er á umræðustigi - formleg tillaga hefur ekki litið dagsins ljós.  Tillaga að aðalskipulagi verður formlega auglýst þegar hún verður tilbúin að mati skipulags- og byggingarnefndar, sveitarstjórnar og Skipulagsstofnunar.  Íbúum og öðrum áhugasömum gefst þá kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna.

Áhugasamir geta skoðað hugmyndirnar sem kynntar voru á fundinum í Leikskálum hér að neðan.  Af gefnu tilefni er enn minnt á að um hugmyndir er að ræða sem geta átt eftir að taka breytingum áður en endanleg tillaga er gerð.

Mýrdalshreppur
Opnağu síğuna í símanum

Aðalskipulag 2005-2025 - tillaga í smíðum

29.06.2007

Skipulags- og byggingarnefnd og sveitarstjórn hafa nú ákveðið hvaða veglína verði færð inn á aðalskipulagstillögu.

Kort sem lá til grundvallar við umræður í nefndunum má sjá hér...

Skipulagsráðgjafi lýkur nú gerð aðalskipulagstillögu og vonast má til að hún verði hæf til auglýsingar á haustmánuðum.  Almenningur fær þá möguleika að að gera athugasemdir við tillöguna eins og lög gera ráð fyrir.

31.03.2006

Skipulags- og byggingarnefnd hefur nú mótað tillögu um nýja veglínu um Mýrdal að fengnum umsögnum sem borist hafa þ.m.t. umsögnum Vegagerðar og Umhverfisstofnunar.  Gera má ráð fyrir að í tillögu að aðalskipulagi sem brátt verður tilbúin til auglýsingar verið veglínan í líkingu við þessa. 

Áréttað skal að málið er á umræðustigi - formleg tillaga hefur ekki litið dagsins ljós.  Tillaga að aðalskipulagi verður formlega auglýst þegar hún verður tilbúin að mati skipulags- og byggingarnefndar, sveitarstjórnar og Skipulagsstofnunar.  Íbúum og öðrum áhugasömum gefst þá kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna.

Hinar nýju tillögur má skoða hér:

Eldri hugmyndir eru hér að neðan.

Texti frá nóv 2005

Unnið hefur verið að gerð aðalskipulags fyrir Mýrdalshrepp um alllangt skeið og hefur Benedikt Björnsson skipulagsráðgjafi séð um þá vinnu ásamt skipulags- og byggingarnefnd.  Tillaga að aðalskipulagi 2002-2022 hefur verið auglýst og var nánast tilbúin til lokaafgreiðslu en sveitarstjórn ákvað að láta gera tillögu að nýrri legu Hringvegar um Mýrdal þannig að hann færi um jarðgöng í gegnum Reynisfjall.  Þar sem um er að ræða verulega breytingu frá fyrri tillögu hefur verið ákveðið að tillagan verði auglýst að nýju skv. skipulags- og byggingarlögum og gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.  Tillagan verði jafnframt uppfærð og taki til tímabilsins 2005-2025.

Á almennum fundi í Leikskálum 14. nóvember s.l. voru kynntar nokkrar hugmyndir að legu nýs vegar um Mýrdal og óskað eftir umsögnum um þær og jafnframt nýjum hugmyndum.  Nokkrar umsagnir bárust og einnig undirskrifuð formleg mótmæli hagsmunaðila og undirskriftalisti áhugamanna um öruggar samgöngur í Mýrdal.

Fyrirliggjandi gögn hafa nú verið send Umhverfisstofnun og Vegagerðinni og vonast er eftir viðbrögðum þessara stofnana öðru hvoru megin við áramótin. 

Áréttað skal að málið er á umræðustigi - formleg tillaga hefur ekki litið dagsins ljós.  Tillaga að aðalskipulagi verður formlega auglýst þegar hún verður tilbúin að mati skipulags- og byggingarnefndar, sveitarstjórnar og Skipulagsstofnunar.  Íbúum og öðrum áhugasömum gefst þá kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna.

Áhugasamir geta skoðað hugmyndirnar sem kynntar voru á fundinum í Leikskálum hér að neðan.  Af gefnu tilefni er enn minnt á að um hugmyndir er að ræða sem geta átt eftir að taka breytingum áður en endanleg tillaga er gerð.

Prenta Prenta