Fyrri mynd
Næsta mynd
 
Mýrdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
English

Fréttir | 03. apríl 2017

Uppbygging - Snyrtilegt umhverfi

 

                       

 

       Uppbygging - snyrtilegt umhverfi           

Mýrdalshreppur    

Kæru Mýrdælingar

Okkar fallega sveitarfélag er að verða einn af helstu ferðamannastöðum landsins og um leið er ferðaþjónusta orðin okkar aðalatvinnugrein.  Hér var á síðasta ári um 7% fólksfjölgun og áfram er mikil uppbygging í gangi bæði í byggingu verslunar- og þjónustuhúsnæðis, hótela og íbúðarhúsnæðis og einnig er talsverð aukning á fjölbreyttri afþreyingu fyrir ferðamenn.  Allt kallar þetta á enn fleira fólk til starfa, sem styrkir samfélagið til framtíðar og möguleika ungs fólks á fjölbreyttri atvinnu.

Í farvatninu á þessu og næsta ári eru hér í Vík:

Í dreifbýlinu er líka ýmislegt í farvatninu:

Örugglega er hér ekki allt upp talið.  Sveitarfélagið okkar er í örum vexti og þessi þróun gerir ríkar kröfur til okkar allra um að taka vel á móti gestum okkar og hér verða allir að leggjast á eitt.  Snyrtilegt umhverfi og góð umgengni á að vera okkar aðalsmerki, og sem betur fer er umgengni víða til sóma, en margt má betur fara.

Mig langar því til að biðja ykkur um aðstoð við að gera okkar fallega sveitarfélag enn ákjósanlegra fyrir okkur öll, bæði heimamenn og gesti okkar.  Eins og undanfarin ár er stefnt að lóðahreinsunardegi  í sveitarfélaginu og er nú horft til laugardagsins 22. apríl ef verður leyfir, og verður það auglýst síðar.  Hér eru víða til mikillar óprýði númerslausir bílar, bílflök og margskonar drasl inni á lóðum bæði í iðnaðarhverfinu og við heimahús, sem þarf að koma í viðeigandi meðferð.  Ég vil því biðja alla þá sem eiga eða hafa umsjón með þessu drasli um að koma því á gámasvæði sveitarfélagsins hið allra fyrsta.  Hafi menn ekki kost á að koma þessum úrgangi á gámasvæðið sjálfir má leita til sveitarfélagsins um aðstoð.

 

Ásgeir Magnússon sveitarstjóri

Mýrdalshreppur
Opnaðu síðuna í símanum

Uppbygging - Snyrtilegt umhverfi

 

                       

 

       Uppbygging - snyrtilegt umhverfi           

Mýrdalshreppur    

Kæru Mýrdælingar

Okkar fallega sveitarfélag er að verða einn af helstu ferðamannastöðum landsins og um leið er ferðaþjónusta orðin okkar aðalatvinnugrein.  Hér var á síðasta ári um 7% fólksfjölgun og áfram er mikil uppbygging í gangi bæði í byggingu verslunar- og þjónustuhúsnæðis, hótela og íbúðarhúsnæðis og einnig er talsverð aukning á fjölbreyttri afþreyingu fyrir ferðamenn.  Allt kallar þetta á enn fleira fólk til starfa, sem styrkir samfélagið til framtíðar og möguleika ungs fólks á fjölbreyttri atvinnu.

Í farvatninu á þessu og næsta ári eru hér í Vík:

 • Opnun 3800 m2 verslunarmiðstöðvar við Icewear
 • Bygging tveggja parhúsa við Austurveg 29 – 33
 • Bygging nýs þjónustuhúss og endurbygging Hattarins á tjaldstæðinu
 • Bygging 10 íbúða á lóðinni Sléttuvegur 4
 • Bygging 10 íbúða á lóðunum Sléttuvegur 2 og 2a
 • Bygging u.þ.b 60 herbergja hótels á lóðunum Sléttuvegur 1,1a og 3
 • Bygging u.þ.b. 80 herbergja hótels á lóðunum Sléttuvegur 10 – 14
 • Bygging 600 m2 verslunarhúsnæðis og eldsneytisafgreiðslu Olís á lóðinni Austurvegur 16
 • Bygging Reiðhallar/hesthúss fyrir fjölþætta starfsemi íslenska hestsins að Smiðjuvegi 6
 • Bygging nýs sjóvarnargarðs suður af aðstöðu Vegagerðarinnar og endurbygging eldri garðs
 • Bygging nýrra gatna, Sléttuvegar og hluta Strandvegar
 • Bygging nýrrar spennistöðvar Rarik við Víkurbraut 23
 • Auk þess er verið að byggja 4 einbýlishús og búið að úthluta lóðum til byggingar 8 einbýlishúsa sem byrjað verður á innan 8 – 12 mánaða.
 • Fyrirhugaðar eru svo byggingar á 15 íbúðum á lóðunum Sléttuvegur 6 og 8

Í dreifbýlinu er líka ýmislegt í farvatninu:

 • Unnið er að uppbyggingu gistiaðstöðu á Norður-Fossi þar sem byggt verður u.þ.b. 1000 m2 gistiaðstaða á 7 byggingarreitum
 • Viðbygging við Volcano hótel á Ketilsstöðum fyrir starfsmannaaðstöðu og þvottahús
 • Bygging fjögurra 35 m2 starfsmannahúsa í Þórisholti
 • Viðbygging við Hótel Dyrhólaey u.þ.b. 350 m2 starfsmannahús.

Örugglega er hér ekki allt upp talið.  Sveitarfélagið okkar er í örum vexti og þessi þróun gerir ríkar kröfur til okkar allra um að taka vel á móti gestum okkar og hér verða allir að leggjast á eitt.  Snyrtilegt umhverfi og góð umgengni á að vera okkar aðalsmerki, og sem betur fer er umgengni víða til sóma, en margt má betur fara.

Mig langar því til að biðja ykkur um aðstoð við að gera okkar fallega sveitarfélag enn ákjósanlegra fyrir okkur öll, bæði heimamenn og gesti okkar.  Eins og undanfarin ár er stefnt að lóðahreinsunardegi  í sveitarfélaginu og er nú horft til laugardagsins 22. apríl ef verður leyfir, og verður það auglýst síðar.  Hér eru víða til mikillar óprýði númerslausir bílar, bílflök og margskonar drasl inni á lóðum bæði í iðnaðarhverfinu og við heimahús, sem þarf að koma í viðeigandi meðferð.  Ég vil því biðja alla þá sem eiga eða hafa umsjón með þessu drasli um að koma því á gámasvæði sveitarfélagsins hið allra fyrsta.  Hafi menn ekki kost á að koma þessum úrgangi á gámasvæðið sjálfir má leita til sveitarfélagsins um aðstoð.

 

Ásgeir Magnússon sveitarstjóri

Prenta Prenta