Fyrri mynd
Nćsta mynd
 
Mýrdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
English

Fréttir | 13. maí 2016

„Skammtímaleiga húsnæðis ekki lengur leyfð í Vík“

„Skammtímaleiga húsnæðis ekki lengur leyfð í Vík“

Í umfjöllun undanfarinna daga um framangreint vantaði nokkuð á nákvæmni í fréttaflutningi.  Þar sem oft er erfitt að leiðrétta það sem búið er að setja fram og ég hef verið hafður fyrir þessu flestu, langar mig til að koma eftirfarandi á framfæri:

Samþykkt sveitarstjórnar er þannig:

Sveitarstjórn samþykkir að með vísan í reglugerð nr. 585/2007 verði eftirfarandi takmörkun er varðar útleigu á íbúðarhúsnæði til gistingar í þéttbýlinu í Vík bætt inn í greinargerðina með breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps:

Til útskýringa:  Með flokki II í 5. gr. reglugerðar nr. 585/2007 er átt við gististað án veitinga.  Alltaf þegar sótt hefur verið um heimild til að leigja út íbúðarhús til ferðamanna, er sótt um leyfi til að reka gistihús í flokki II.  Tegund gististaðarins er skilgreind í 6. gr. reglugerðar nr. 587/2007 en þar er e) liður skilgreindur sem leiga á íbúðarhúsi til gesta sem fellur ekki undir húsaleigulög.

Takmarkanir á útleigu til gesta í samþykkt sveitarstjórnar ná aðeins til þéttbýlisins í Vík og eingöngu til útleigu á íbúðarhúsum, heimagisting sem er leiga á herbergjum inni í íbúðum fólks er ekki háð þessum takmörkunum og verður áfram leyfð séu bílastæði næg og merkingar í lagi.

Þá skal bent á að lögð er á það áhersla í nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins að nægjanlegt framboð verði á lóðum undir hverskonar þjónustu við ferðamenn, bæði til gisti- veitinga- og verslunarreksturs.  Það er því í raun þannig að það er verið að bæta við og opna á nýja möguleika í rekstri ferðaþjónustunnar í sveitarfélaginu með framkomnum breytingum á aðalskipulaginu.

Ásgeir Magnússon sveitarstjóri

Mýrdalshreppur
Opnađu síđuna í símanum

„Skammtímaleiga húsnæðis ekki lengur leyfð í Vík“

„Skammtímaleiga húsnæðis ekki lengur leyfð í Vík“

Í umfjöllun undanfarinna daga um framangreint vantaði nokkuð á nákvæmni í fréttaflutningi.  Þar sem oft er erfitt að leiðrétta það sem búið er að setja fram og ég hef verið hafður fyrir þessu flestu, langar mig til að koma eftirfarandi á framfæri:

Samþykkt sveitarstjórnar er þannig:

Sveitarstjórn samþykkir að með vísan í reglugerð nr. 585/2007 verði eftirfarandi takmörkun er varðar útleigu á íbúðarhúsnæði til gistingar í þéttbýlinu í Vík bætt inn í greinargerðina með breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps:

  • Útleiga íbúðarhúsnæðis til gistingar í flokki II samkvæmt skilgreiningu reglugerðarinnar er óheimil, þó verði þau leyfi sem veitt hafa verið vegna gistingar í flokki II í þéttbýlinu í Vík framlengd til ársins 2022, verði eftir því leitað.

     

  • Heimagisting verði heimiluð, en verði að hámarki 10 gistirými í samræmi við skilgreiningu byggingarreglugerðar á flokkun húsnæðis m.t.t. brunavarna.Sýna verður fram á að næg bílastæði verði við húsið, það rækilega merkt og að starfsemin muni ekki hafa truflandi áhrif á íbúðabyggð.

     

Til útskýringa:  Með flokki II í 5. gr. reglugerðar nr. 585/2007 er átt við gististað án veitinga.  Alltaf þegar sótt hefur verið um heimild til að leigja út íbúðarhús til ferðamanna, er sótt um leyfi til að reka gistihús í flokki II.  Tegund gististaðarins er skilgreind í 6. gr. reglugerðar nr. 587/2007 en þar er e) liður skilgreindur sem leiga á íbúðarhúsi til gesta sem fellur ekki undir húsaleigulög.

Takmarkanir á útleigu til gesta í samþykkt sveitarstjórnar ná aðeins til þéttbýlisins í Vík og eingöngu til útleigu á íbúðarhúsum, heimagisting sem er leiga á herbergjum inni í íbúðum fólks er ekki háð þessum takmörkunum og verður áfram leyfð séu bílastæði næg og merkingar í lagi.

Þá skal bent á að lögð er á það áhersla í nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins að nægjanlegt framboð verði á lóðum undir hverskonar þjónustu við ferðamenn, bæði til gisti- veitinga- og verslunarreksturs.  Það er því í raun þannig að það er verið að bæta við og opna á nýja möguleika í rekstri ferðaþjónustunnar í sveitarfélaginu með framkomnum breytingum á aðalskipulaginu.

Ásgeir Magnússon sveitarstjóri

Prenta Prenta