Fyrri mynd
Næsta mynd
 
Mýrdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
English

Fréttir | 11. maí 2016

Auglýsing um skipulagsmál

Í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulög.

Garðar og Reynisfjara í Mýrdal - Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin nær til Reynisfjöru lóðar (landnr.221691). Á lóðinni er veitingahús og bílastæði fyrir ferðamenn sem leggja leið sína í Reynisfjöru. Í breytingunni felst stækkun og endurbætur á bílastæði í Reynisfjöru. 

Sólheimajökulsmelar - Deiliskipulagsbreyting
Gerð er tillaga að breytingu á samþykktu deiliskipulag að þjónustusvæði við Sólheimajökul. Tilgangur breytinganna er að bregðast við auknum straumi ferðamanna. Í breytingum felst að skipulagssvæðið er stækkað og lóð er í skipt í sjö hluta hvern með sinn byggingarreit. Bætt er við byggingarreitum, bílastæði við aðstöðuhús er stækka og bílastæði 200 m austan þjónustuhúss lagt af. Vegur að jökullóni og bílastæði þar aflagt auk þess sem göngustígaleiðum er breytt og breidd þeirra skilgreind.

Tillögur þessar liggja frammi hjá fulltrúa skipulags-og byggingarmála Mýrdalshreppi, Austurvegi 17, 870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is . Frá 13.maí 2016 til og með 27.júní 2016. Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 27.júní 2016. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögu þessa teljast samþykkir henni

Mýrdalshreppur
Opnaðu síðuna í símanum

Auglýsing um skipulagsmál

Í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulög.

Garðar og Reynisfjara í Mýrdal - Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin nær til Reynisfjöru lóðar (landnr.221691). Á lóðinni er veitingahús og bílastæði fyrir ferðamenn sem leggja leið sína í Reynisfjöru. Í breytingunni felst stækkun og endurbætur á bílastæði í Reynisfjöru. 

Sólheimajökulsmelar - Deiliskipulagsbreyting
Gerð er tillaga að breytingu á samþykktu deiliskipulag að þjónustusvæði við Sólheimajökul. Tilgangur breytinganna er að bregðast við auknum straumi ferðamanna. Í breytingum felst að skipulagssvæðið er stækkað og lóð er í skipt í sjö hluta hvern með sinn byggingarreit. Bætt er við byggingarreitum, bílastæði við aðstöðuhús er stækka og bílastæði 200 m austan þjónustuhúss lagt af. Vegur að jökullóni og bílastæði þar aflagt auk þess sem göngustígaleiðum er breytt og breidd þeirra skilgreind.

Tillögur þessar liggja frammi hjá fulltrúa skipulags-og byggingarmála Mýrdalshreppi, Austurvegi 17, 870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is . Frá 13.maí 2016 til og með 27.júní 2016. Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 27.júní 2016. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögu þessa teljast samþykkir henni

Prenta Prenta