Fyrri mynd
Næsta mynd
 
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
English

Regnboginn - list í fögru umhverfiRegnboginn

Regnboginn - list í fögrum umhverfi er menningarhátíð eða menningarveisla okkar Mýrdælinga sem haldin er aðra helgi októbermánaðar ár hvert.

Regnboginn- list í förgu umhverfi, er samstarfsverkefni Menningarmálanefndar Mýrdalshrepps, Grunnskóla Mýrdalshrepps, Tónskóla Mýrdælinga, sóknarnefndar Víkursóknar og fyrirtækja í hreppnum.

 

Dagskrá Regnbogans 2015 

 

Upphaflega hugmyndin að Menningarveislunni var að Mýrdælingar sameinuðust í að koma á fót fjölbreyttri menningardagskrá, sem íbúum og gestum væri boðið að upplifa í fögru umhverfi Víkur. Með sameiginlegu átaki einstaklinga, fyrirtækja og stofnana var hægt búa til metnaðarfulla og ævintýralega dagskrá sem vekur athygli á umhverfi, sögu og mannlífi í Vík og nágrenni, en hefði einnig það hlutverk að hvetja til tengsla og vera jarðvegur fyrir frjóar hugmyndir til eflingar samfélaginu og til yndisauka fyrir íbúa.

Að listiðkun og listupplifun eflist þarf vart að taka fram. Í því efni veitir menningarveislan óvænt og dýrmæt tækifæri fyrir alla sem vilja nýta sér þau.

 

Aðgangur er ókeypis að öllum listviðburðum og er veislan fjármögnuð með styrkjum frá sjóðum og fyrirtækjum.

Við grípum niður í fyrsta bækling Regnboganefndarinnar
"
Mýrdælingum, ungum sem öldnum, hér búsettum sem brott fluttum, gestum og gangandi er boðið til menningarveislu. Sett hefur verið saman metnaðarfull og ævintýraleg dagskrá sem vekur athygli á umhverfi, sögu og mannlífi í Vík og nágrenni, en hvetur einnig til aukinna tengsla og myndar jarðveg fyrir frjóar hugmyndir til eflingar samfélaginu og til yndisauka fyrir íbúa og gesti.

Að listiðkun og listupplifun eflist þarf vart að taka fram. Í því efni veitir menningarveislan ný og dýrmæt tækifæri fyrir alla sem vilja nýta sér þau.

Með Menningarveislunni sameinast Mýrdælingar í að koma á fót fjölbreyttri menningardagskrá, sem íbúum og gestum er boðið að upplifa í fögru umhverfi Víkur.

Þökk sé sameiginlegu átaki einstaklinga, fyrirtækja og stofnana er aðgangur að öllum atriðum hátíðarinnar ókeypis, myndarlegur stuðningur fyrirtækja og sjóða sýnir góðan hug til samfélagsins.

 

Vík á afmæli, nú á árinu 2007 eru 120 ár liðin frá því að Vík varð löggiltur verslunarstaður. Stofnun verslana í Vík markar upphaf þéttbýlismyndunar. Halldór Jónsson bóndi í Suður-Vík byrjaði að versla 1884, fyrstu vörusendingunni var skipað var upp í Víkurfjöru 13. júlí 1885 og næstu 40-50 árin komu fleiri eða færri vöruskip til Víkur árlega allt þar til flutningar með bílum tóku við.

Bryde kaupmaður reisti hér verslunarhús 1895 og Halldór Jónsson byggði yfir verslun sína 1903 – bæði hús sem standa enn, Brydebúð með fullri reisn en hús Halldórsverslunar bíður þess að verða sýnd tilhlýðileg virðing.

Aukin umsvif verslananna kallaði á starfsfólk og byggðin tók að myndast. Því má með réttu miða fæðingu Víkurkauptúns við árið 1887. Það er vel við hæfi að stofnað sé til myndarlegrar menningarveislu á afmælisárinu og er hluti hátíðarinnar helgaður þessu tilefni.

 

Menningarveislan Regnboginn, er samstarfsverkefni Menningarmálanefndar Mýrdalshrepps, Grunnskólans, Tónskólans, sóknarnefndar Víkursóknar og fyrirtækja í Mýrdalshreppi.

Aðstandendur Regnbogans þakka öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóginn til að gera þetta að veruleika. Öll fyrirtæki og sjóðir sem við leituðum til, tóku okkur af mikilli jákvæðni og áhuga. Hafið heila þökk fyrir það, án ykkar framlags hefði þetta ekki orðið að veruleika.

 

Verið velkomin og njótið helgarinnar.

Undirbúningnefnd Regnbogans

 

Mýrdalshreppur
Opnağu síğuna í símanum

Regnboginn - list í fögru umhverfiRegnboginn

Regnboginn - list í fögrum umhverfi er menningarhátíð eða menningarveisla okkar Mýrdælinga sem haldin er aðra helgi októbermánaðar ár hvert.

Regnboginn- list í förgu umhverfi, er samstarfsverkefni Menningarmálanefndar Mýrdalshrepps, Grunnskóla Mýrdalshrepps, Tónskóla Mýrdælinga, sóknarnefndar Víkursóknar og fyrirtækja í hreppnum.

 

Dagskrá Regnbogans 2015 

 

Upphaflega hugmyndin að Menningarveislunni var að Mýrdælingar sameinuðust í að koma á fót fjölbreyttri menningardagskrá, sem íbúum og gestum væri boðið að upplifa í fögru umhverfi Víkur. Með sameiginlegu átaki einstaklinga, fyrirtækja og stofnana var hægt búa til metnaðarfulla og ævintýralega dagskrá sem vekur athygli á umhverfi, sögu og mannlífi í Vík og nágrenni, en hefði einnig það hlutverk að hvetja til tengsla og vera jarðvegur fyrir frjóar hugmyndir til eflingar samfélaginu og til yndisauka fyrir íbúa.

Að listiðkun og listupplifun eflist þarf vart að taka fram. Í því efni veitir menningarveislan óvænt og dýrmæt tækifæri fyrir alla sem vilja nýta sér þau.

 

Aðgangur er ókeypis að öllum listviðburðum og er veislan fjármögnuð með styrkjum frá sjóðum og fyrirtækjum.

Við grípum niður í fyrsta bækling Regnboganefndarinnar
"
Mýrdælingum, ungum sem öldnum, hér búsettum sem brott fluttum, gestum og gangandi er boðið til menningarveislu. Sett hefur verið saman metnaðarfull og ævintýraleg dagskrá sem vekur athygli á umhverfi, sögu og mannlífi í Vík og nágrenni, en hvetur einnig til aukinna tengsla og myndar jarðveg fyrir frjóar hugmyndir til eflingar samfélaginu og til yndisauka fyrir íbúa og gesti.

Að listiðkun og listupplifun eflist þarf vart að taka fram. Í því efni veitir menningarveislan ný og dýrmæt tækifæri fyrir alla sem vilja nýta sér þau.

Með Menningarveislunni sameinast Mýrdælingar í að koma á fót fjölbreyttri menningardagskrá, sem íbúum og gestum er boðið að upplifa í fögru umhverfi Víkur.

Þökk sé sameiginlegu átaki einstaklinga, fyrirtækja og stofnana er aðgangur að öllum atriðum hátíðarinnar ókeypis, myndarlegur stuðningur fyrirtækja og sjóða sýnir góðan hug til samfélagsins.

 

Vík á afmæli, nú á árinu 2007 eru 120 ár liðin frá því að Vík varð löggiltur verslunarstaður. Stofnun verslana í Vík markar upphaf þéttbýlismyndunar. Halldór Jónsson bóndi í Suður-Vík byrjaði að versla 1884, fyrstu vörusendingunni var skipað var upp í Víkurfjöru 13. júlí 1885 og næstu 40-50 árin komu fleiri eða færri vöruskip til Víkur árlega allt þar til flutningar með bílum tóku við.

Bryde kaupmaður reisti hér verslunarhús 1895 og Halldór Jónsson byggði yfir verslun sína 1903 – bæði hús sem standa enn, Brydebúð með fullri reisn en hús Halldórsverslunar bíður þess að verða sýnd tilhlýðileg virðing.

Aukin umsvif verslananna kallaði á starfsfólk og byggðin tók að myndast. Því má með réttu miða fæðingu Víkurkauptúns við árið 1887. Það er vel við hæfi að stofnað sé til myndarlegrar menningarveislu á afmælisárinu og er hluti hátíðarinnar helgaður þessu tilefni.

 

Menningarveislan Regnboginn, er samstarfsverkefni Menningarmálanefndar Mýrdalshrepps, Grunnskólans, Tónskólans, sóknarnefndar Víkursóknar og fyrirtækja í Mýrdalshreppi.

Aðstandendur Regnbogans þakka öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóginn til að gera þetta að veruleika. Öll fyrirtæki og sjóðir sem við leituðum til, tóku okkur af mikilli jákvæðni og áhuga. Hafið heila þökk fyrir það, án ykkar framlags hefði þetta ekki orðið að veruleika.

 

Verið velkomin og njótið helgarinnar.

Undirbúningnefnd Regnbogans

 

Prenta Prenta