Fyrri mynd
Næsta mynd
 
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
English

Mýrdalurinn hefur margt uppá að bjóða fyrir ferðamenn og er sveitin kjörin fyrir áningu í upphafi ferðalags, við lok ferðalags eða til lengri dvalar. Stutt er til flestra átta en Vík er aðeins í rúmlega tveggja klukkustunda keyrslufjarlægð frá Reykjavík. Mýrdalurinn skartar fögru, ósnortnu umhverfi og einstakri náttúrufegurð. Ef þú vilt fræðast nánar um náttúrufar og verða nokkurs vísari um ýmsa markverða staði í Mýrdal, smelltu þá á náttúruhnappinn.

Ferðamenn ættu ekki að vera í nokkrum vandræðum að finna gistingu við sitt hæfi, hvort sem er á hóteli, í sumarhúsi, á gistiheimili, í heimagistingu, í bændagistingu, á tjaldstæði eða á farfuglaheimili. Hægt er að fá veitingar á flestum stöðum ásamt gistingu, hvort sem viðkomandi er næturgestur eður ei.

Ferðamenn geta einnig notið ýmiss konar afþreyingar á meðan á dvöl sinni stendur. Mikið er til af fallegum gönguleiðum í Vík og nágrenni en hægt er að nálgast kort með gönguleiðum í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Vík. Á góðum degi er hægt að bregða sér á hestbak, hvort sem það eru stuttar eða lengri ferðir; skoða handverksframleiðslu heimamanna, renna fyrir fisk, fara í jeppaferð inná afrétt, skella sér í golf eða bruna á snjósleðum uppá jökli. Auk þess að njóta alls þess sem staðurinn hefur uppá að bjóða er einnig hægt að sækja alla almenna þjónustu á flestum sviðum.

Mýrdalur, syðsta sveit á Íslandi, er grasi gróin sveit sunnan Mýrdalsjökuls. Sveitin er land mikilla andstæðna þar sem beljandi jökulfljót og víðáttumiklir sandar mynda mótvægi við grasi grónar heiðar og láglendi. Hér á landi fyrirfinnast vart svo gróin fjöll og dalir, iðagræn frá toppi til táar. Í Mýrdalnum er mest úrkoma á landinu en regnið viðheldur frjósemi jarðvegarins og fannfergi Mýrdalsjökuls í norðri.

Á sumrin skrýðist sveitin dökkgrænum feld enda er grasið hvergi grænna að sjá hér á landi. Sem landbúnaðarhérað er sveitin kjörlendi til ræktunar þar sem gróðursæld, frjósemi og fjölbreytni í gróður- og fulgalífi er með eindæmum enda er veðurfar einstaklega milt, jafnt á sumri sem að vetri. Eitt stærsta kríuvarp í Evrópu er í næsta nágrenni Víkur og er stórfengleg sjón að sjá er allur hópurinn kemur í einu að vori til varps. Í Reynisfjalli og Dyrhólaey er fjöldi fuglategunda, þar á meðal fýll, lundi, svartfugl og rita. Austan undir Reynisfjalli dafna ótal mörg afbrigði blóma- og grasategunda en hvergi annars staðar á landinu vaxa jafn margar tegundir á einum stað. Þar er m.a. hægt að finna búsældarlegustu húsamýs á landinu.Svæðið er því kjörið til skoðunar fyrir alla náttúruunnendur.

Meðfram Mýrdalsjökli liggur svipmikill heiðarfláki, sem teygir sig misjafnlega langt suður að byggð. Þar eru heiðarlönd Mýrdalsbænda, grasi gróin frá rótum að hátind en svo hrikaleg yfirferðar á köflum að vart þykir fært nema á tveimur jafnfljótum. Skiptast þar á hátindruð fjöll og fell og hrikaleg hamragljúfur sem skarta sínu fegursta í einstöku samspili sínu við fannhvítan jökul og kolsvartar auðnir.

Í suðri beljar Atlandshafið í öllu sínu veldi og brýtur þungar öldur á sendnum ströndum þar sem sárasjaldan er ládeyða. Í sjónum standa traustum fótum Dyrhólaey og Reynisfjall sem ramma inn og standa vörð um hinn eiginlega Mýrdal. Ströndin við Vík og Reynisfjara vestan Reynisfjalls eru taldar með fegurstu ströndum í Evrópu með Reynisdröngum í austri og Dyrhólaey í vestri og eru því vinsæll staður kvikmynda- og auglýsingargerðarmanna, bæði innlendra og erlendra.

Hafnleysa er í öllum Mýrdalnum og því sjósókn æði torsótt. Hlunnindi, s.s. fuglatekja í björgum, lundaveiði, fýlaveiði, eggjataka og reki hafa fært Mýrdalsbændum kærkomna björg í bú á erfiðum tímum allt fram á þessa öld ásamt verðmætri matbjörg úr sjó. Útræði var stundað fram undir 1940 við erfiðar aðstæður og oftar en ekki hlutust slys af í erfiðum lendingum.

Þar sem jökulinn ber við loft, hættir landið að vera til. Ekki er vitað til um ferðalög og viðdvöl nóbelsskáldsins í Mýrdal en svo mætti ímynda sér sem skáldið horfi til jökuls í heiðskíru og stillu á góðum degi í Mýrdal við skriftir sínar á Heimsljósi. Jökullinn ber við himinn í allri sinni dýrð með mjúkum, bogadregnum línum, þar sem hann er hæstur, en með gínandi jökulsprungum og úfnum skriðjöklatungum hið neðra. Þrátt fyrir ógnvænlega nálægð sína veitir jökullinn sveitinni gott skjól undan nístingsköldum norðanáttum og veitir sveitungum sínum fremur hlýju en harðindi ef allt leikur í lyndi.

Undir jöklinum austanverðum, í uþb. 1000 m hæð, þakin af 400 m þykkum jökulís hvílir Katla, ein virkasta eldstöð landsins og ein mesta ógn byggðar fyrr á öldum.. Á sögulegum tíma er talið að hún hafi gosið tæplega 20 sinnum. Til eru heimildir um öll Kötlugos frá 1580 og hafa að meðaltali liðið 42 ár á milli gosa. Hættan af Kötlugosum er fyrst og fremst tengd hlaupum sem sem verða þegar mörg tonn af ís bránar og lifir íshellunni og brýst fram með ógnarhraða sem engu hlífa. Hinir víðáttumiklu sandar austan og vestan Mýrdalsins eru handverk Kötlu sem í jökulhlaupum sínum hefur borið með sér feyknin öll af sandi, gjósku og snöggkólnaðri kviku í fjölmörgum gosum sínum á sögulegum og forsögulegum tíma. Talið er að byggð hafi verið á því svæði sem nú er Mýrdalssandur en tekið af í einu af fjölmörgum Kötluhlaupum. Ekki liggja fyrir ritaðar heimildir en hins vegar bera ýmis örnefni í nágrenninu óbeint vitni um tilveru hins forna Dynskógahverfis. Ef þið viljið fræðast nánar um jarðfræði og jarðhræringar Kötlu, smellið þá hér: www.islandia.is/hamfarir/jardfraedilegt/eldgos/katla.html.

Þegar ferðamaður kemur að Mýrdalshrepp að vestan, tekur á móti honum fnykur sem mönnum finnst misjafnlega góður. Sú sem sendir þennan þef frá sér er Jökulsá á Sólheimasandi sem fellur beina leið frá jöklinum til sjávar. Ekki er hægt annað að segja, en Jökulsá sé ljótt vatnsfall, enda var hún illa séð af ferðamönnum. Talið er að hún hafi drekkt uþb.20 manns áður en hún var brúuð árið 1921.

Áður fyrr var Mýrdalurinn einangruð sveit og ill yfirferðar þar sem beljandi stórfljót og sandar reyndust berskjölduðum ferðalöngum örðugur farartálmi er illa veðraði. Allt fram á þessa öld voru samgöngur í Mýrdal erfiðar sökum illfærra jökulvatna og eyðusanda á báða bóga en innan um hrikaleg náttúruöflin hvíla grösugir sælureitir sem vin í eyðimörkinni. Hér vorar mun fyrr og haustar síðar en í öðrum landshlutum enda er þetta syðsta hérað landsins og á golfstraumurinn nokkurn þátt í einstöku tíðarfari á þessum slóðum. Ósnortin náttúrufegurðin laðar að sér fjölda ferðamanna á hverju ári, bæði innlenda og erlenda enda er hér margt markvert að skoða.Heimildir

Árbók Ferðafélags Íslands, 1975.

Guðmundur Páll Ólafsson: Perlur í náttúru Íslands. Mál og Menning, Reykjavík 1990.

Sunnlenskar Byggðir – Skaftárþing, VI. bindi. Búnaðarsamband Suðurlands, 1985.

Kyngimögnuð náttúra - þjóðsögur og sagnir

Samantekt Sigrúnar Lilju Einarsdóttur vegna átthaganámskeiðs Fræðslunets Suðurlands vorið 2005


Hér að neðan er samantekt Sigrúnar Lilju Einarsdóttur af helstu þáttum úr sögu Mýrdælinga.

Landnámið
Í Landnámabók getur um einn fyrsta bústað norrænna manna á Íslandi í Hjörleifshöfða með komu Hjörleifs Hróðmarssonar, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, í upphafi landnáms.
Nánar...

Lífshættir og kjör
Sökum smæðar og einangrunar var Mýrdalurinn eitt af fátækari héruðum landsins og ekki síst fyrir þær sakir að aðeins lítill hluti ábúenda voru sjálfseignarbændur. Flestar jarðir voru klausturjarðir sem síðan urðu konungseign við siðbreytingu 1550 og var þorri bænda fátækir leiguliðar. Tíðarfar reyndist oft óhagstætt og íbúar sveitarinnar mun berskjaldaðri fyrir náttúruöflunum. Fólk bjó mun þéttar saman en í dag og voru ósjaldan margar hjáleigur við hverja jörð.
Nánar...

Hamfarir og harðindi
Nálægðin við upptök Skaftárelda árið 1783 var Mýrdælingum ekki til hagsbóta, hvað þá öðrum landsmönnum. Hið gífurlega gjóskufall varð til þess að skepnufellir var mikill og grasbrestir gífurlegir þar sem eiturgufur og önnur óefni spilltu öllum forðaheimtum að svo geti kallast. Talið er að um 70 % alls húsdýrabússtofns hafið fallið á þessari vargöld íslenskra hamfara og urðu ófarirnar alls fimmtungi þjóðarinnar að aldurtila
Nánar...

Undanfari byggðar
Sökum erfiðra samgangna reyndist torfært fyrir bændur að sækja sér bjargir annars staðar, sér í lagi þar sem verslunarstaðir í austri og vestri voru langt undan. Einkum sóttu Mýrdælingar verslun að Eyrabakka í austri og að Papósi í vestri og var því um langan veg að fara yfir óbrúuð vötn og eyðisanda. Þegar hart var í ári var enn erfiðara fyrir Mýrdælinga að leggja upp í slík ferðalög að oft reyndist þeim örðugt að sækja sér björg í bú. Það varð úr að raddir um nálægari verslunarstaði urðu æ háværari.
Nánar...

Upphaf verslunar
Árið 1883 hófu þeir Víkurbændur, Halldór Jónsson, Suður-Vík og Þorsteinn Jónsson, Norður-Vík, að panta vörur frá Bretlandi og seldu þeir vörur sínar heima fyrir. Hjá þeim gátu fátækir bændurnir nýtt gjafafé það sem þeim áskotnaðist og er hér kominn fyrsti vísir að verslunarrekstri í Vík. Hér voru á ferðinni stórhuga bændur og miklir frumkvöðlar og átti þetta frumkvæði þeirra eftir að leiða af sér frekari byggðarmyndun í Vík.
Nánar...

Byggðaþróun, atvinna og félagsmál
Byggð tók að myndast í kringum hina nýju atvinnuvegi, verslun, upp- og útskipun ásamt útræði frá Vík. Árið 1896 flutti flyst fyrsti Mýrdælingurinn á mölina en það var Einar Hjaltason frá Stóru-Heiði og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir og bjuggu þau þar frá 1896 til 1913. Uppfrá því tók að fjölga í Víkinni jafnt og þétt og árið 1905 eru íbúar taldir 80 og heimilin þrettán.
Nánar...


Annað efni:

Fangamörkin frá 1755 nú orðin sýnileg í Selinu - Grein MBL. frá 28. október 2006
Nánar...

Mýrdalshreppur
Opnağu síğuna í símanum

Mýrdalurinn hefur margt uppá að bjóða fyrir ferðamenn og er sveitin kjörin fyrir áningu í upphafi ferðalags, við lok ferðalags eða til lengri dvalar. Stutt er til flestra átta en Vík er aðeins í rúmlega tveggja klukkustunda keyrslufjarlægð frá Reykjavík. Mýrdalurinn skartar fögru, ósnortnu umhverfi og einstakri náttúrufegurð. Ef þú vilt fræðast nánar um náttúrufar og verða nokkurs vísari um ýmsa markverða staði í Mýrdal, smelltu þá á náttúruhnappinn.

Ferðamenn ættu ekki að vera í nokkrum vandræðum að finna gistingu við sitt hæfi, hvort sem er á hóteli, í sumarhúsi, á gistiheimili, í heimagistingu, í bændagistingu, á tjaldstæði eða á farfuglaheimili. Hægt er að fá veitingar á flestum stöðum ásamt gistingu, hvort sem viðkomandi er næturgestur eður ei.

Ferðamenn geta einnig notið ýmiss konar afþreyingar á meðan á dvöl sinni stendur. Mikið er til af fallegum gönguleiðum í Vík og nágrenni en hægt er að nálgast kort með gönguleiðum í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Vík. Á góðum degi er hægt að bregða sér á hestbak, hvort sem það eru stuttar eða lengri ferðir; skoða handverksframleiðslu heimamanna, renna fyrir fisk, fara í jeppaferð inná afrétt, skella sér í golf eða bruna á snjósleðum uppá jökli. Auk þess að njóta alls þess sem staðurinn hefur uppá að bjóða er einnig hægt að sækja alla almenna þjónustu á flestum sviðum.

Mýrdalur, syðsta sveit á Íslandi, er grasi gróin sveit sunnan Mýrdalsjökuls. Sveitin er land mikilla andstæðna þar sem beljandi jökulfljót og víðáttumiklir sandar mynda mótvægi við grasi grónar heiðar og láglendi. Hér á landi fyrirfinnast vart svo gróin fjöll og dalir, iðagræn frá toppi til táar. Í Mýrdalnum er mest úrkoma á landinu en regnið viðheldur frjósemi jarðvegarins og fannfergi Mýrdalsjökuls í norðri.

Á sumrin skrýðist sveitin dökkgrænum feld enda er grasið hvergi grænna að sjá hér á landi. Sem landbúnaðarhérað er sveitin kjörlendi til ræktunar þar sem gróðursæld, frjósemi og fjölbreytni í gróður- og fulgalífi er með eindæmum enda er veðurfar einstaklega milt, jafnt á sumri sem að vetri. Eitt stærsta kríuvarp í Evrópu er í næsta nágrenni Víkur og er stórfengleg sjón að sjá er allur hópurinn kemur í einu að vori til varps. Í Reynisfjalli og Dyrhólaey er fjöldi fuglategunda, þar á meðal fýll, lundi, svartfugl og rita. Austan undir Reynisfjalli dafna ótal mörg afbrigði blóma- og grasategunda en hvergi annars staðar á landinu vaxa jafn margar tegundir á einum stað. Þar er m.a. hægt að finna búsældarlegustu húsamýs á landinu.Svæðið er því kjörið til skoðunar fyrir alla náttúruunnendur.

Meðfram Mýrdalsjökli liggur svipmikill heiðarfláki, sem teygir sig misjafnlega langt suður að byggð. Þar eru heiðarlönd Mýrdalsbænda, grasi gróin frá rótum að hátind en svo hrikaleg yfirferðar á köflum að vart þykir fært nema á tveimur jafnfljótum. Skiptast þar á hátindruð fjöll og fell og hrikaleg hamragljúfur sem skarta sínu fegursta í einstöku samspili sínu við fannhvítan jökul og kolsvartar auðnir.

Í suðri beljar Atlandshafið í öllu sínu veldi og brýtur þungar öldur á sendnum ströndum þar sem sárasjaldan er ládeyða. Í sjónum standa traustum fótum Dyrhólaey og Reynisfjall sem ramma inn og standa vörð um hinn eiginlega Mýrdal. Ströndin við Vík og Reynisfjara vestan Reynisfjalls eru taldar með fegurstu ströndum í Evrópu með Reynisdröngum í austri og Dyrhólaey í vestri og eru því vinsæll staður kvikmynda- og auglýsingargerðarmanna, bæði innlendra og erlendra.

Hafnleysa er í öllum Mýrdalnum og því sjósókn æði torsótt. Hlunnindi, s.s. fuglatekja í björgum, lundaveiði, fýlaveiði, eggjataka og reki hafa fært Mýrdalsbændum kærkomna björg í bú á erfiðum tímum allt fram á þessa öld ásamt verðmætri matbjörg úr sjó. Útræði var stundað fram undir 1940 við erfiðar aðstæður og oftar en ekki hlutust slys af í erfiðum lendingum.

Þar sem jökulinn ber við loft, hættir landið að vera til. Ekki er vitað til um ferðalög og viðdvöl nóbelsskáldsins í Mýrdal en svo mætti ímynda sér sem skáldið horfi til jökuls í heiðskíru og stillu á góðum degi í Mýrdal við skriftir sínar á Heimsljósi. Jökullinn ber við himinn í allri sinni dýrð með mjúkum, bogadregnum línum, þar sem hann er hæstur, en með gínandi jökulsprungum og úfnum skriðjöklatungum hið neðra. Þrátt fyrir ógnvænlega nálægð sína veitir jökullinn sveitinni gott skjól undan nístingsköldum norðanáttum og veitir sveitungum sínum fremur hlýju en harðindi ef allt leikur í lyndi.

Undir jöklinum austanverðum, í uþb. 1000 m hæð, þakin af 400 m þykkum jökulís hvílir Katla, ein virkasta eldstöð landsins og ein mesta ógn byggðar fyrr á öldum.. Á sögulegum tíma er talið að hún hafi gosið tæplega 20 sinnum. Til eru heimildir um öll Kötlugos frá 1580 og hafa að meðaltali liðið 42 ár á milli gosa. Hættan af Kötlugosum er fyrst og fremst tengd hlaupum sem sem verða þegar mörg tonn af ís bránar og lifir íshellunni og brýst fram með ógnarhraða sem engu hlífa. Hinir víðáttumiklu sandar austan og vestan Mýrdalsins eru handverk Kötlu sem í jökulhlaupum sínum hefur borið með sér feyknin öll af sandi, gjósku og snöggkólnaðri kviku í fjölmörgum gosum sínum á sögulegum og forsögulegum tíma. Talið er að byggð hafi verið á því svæði sem nú er Mýrdalssandur en tekið af í einu af fjölmörgum Kötluhlaupum. Ekki liggja fyrir ritaðar heimildir en hins vegar bera ýmis örnefni í nágrenninu óbeint vitni um tilveru hins forna Dynskógahverfis. Ef þið viljið fræðast nánar um jarðfræði og jarðhræringar Kötlu, smellið þá hér: www.islandia.is/hamfarir/jardfraedilegt/eldgos/katla.html.

Þegar ferðamaður kemur að Mýrdalshrepp að vestan, tekur á móti honum fnykur sem mönnum finnst misjafnlega góður. Sú sem sendir þennan þef frá sér er Jökulsá á Sólheimasandi sem fellur beina leið frá jöklinum til sjávar. Ekki er hægt annað að segja, en Jökulsá sé ljótt vatnsfall, enda var hún illa séð af ferðamönnum. Talið er að hún hafi drekkt uþb.20 manns áður en hún var brúuð árið 1921.

Áður fyrr var Mýrdalurinn einangruð sveit og ill yfirferðar þar sem beljandi stórfljót og sandar reyndust berskjölduðum ferðalöngum örðugur farartálmi er illa veðraði. Allt fram á þessa öld voru samgöngur í Mýrdal erfiðar sökum illfærra jökulvatna og eyðusanda á báða bóga en innan um hrikaleg náttúruöflin hvíla grösugir sælureitir sem vin í eyðimörkinni. Hér vorar mun fyrr og haustar síðar en í öðrum landshlutum enda er þetta syðsta hérað landsins og á golfstraumurinn nokkurn þátt í einstöku tíðarfari á þessum slóðum. Ósnortin náttúrufegurðin laðar að sér fjölda ferðamanna á hverju ári, bæði innlenda og erlenda enda er hér margt markvert að skoða.Heimildir

Árbók Ferðafélags Íslands, 1975.

Guðmundur Páll Ólafsson: Perlur í náttúru Íslands. Mál og Menning, Reykjavík 1990.

Sunnlenskar Byggðir – Skaftárþing, VI. bindi. Búnaðarsamband Suðurlands, 1985.

Kyngimögnuð náttúra - þjóðsögur og sagnir

Samantekt Sigrúnar Lilju Einarsdóttur vegna átthaganámskeiðs Fræðslunets Suðurlands vorið 2005


Hér að neðan er samantekt Sigrúnar Lilju Einarsdóttur af helstu þáttum úr sögu Mýrdælinga.

Landnámið
Í Landnámabók getur um einn fyrsta bústað norrænna manna á Íslandi í Hjörleifshöfða með komu Hjörleifs Hróðmarssonar, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, í upphafi landnáms.
Nánar...

Lífshættir og kjör
Sökum smæðar og einangrunar var Mýrdalurinn eitt af fátækari héruðum landsins og ekki síst fyrir þær sakir að aðeins lítill hluti ábúenda voru sjálfseignarbændur. Flestar jarðir voru klausturjarðir sem síðan urðu konungseign við siðbreytingu 1550 og var þorri bænda fátækir leiguliðar. Tíðarfar reyndist oft óhagstætt og íbúar sveitarinnar mun berskjaldaðri fyrir náttúruöflunum. Fólk bjó mun þéttar saman en í dag og voru ósjaldan margar hjáleigur við hverja jörð.
Nánar...

Hamfarir og harðindi
Nálægðin við upptök Skaftárelda árið 1783 var Mýrdælingum ekki til hagsbóta, hvað þá öðrum landsmönnum. Hið gífurlega gjóskufall varð til þess að skepnufellir var mikill og grasbrestir gífurlegir þar sem eiturgufur og önnur óefni spilltu öllum forðaheimtum að svo geti kallast. Talið er að um 70 % alls húsdýrabússtofns hafið fallið á þessari vargöld íslenskra hamfara og urðu ófarirnar alls fimmtungi þjóðarinnar að aldurtila
Nánar...

Undanfari byggðar
Sökum erfiðra samgangna reyndist torfært fyrir bændur að sækja sér bjargir annars staðar, sér í lagi þar sem verslunarstaðir í austri og vestri voru langt undan. Einkum sóttu Mýrdælingar verslun að Eyrabakka í austri og að Papósi í vestri og var því um langan veg að fara yfir óbrúuð vötn og eyðisanda. Þegar hart var í ári var enn erfiðara fyrir Mýrdælinga að leggja upp í slík ferðalög að oft reyndist þeim örðugt að sækja sér björg í bú. Það varð úr að raddir um nálægari verslunarstaði urðu æ háværari.
Nánar...

Upphaf verslunar
Árið 1883 hófu þeir Víkurbændur, Halldór Jónsson, Suður-Vík og Þorsteinn Jónsson, Norður-Vík, að panta vörur frá Bretlandi og seldu þeir vörur sínar heima fyrir. Hjá þeim gátu fátækir bændurnir nýtt gjafafé það sem þeim áskotnaðist og er hér kominn fyrsti vísir að verslunarrekstri í Vík. Hér voru á ferðinni stórhuga bændur og miklir frumkvöðlar og átti þetta frumkvæði þeirra eftir að leiða af sér frekari byggðarmyndun í Vík.
Nánar...

Byggðaþróun, atvinna og félagsmál
Byggð tók að myndast í kringum hina nýju atvinnuvegi, verslun, upp- og útskipun ásamt útræði frá Vík. Árið 1896 flutti flyst fyrsti Mýrdælingurinn á mölina en það var Einar Hjaltason frá Stóru-Heiði og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir og bjuggu þau þar frá 1896 til 1913. Uppfrá því tók að fjölga í Víkinni jafnt og þétt og árið 1905 eru íbúar taldir 80 og heimilin þrettán.
Nánar...


Annað efni:

Fangamörkin frá 1755 nú orðin sýnileg í Selinu - Grein MBL. frá 28. október 2006
Nánar...

Prenta Prenta