Fyrri mynd
Nęsta mynd
English Language RSS veita

Merkisatburður í Vík

Frumflutningur á tónverki Voyage/För

 

Merkisatburður í Vík.

Frumflutningur á tónverkinu VOYAGE/ FÖR á ströndinni í Vík í Mýrdal við listaverkið FÖR eftir Steinunni Þórarinsdóttur.

 

Sunnudaginn 13. ágúst kl. 15 mun Simon Debruslais trompetleikari frumflytja einleikstónverkið VOYAGE/FÖR eftir breska tónskáldið Deboruh Pritchard á ströndinni í Vík í Mýrdal við listaverkið FÖR. 

 

                                 

 

 

Árið 2016 fékk breski trompetleikarinn Simon Desbruslais þá hugmynd að biðja Deboruh Pritchard tónskáld að skrifa sérstaklega fyrir sig nýtt einleiks trompetverk sem væri innblásið af listaverki Steinunnar Þórarinsdóttur sem er staðsett í Hull í Bretlandi og í Vík í Mýrdal.  Eitt listaverk í tveimur löndum.  Verkið var afhjúpað í Hull og Vík í Mýrdal árið 2006 og vísar til 1000 ára sameiginlegrar sögu Ísland og Bretlands og er til minningar um breska sjómenn sem farist hafa við Íslandsstrendur.  Simon er prófessor við háskólann í Hull og lítur á verkið sem sterka táknmynd í borginni.  Verkefnið er hluti af Hull2017 menningarborg Bretlands í ár. 

 

Samstarf Steinunnar, Simon og Deboruh hófst snemma árs 2016 þegar bresku listamennirnir komu til Íslands til að upplifa verkið í Vík í Mýrdal og kynnast höfundi þess og Íslandi. 

 

Fyrri hluti tónverksins var fluttur 1. maí við listaverkið í Hull en það er staðsett við mynni Humber.  Það var flutt í tengslum við tónlistarhátíð John Grant,  North Atlantic Flux, en hún var hluti af Hull 2017 dagskránni. 

 

Tónverkið verður nú flutt í fyrsta sinn í heild sinni á ströndinni í Vík og er að sögn Simon metnaðarfyllsta einleiksverk á trompet sem flutt hefur verið.  Það endurspeglar vináttu, samskipti og hið ólíka umhverfi Hull og Víkur í Mýrdal eins og listaverk Steinunnar gerir.  Hluti af tónverkinu eru ljóð eftir breska ljóðskáldið Cliff Forshaw sem voru pöntuð sérstaklega af borgarstjórn Hull árið 2006 þegar listaverkið var afhjúpað.  Cliff mun sjálfur flytja ljóðin á ströndinni í Vík.    

 

Eftir flutninginn á tónverkinu mun Ásgeir Magnússon sveitarstjóri, fyrir hönd Mýrdalshrepps, bjóða gestum til móttöku við hið nýopnaða safn um skipið Skaftfelling sem sigldi til Bretlands í 20 ár, m.a. öll stríðsárin og áhöfn þess bjargaði þá fjölda mannslífa.  Í móttökunni mun Arnþór Helgason segja frá skipinu en það var í eigu föður hans. 

 

Simon Debruslais er þekktur einleikstrompetleikari menntaður í King´s College og Royal College of Music í Bretlandi.  Hann hefur spilað víða um heim og með ýmsum þekktum hljómsveitum svo sem BBC hljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit Englands.

Hann er deildarstjóri í háskólanum í Hull.

 

Tónskáldið Deborah Pritchard lærði tónsmíðar í Royal College of Music og hefur vakið heimsathygli fyrir verk sín.  Deborah hefur áður samið tónverk sem eru  innblásin af myndlistarverkum svo sem málverkum Maggi Hambling en það verk “Wall of Water” var flutt á sýningu Maggi Hambling í the National Gallery í London.  Einnig hefur hún skrifað tónverk innblásið af verkum breska málarans Turner.  Deborah kennir tónsmíðar við háskólann í Oxford. 

 

Cliff Forshaw er ljóðskáld og málari og kennir ljóðagerð við Háskólann í Hull.

 

Verkefnið er styrkt af breska listráðinu, British Arts Council, menningarborginni Hull2017, sveitarstjórn Mýrdalshrepps og breska sendiráðinu á Íslandi. 

 

Um listamennina sem koma að verkinu FÖR/ VOYAGE:

Dr. Simon Desbruslais

Trumpet Soloist and Musicologist

Lecturer and Director of Performance, University of Hull

DPhil (Oxon.) MMus PGDip BMus (Hons)

www.simondesbruslais.com

 

Dr Deborah Pritchard - Composer

BMus (hons) PDOT MMus DPhil (Oxon) LGSM

http://www.nmcrec.co.uk/composer/pritchard-deborah

 

Cliff Forshaw – Poet and painter

http://www.cliff-forshaw.co.uk/

 

Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari

www.steinunnth.com

 

 

 

 

 
16,5°C NNV 5 m/s
18. ágúst kl. 17:00
18,0°C ANA 7 m/s
18. ágúst kl. 17:00
Umferðin
frá miðnætti til kl. 18:00
 VhitiUmferð(10 mín.)
Reynisfj.27°C267674
Mýrdalss.24°C158722
Fyrirtæki og þjónusta   á svæðinu
Engar greinar
 

Skrifstofa Mýrdalshrepps • Austurvegi 17 • 870 Vík • Sími: 4871210 • Fax: 4871205 • myrdalshreppur@vik.is